Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2016 15 Heyrðu umskiptin. Fáðu heyrnartæki til reynslu. Erum með margar gerðir og verðflokka á ReSound heyrnartækjum. Heyrnarþjónustan Heyrn • Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur • s:534-9600 • www.heyrn.is • ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Styrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga á Akranesi Akraneskaupstaður veitir 10,9 milljónum til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi. Markmiðið er að styðja virk íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi til að halda uppi öflugu íþrótta-, félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Styrkir þessir eru veittir til þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3 - 18 ára. Skilyrði er að félagið hafi starfað í a.m.k. 2 ár og staðið skil á lögformlegum skyldum sínum. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Styrktímabil er 1. janúar - 31. desember 2016. Umsóknarfrestur er til 26. maí 2016. Nánari upplýsingar veitir skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar í síma 433 1000 eða með tölvupóst á netfangið skoliogfristund@akranes.is Gamla Kaupfélagið á Akranesi var opnað að nýju síðastliðinn föstudag þegar tekið var á móti fyrstu mat- argestunum. Eins og Skessuhorn greindi frá í aprílbyrjun var staðn- um lokað tímabundið þegar fyrrum rekstraraðili hætti starfsemi og nýir tóku við. Félagið Veislur og viðburð- ir ehf. hefur tekið við rekstri Gamla Kaupfélagsins, en að því standa Ísólf- ur Haraldsson og Gunnar Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður. Síðan þá hefur verið ráðist í nokkrar end- urbætur á húsnæðinu. Meðal þeirra má nefna að sviði stóra salsins hefur verið breytt lítillega og aðstaðan bak- sviðs bætt til muna. Myndir prýða veggi hússins sem hafa verið málað- ir að nýju. En það sem fangar fyrst aug- að er veitingasalurinn. Hann hef- ur verið endurhannaður, skartar nýj- um lit og málverk eftir listamanninn Bjarna Þór hafa fengið stað á veggj- unum. „Við endurinnréttuðum veit- ingasalinn og gerðum hann heim- ilislegri. Staðurinn á að vera dálítið „hómí“, andrúmsloftið afslappað og ekkert stress,“ segir Ísólfur í samtali við Skessuhorn. „Við fengum leik- myndahönnuð úr Fast and the Fu- rious til að mála veitingasalinn fyrir okkur í þessum fína lit. Auk þess höf- um við átt í samstarfi við Bjarna Þór og málverk eftir hann munu prýða veggina,“ bætir hann við. „Maturinn verður góður“ Aðspurður um matinn er svar Gunn- ars matreiðslumanns einfalt. „Matur- inn verður góður,“ segir hann léttur í bragði en bætir því við að matseð- illinn sé einfaldur og hnitmiðaður. „Þannig finnst mér að matseðlar eigi að vera. Við verðum með eldbakaðar pitsur og bistro-seðil með grilluðum hamborgurum, pastaréttum og fleiru slíku,“ segir hann. „En á kvöldverð- arseðlinum verða meðal annars tveir fiskréttir og steikur í steikhússtíl. All- ar steikur verða grillaðar, hvort sem um er að ræða naut, lamb eða kjúk- ling og gestir hafa val um meðlæti og sósur. Steikurnar verða síðan born- ar fram á viðarplatta,“ bætir Gunn- ar við. „Við vonum að fólk njóti þess að koma hingað að borða góðan mat. Í framtíðinni munum við svo reyna að standa fyrir lifandi menningarvið- burðum í húsinu,“ segja eigendurnir að lokum. kgk Gamla Kaupfélagið opnað að nýju Starfsfólki og eigendum Gamla Kaupfélagsins munaði ekkert um að stilla sér upp á mynd þótt unnið væri hörðum höndum að enduropnun staðarins síðar sama dag. F.v. Þóra Björk Þorgeirsdóttir, Jósef Halldór Þorgeirsson, Ísólfur Haraldsson, Valdimar Ingi Brynjarsson og Gunnar Hafsteinn Ólafsson. Enn er unnið að endurmati á mun- um sem fundist hafa við uppgröft á Gufuskálum síðustu árin og mun Minjastofnun Íslands ekki veita frekari uppgraftarleyfi á staðnum fyrr en þeirri vinnu lýkur. Á Gufu- skálum hefur Lilja Pálsdóttir forn- leifafræðingur við Fornleifastofn- un á síðustu árum stýrt uppgreftri á aldagömlum minjum um útræði, verslun og verbúðir. Skessuhorn hefur fjallað ítarlega um þá vinnu, en unnið hefur verið í miklu kapp- hlaupi við ágang sjávar sem nag- að hefur sífellt meira úr bökkum gömlu verbúðanna. Gert verður hlé á uppgreftrinum í sumar. mm Ekki verður grafið á Gufuskálum í sumar Lilja Pálsdóttir fornleifafræðingur á vettvangi við Gufuskála. Ljósm. kgk. Bæjarráð Akraness ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 12. maí að hafna öllum tilboðum sem bárust í fyrirhugaðar flóasiglingar með litlum farþegabáti milli Akraness og Reykjavíkur. Sömu ákvörðun tók síðan borgarstjórn Reykjavíkur en sveitarfélögin tvö stóðu saman að undirbúningi verkefnisins. Þrjú tilboð bárust í verkefnið en ekk- ert þeirra samræmdist markmiðum sveitarfélaganna um tilraunaverkefni í sumar. Þetta kom fram á vef Akra- neskaupstaðar. Þar sagði að mark- mið tilraunaverkefnisins hafi átt að vera að kanna rekstrargrundvöll reglulegra bátsferða milli Akraness og Reykjavíkur frá maí til septem- ber. Gert var ráð fyrir því að rekstr- araðili myndi safna gögnum varð- andi rekstrarþætti á þessu tímabili. Rekstraraðilarnir þrír sem boðið var til viðræðna vegna fyrirhugaðra flóasiglinga horfðu allir til lengra samningstímabils en fulltrúar sveit- arfélaganna höfðu í huga. Bæjarráð Akraness samþykkti því að endur- skoða útboðsskilmála með það fyr- ir augum að bjóða flóasiglingar út á nýjan leik í tíma þannig að þær geti hafist fyrir sumarið 2017. kgk Engar flóasiglingar á þessu ári eins og ráðgert var Á meðfylgjandi mynd eru Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs á Akra- nesi, Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnar- formaður Faxaflóahafna, Dagur B Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi. Farin var prufusigling yfir flóann þegar verkefnið var fyrst í undirbúningi. Sá undirbúningur mun taka lengri tíma.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.