Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 20. tbl. 19. árg. 18. maí 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Fæst án lyfseðils LYFIS LÉTTAR YFIRHAFNIR ATH! Opið fimmtudagskvöldið 19. maí 20.00 - 23.00 Verð frá 21.990 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Þá á vel við að Hilmar Sigvaldason vitavörður á Akranesi hafi fengið fyrstu eintökin afhent af nýju Ferðablaði Vesturlands - Travel West Iceland þegar blaðið kom úr prentun. Hilmar stendur vakt alla daga vikunnar í Akranesvita og mætir auk þess utan opnunartíma ef þarf. Hann er óþreytandi að afhenda ferðafólki ýmsar upplýsingar um Akranes og Vesturland allt. Líklega er enginn á Vesturlandi sem dreifir fleiri ferðablöðum yfir árið en Hilmar vitavörður. Dreifing á Travel West 2016 stendur nú yfir til upplýsingamiðstöðva og þá geta þjónustuaðilar einnig nálgast blöð á Markaðsstofu Vesturlands í Borgarnesi til áframdreifingar. Ljósm. ki. Landsvirkjun og Norðurál Grund- artangi ehf. hafa náð samkomulagi um að endurnýja raforkusamning fyrirtækjanna fyrir 161 MW á kjör- um sem endurspegla raforkuverð á mörkuðum í Norður-Evrópu. For- stjóri Norðuráls fagnar samningnum og segir hann mikilvægan í ljósi þess að fyrirtækið undirbýr gerð nýs stey- puskála við álverið á Grundartanga og framleiða þar verðmeiri afurð- ir. Samningsdrög Landsvirkjunar og Norðuráls hafa verið send Eftirlits- stofnunar EFTA, ESA, til forskoð- unar. Að henni lokinni er áform- að að ljúka frágangi samningsins og senda hann til formlegrar og endan- legrar samþykktar hjá ESA. „Hinn endurnýjaði samningur er til fjög- urra ára og hljóðar upp á 161 MW sem er nærri þriðjungur af orkuþörf álvers Norðuráls á Grundartanga. Endurnýjaður samningur tekur gildi í nóvember 2019 og gildir til loka árs 2023. Núgildandi samningur verður áfram í gildi til loka október 2019,“ segir í tilkynningu frá Norðuráli. Endurnýjaður samningur er tengdur við markaðsverð raforku á Nord Pool raforkumarkaðnum og kemur það í stað álverðsteng- ingar í gildandi samningi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjun- ar segir að endurnýjaður samningur tryggi áframhaldandi samkeppnis- hæfni beggja aðila. „Hann er afrakst- ur mikillar vinnu sem styrkt hef- ur viðskiptasamband aðila og skiln- ing þeirra á aðstæðum hvors annars. Samningurinn er afar ánægjulegur áfangi í samstarfi fyrirtækjanna sem á sér 20 ára farsæla sögu.“ Í undirbúningi er nýr steypuskáli Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, fagnar einnig samn- ingnum og segir: „Við erum ánægð að hafa náð samkomulagi um kjör á þessari fjögurra ára framlengingu. Landsvirkjun hefur verið góður og áreiðanlegur samstarfsaðili okkar á Grundartanga frá upphafi. Þessi samningur er mikilvæg undirstaða fyrir frekari þróun framleiðslunn- ar en við erum um þessar mundir að skoða fjárfestingu í nýjum stey- puskála á Grundartanga sem mun auka verulega fjölbreytileika í vöru- framboði okkar,“ segir Ragnar Guð- mundsson. mm Norðurál og Landsvirkjun semja um framlengingu orkusamnings Glaðbeittir starfsmenn Norðuráls. Ljósm. úr safni. Á þessu ári eru 60 ár frá því Landmæl- ingar Ís- lands hófu starfsemi. Í tilefni þess er boðið til hálfs dags a f m æ l i s - ráðstefnu á Akranesi föstudaginn 20. maí. Þar verður lögð áhersla á notendur gagna og þjónustu Landmælinga Íslands og verð- ur dagskráin fjölbreytt en hana má finna hér í blaðinu. Síðdegis sama dag verður opið hús í hús- næði LMÍ við Stillholt á Akra- nesi. Með Skessuhorni í dag fylgir 12 síðna sérblað þar sem farið er yfir sögu Landmælinga Íslands, rætt við notendur þjón- ustunnar, forstjóra og starfsfólk en einnig við ráðamenn sem komu að ákvörðun um flutning stofnunarinnar á Akranes á sín- um tíma. mm Landmælingar Íslands eiga afmæli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.