Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 201618 Félagar úr Björgunarsveitinni Lífs- björgu í Snæfellsbæ skelltu sér í Hvítasunnuferð á Snæfellsjökul. Farið var föstudagskvöldið 13. maí. Með í ferðinni voru félagar þeirra úr Björgunarfélagi Akraness, Björg- unarsveitinni Klakki og frá Björg- unarsveitinni Ársæli. Farið var bæði á bílum og snjósleðum. Að þessu sinni fóru Björgunarfélag Akranes og Lífsbjörg alveg upp á topp jök- ulsins. Var ferðin hin skemmtileg- asta og veðrið lék við félaga í björg- unarsveitunum. þa Björgunarsveitarfólk í jökulferð Rebecca Cathrine Kaad Osten- feld bóndi á Hólum í Hvammssveit fékk skemmtilega póstsendingu í lok marsmánaðar. Henni barst umslag með frumlegustu áletrun sem henni hefur borist fram til þessa. Nokkrir erlendir ferðamenn sem höfðu átt viðdvöl í sveitinni á Hólum gerðu tilraun til að senda Rebeccu og fjöl- skyldu póstkort án heimilisfangs. Á umslagið var þó ritað að staðsetning- in væri á Íslandi og við Búðardal. Svo var teiknað upp kort og staðsetning bæjarins merkt inn á kortið og lítill texti látinn fylgja sem gaf þær upp- lýsingar að danska konan, viðtak- andinn, ynni í verslun í Búðardal. Umslagið var póstlagt í Reykjavík en erlendu ferðamennirnir voru ekki al- veg vissir um að það myndi skila sér en höfðu þó á orði að þessi áletrun á umslaginu yrði þá til að sanna að Ísland væri svalasta land á jarðríkinu og að allt væri mögulegt á Íslandi. Og þar með er það staðfest, allt er mögulegt á Íslandi, að minnsta kosti að koma póstkortum til skila með handteiknuðu staðsetningarkorti, samanber meðfylgjandi mynd. sm Frumleg áritun sendibréfs en dugði þó Undanfarið hafa borist fréttir af því að krían sé komin til landsins. Hún er á mörgum stöðum á landinu einn af vorboðunum og vel fylgst með því hvenær hún mætir. Hún er nú komin í Rif á Snæfellsnesi og sást til hennar í síðustu viku. Varp- ið hefur oft verið henni erfitt und- anfarin sumur vegna kulda og lítils ætisskorts, en nú krossa menn fing- ur að vel gangi. þa Krían mætti í Rif í síðustu viku Það getur verið ansi hvimleitt fyr- ir kisur að hætta sér of hátt upp í tré og þora svo ekki niður. Það kom fyr- ir þennan tiltekna kött sem er efst á meðfylgjandi mynd er hann var að forða sér undan hundi nokkr- um sem yfirgaf vettvanginn fljót- lega. Þarna mátti kötturinn dúsa og þorði sig hvergi að hræra uns Marta Magnúsdóttir og Árni Halldórsson sáu aumur á honum og komu til að- stoðar. Kisi var nú ekki alveg á því að hoppa yfir á þetta risastóra máln- ingarskaft sem björgunarfólkið bauð upp á en lét sig þó hafa það að lokum og stökk svo í átt að frelsi þegar hæð- in var orðin aðeins minni. Ekki var kisi mikið fyrir að þakka björgunina heldur lét hann sig hverfa jafn skjótt og frelsinu var fagnað. tfk Kisa komið til bjargar „Síðustu dagar hafa verið spenn- andi hjá stuðningsmönnum Davíðs Oddssonar. Sjálfboðaliðar um land allt hafa lyft grettistaki við söfnun meðmæla og hefur að öllum lík- indum met verið sett í þeim efn- um,“ segir í tilkynningu frá stuðn- ingsmönnum. Davíð fagnaði þeim áfanga ásamt stuðningsmönnum sínum síðdegis á föstudaginn og hóf um leið kosningabaráttuna með formlegum hætti með opnun kosn- ingaskrifstofu á Grensásvegi 10 í Reykjavík. mm Davíð opnaði kosningamiðstöð í Reykjavík Ljúfmetismarkaðurinn Stykkis- hólmz bitter var haldinn í annað skipti síðastliðinn laugardag. Það var vel mætt á markaðinn sem var að þessu sinni haldinn í tjaldi á höfninni í Stykkishólmi. Á mark- aðnum léku veitinga- og matvæla- framleiðendur sér að bragðlaukum gesta, boðið var upp á tilbúna smá- rétti af ýmsum gerðum og drykki gegn vægu gjaldi. Veitingageirinn í Stykkishólmi hefur sjaldan ver- ið blómlegri en nú og er markmið- ið með þessu verkefni að kynna og efla þann geira enn frekar. jse Stykkishólmz bitter um liðna helgi Það var vel mætt á markaðinn. Nesbrauð bauð upp á ýmis brauð og salöt. Skúrinn bauð upp á litla hamborgara og íste.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.