Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 201622 „Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á sumrin? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Óli Pétur Ahlbrecht „Að vera í fótbolta.“ Alda Arúnasdóttir „Að hoppa á trampólíninu.“ Karl Þór Þórisson „Að vera úti að leika mér.“ Daníel Darri Ragnarsson „Að vera úti að leika með vinum mínum.“ Rula Kúsei „Að fara í sund.“ Keppni í 3. deild karla í knattspyrnu hófst nú um hvítasunnuhelgina. Knattspyrnufélag Kára frá Akranesi leikur þar undir stjórn Sigurðar Jóns- sonar þjálfara, líkt og í fyrra. Kára- menn léku sinn fyrsta leik á öðrum í hvítasunnu síðastliðinn mánudag þegar KFS úr Vestmannaeyjum kom í heimsókn. Leikið var í Akraneshöll- inni. Úrslit leiksins urðu þau að Kári vann 5-1 stórsigur með mörkum frá Jóni Björgvini, Fjalari Erni, Arnari Frey, Óliver Darra Bergmann og Tryggva Hrafni. Mark Eyjamanna skoraði gamla brýnið Tryggvi Guð- mundsson. Næsti leikur Kári verður gegn Vængjum Júpíters sunnudag- inn 22. maí í Akraneshöllinni. kgk Kári vann stórsigur í fyrsta leik Byrjunarlið Kára í fyrsta leik 3. deildar karla síðasta mánudag. Ljósm. Knatt- spyrnufélag Kára. ÍA hefur fengið Skotann Iain Jam- es Williamson að láni frá Víkingi Reykjavík. Iain er leikreyndur 28 ára miðjumaður sem hefur spilað með Grindavík, Val og Víkingi hér á landi og skosku liðunum Dunfermline og Raith Rovers. Arnar Már Guðjóns- son miðjumaður ÍA meiddist í leikn- um gegn Fjölni en auk hans hefur Hallur Flosason átt við meiðsli að stríða og það er ástæðan fyrir því að félagið gekk frá samningum við Vík- ing um lán á Williamsson. Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA segir að Iain verði góð viðbót í leik- mannahóp ÍA og væntir mikils af honum. Meðfylgjandi mynd var tek- in á sunnudaginn af Iain og Gunn- laugi Jónssyni þjálfara eftir undirrit- un samingsins. Iain mætti þá á sína fyrstu æfingu með ÍA. mm Víkingur Ólafsvík hefur náð sam- komulagi við Farid Zato sem er stuðningsmönnum liðsins kunnug- ur. Farid kemur í Ólafsvík frá Sigma Olomouc í tékknesku úrvalsdeild- inni þar sem hann spilaði síðast. Fa- rid spilaði með Víkingi árið 2013 þegar liðið var síðast í Pepsi deild- inni en kvaddi það og fór að spila með KR sumarið 2014. mm Farid Zato til Víkings Iain Williamson til ÍA Skallagrímur tryggði sér sem kunn- ugt er sæti í Domino‘s deild karla í körfuknattleik á nýjan leik með sig- ur á Fjölni í úrslitaviðureigninni. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur nú endurnýjað samninga við hvorki fleiri né færri en þrettán leik- menn sem léku með liðinu á ný- liðnu keppnistímabili. Skrifað var undir samningana í veitingahúsinu Englendingavík í Borgarnesi á dög- unum. Leikmennirnir sem hafa endur- nýjað samninga sína eru bræðurn- ir Kristófer Már og Guðbjartur Máni Gíslasynir, Sigtryggur Arnar Björnsson, Davíð Ásgeirsson, Hjalti Ásberg Þorleifsson, Einar Benedikt Jónsson, Elías Björn Björnsson, Atli Aðalsteinsson, Þorsteinn Þórarins- son, Kristján Örn Ómarsson, Arn- ar Smári Bjarnason, Sumarliði Páll Sigurbergsson og Bjarni Guðmann Jónsson. Arnar Víðir Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, var að vonum hæstánægður með samningana, en lögð var áhersla á það eftir tímabilið að halda ung- um og efnilegum leikmönnum liðs- ins. „Við viljum halda áfram okkar góða starfi og byggja lið til framtíð- ar á góðum kjarna uppalinna leik- manna,“ segir Arnar í samtali við Skessuhorn. „Framtíðin er björt hjá Skallagrími,“ bætir hann við. kgk/ Ljósm. Skallagrímur Þrettán samningar endurnýjaðir hjá Skallagrími Sigtryggur Arnar Björnsson, Davíð Ásgeirsson og Hjalti Ásberg Þorleifsson eru meðal þeirra ellefu leikmanna sem endurnýjuðu samninga sína við Skallagrím. Hér eru þeir ásamt Arnari Víði Jónssyni, formanni kkd. Skallagríms. Bræðurnir Kristófer og Guðbjartur Máni Gíslasynir við undir- skriftina. Einar Benedikt Jónsson og Elías Björn Björnsson. Atli Aðalsteinsson, Þorsteinn Þórarinsson, Kristján Örn Ómars- son handsala samninga sína. Arnar Smári Bjarnason, Sumarliði Páll Sigurbergsson og Bjarni Guðmann Jónsson. Ungmennafélag Grundarfjarð- ar hélt uppskeruhátíð þriðjudag- inn 10. maí til að fagna vetrarstarf- inu og þjappa krökkunum saman fyrir sumarið. Þá kepptu foreldrar á móti þjálfurum í þrautabraut og svo hlupu bæði börn og foreldrar í skarðið. Allir krakkarnir voru svo leystir út með gjöfum áður en boð- ið var upp á pizzur og Svala. tfk Uppskeru- hátíð UMFG Jón Frímann Eiríksson stýrimaður er hér að að háma í sig kókosbollu í þrauta- brautinni fyrir hönd foreldra. Þórey Jónsdóttir að hlaupa í skarðið með ömmubörnunum. Létt á fæti þessi amma.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.