Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 15 Þórey Helgadóttir er frá Þyrli í Hval- firði en býr á Akranesi. Hún er með stökkbreytingu í geninu BRCA 1. Stökkbreytingin er arfgeng og get- ur valdið krabbameini í brjóstum og eggjastokkum. Talið er að fimm til tíu prósent af brjóstakrabbameini og krabbameini í eggjastokkum stafi af erfðafræðilegum breytileika og vega stökkbreytingar í genunum BRCA1 og BRCA2 þyngst. Um 60 til 80% kvenna með stökkbreytingar í þess- um genum eiga á hættu að fá brjósta- krabbamein. Þórey er elst fimm systk- ina og eru þau fjögur sem greindust með stökkbreytinguna, ásamt frænd- systkinum. Þórey hefur sjálf greinst með krabbamein í brjósti og hef- ur nú látið fjarlægja bæði brjóst sín og eggjastokka í fyrirbyggjandi að- gerðum en er öryrki í dag, eftir að- gerðirnar. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Þóreyju og fékk að heyra hennar sögu. Brjóstakrabbinn önnur tegund „Ég fékk fyrst krabbamein í brjóst árið 2005. Þá var hægra brjóstið tek- ið og ég fór í svokallaða uppbygg- ingu. Þá er tekinn vöðvi af bakinu, hann færður fram fyrir og settur síli- konpúði fyrir ofan. En ég var alltaf í vandræðum þar sem vöðvinn var tek- inn á bakinu og jafnaði mig seint á því,“ segir Þórey. Hún segir krabba- meinið sem hún fékk fyrir ellefu árum þó ekki hafa verið þeirrar teg- undar að rekja mætti það til BRCA gensins. „Þetta var önnur tegund. Ég fékk krabbamein sem sest í mjólkur- gangana og brjóstið var allt tekið.“ Það var svo um haustið 2014 sem Þórey komst að því að hún væri með stökkbreytingu á geninu BRCA1. Hún segir hina tegundina algengari en að erfiðara sé að ráða við þá teg- und af krabbameini sem stökkbreyt- ing á BRCA1 veldur. „2014 grein- ist frænka mín með krabbamein og það kom í ljós að þetta gen var valdur að því. Um haustið komst ég svo að því að ég væri með þetta,“ segir Þór- ey. Hún segir þær konur sem grein- ist með stökkbreytinguna geti valið milli tveggja kosta. Að velja þá leið að láta fjarlægja brjóstin í forvarnar- skyni eða að fara í reglulegt eftirlit á brjóstum til að hugsanlegt krabba- mein greinist. „Það er val líka en það er samt ekkert val, ef maður hugsar nánar út í það. Það yrði þá bara til að greinast fyrr.“ Þá láta margar konur einnig fjarlægja eggjastokkana í for- varnarskyni enda getur stökkbreyt- ingin einnig valdið krabbameini í þeim, þó að líkurnar séu minni en á brjóstakrabba. Uppbyggða brjóstið tekið Þórey ákvað að láta fjarlægja bæði eggjastokka og brjóstin, þar sem lík- ur á krabbameini voru töluverðar. Hún fór í aðgerð á Landspítalan- um í desember 2014 þar sem eggja- stokkarnir voru fjarlægðir. „Brjóstin voru svo tekin í apríl í fyrra. Ég lét líka taka uppbyggða brjóstið. Það var slæmur dagur hjá lýtalækninum sem hafði áður búið það til,“ segir Þórey og hlær. Hún segir að ekki hafi ver- ið nauðsynlegt að láta fjarlægja upp- byggða brjóstið en hún hafi kosið að gera það frekar en að vera bara með eitt brjóst. „Ég hef verið slæm í öxlinni og get ekki verið í brjósta- haldara. Brjóstahaldaralaus væri ég bara með eitt brjóst og það vildi ég ekki. Maður missi svo mikið jafn- vægi við það,“ segir Þórey og bendir á bringuna á sér. Missti plássið Eftir að hafa gengið í gegnum brjóstakrabbameinið 2005 átti Þór- ey erfitt með að vera á vinnumark- aði. Hún og eiginmaður hennar tóku á endanum að sér fatlaðan dreng sem þurfti töluverða umönnun og færði Þórey atvinnuna þannig inn á heim- ilið. Drengurinn bjó hjá þeim í þrjú og hálft ár og ákvað Þórey þá að fara aftur út á vinnumarkaðinn. Hún var hjá Virk í endurhæfingu þegar hún ákvað að láta fjarlægja eggjastokkana. Þar var hún sett á bið á meðan hún jafnaði sig eftir aðgerðina og átti það að taka sex vikur. Þórey grær illa eftir aðgerðir og það tók mun lengri tíma fyrir hana að jafna sig en áætlað var. Á endanum missti hún því plássið hjá Virk. „Ég var komin aftur inn í það prógramm síðastliðið haust en þurfti að fara aftur í aðgerð í desember til að framkvæma lagfæringaraðgerð. Eftir það missti ég plássið mitt end- anlega hjá Virk. Það gerðist í kjölfar þess að ég hitti lækni þar í desember sem mat aðstæður þannig að ég væri ekkert aftur á leið á vinnumarkaðinn og þar sem Virk er endurhæfing fyrir vinnumarkað, þá missti ég mitt pláss þar og lenti aftur inni í heilbrigðis- kerfinu,“ segir Þórey sem vill að það komi fram að hún hafi verið mjög ánægð hjá Virk og að þar starfi ynd- islegt fólk. Gallað regluverk Þegar þetta gerðist var Þórey á svo- kölluðum endurhæfingarlífeyri. 8. febrúar síðastliðinn voru öll hennar gögn komin til Tryggingastofnunar og þá hófst bið eftir símtali þaðan. 1. janúar fékk Þórey greiddan end- urhæfingarlífeyri í síðasta sinn. „Síð- an hef ég ekki fengið krónu greidda frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég hitti lækni á þeirra vegum í þar síð- ustu viku og svo tók við bið aftur eftir niðurstöðum. Fyrst þarf þetta að fara fyrir nefnd,“ segir Þórey. Hún seg- ir biðina hafa verið erfiða og að hún hafi komið illa niður á fjárhag heim- ilisins. „Manni líður eins og maður sé óvelkominn í þetta kerfi og það fer illa með mann. Af hverju er ekki hægt að laga þetta,“ spyr hún. „Fólkið sem vinnur hjá stofnuninni er örugg- lega fyrsta flokks fólk en regluverkið er eitthvað gallað þarna. Það vantar allt mannlegt í það,“ bætir hún við. Hún segir að einu ráðin sem hún hafi fengið væru að leita til sveitar- félagsins. Þá hafi verið erfitt að sætta sig við að þurfa að sækja um örorku. „Það er sárt að hugsa til þess að það sé ekki til það starf sem henti manni, þó maður hafi í raun mikið fram að færa. Þetta var í rauninni áfall. Og að þurfa svo að leita á náðir bæjar- félagsins, það er eins og að vera kýld- ur fast niður,“ segir Þórey. Hún seg- ist þó ekki hafa sótt um þær bætur. „Nei, ég er gift og maðurinn minn er að vinna þannig að mér skilst að við eigum ekki rétt á neinu þar hvort sem er. Ég er þakklát hans vinnuveit- anda fyrir allan stuðninginn. Ég hef verið að fá 30 þúsund krónur frá líf- eyrissjóðnum en sú upphæð klárast fljótt.“ Þórey leggur mikla áherslu á að eitthvað þurfi að laga í heilbrigðis- kerfinu. Ekki geti talist eðlilegt að fólk þurfi að bíða mánuðum saman án þess að fá tekjur. „Ég hef verið að grínast með að Motus og Lögheimt- an séu farnir að þekkja mig í síma. „Manni líður eins og maður sé óvelkominn í þetta kerfi“ - segir Þórey Helgadóttir eftir að hafa látið fjarlægja bæði brjóst og eggjastokka vegna genagalla Það er dýrt að skulda, það myndast alls kyns auka kostnaður og dráttar- vextir. Það þarf virkilega að laga eitt- hvað þarna. Það er talað um að það eigi að setja peninga í heilbrigðis- kerfið og þarna þarf að stokka upp. Svo er talað um að það þurfi að bæta viðmót fólks til Tryggingastofnun- ar en það er erfitt þegar fólk lendir í svona bakföllum,“ segir hún alvar- leg í bragði. Dýrt að fá krabbamein á Íslandi Árið 2015 fór Þórey alls 27 ferðir frá Akranesi á Landspítalann, allar vegna brjóstnámsins.„Ég hef þurft að hitta lækni, lýtalækni, brjóstateymið á spítalanum, kynfræðing og sjúkra- þjálfara á spítalanum eftir aðgerð- ina vegna axlanna.“ Í dag hefur hún hvorki efni á að leita læknis, að fara til sjúkraþjálfara eða tannlæknis. „Það er skrítin staða að þurfa að neita sér um að fara til læknis eða tannlækn- is. Við systurnar höfum þrjár verið að ganga í gegnum þetta, Ein fór í sömu aðgerð og ég. Hún sótti um að fá sín- ar ferðir endurgreiddar og fékk tvær af þeim greiddar.“ Frænka Þóreyjar, sem búsett er í Danmörku, berst nú við brjóstakrabbamein sem rekja má til stökkbreytta gensins. Þórey segir stöðuna allt aðra þar í landi og að ís- lenska heilbrigðiskerfið mætti vera líkara því sem er á hinum Norður- löndunum. „Hér borgarðu fyrir allt; blóðprufurnar, viðtölin við læknana og allt annað. Í Danmörku hefur frænka mín aldrei þurft að taka upp veskið. Hún hélt sínum launum þrátt fyrir að hafa greinst með krabbamein og hefur sjálf sagt að hún hefði aldrei haft efni á því að fá krabbamein hér heima. Þetta er ekki mönnum bjóð- andi eins og þetta er.“ Þórey segir að viðhorf Íslendinga til öryrkja mætti einnig breytast. „Þessi hugsun, að fólk nenni ekki að vinna og fari bara á örorku. Ég held að fæstir myndu fara að gera sig að þjófum til að fá 200 þúsund krónur á mánuði. Viðhorfið til öryrkja í íslensku samfélagi mætti alveg breytast.“ Prjónahópurinn bjargaði Þrátt fyrir allt er Þórey jákvæð. Hún á góða að og segir góðan félagsskap hafa bjargað geðheilsunni. „Ég er í svo góðum prjónahóp. Við hitt- umst tvisvar í viku og það heldur mér gangandi. Maður er ekki duglegur að fara út meðal fólks þegar maður á ekki pening, þegar maður á varla fyr- ir kaffibolla. Ég hef getað gleymt mér í því að búa til prjónatöskur. Vinkon- ur mínar í prjónahópnum voru svo sætar í sér að verða mér úti um efni í töskurnar. Svona lítil góðverk geta gert mann svo glaðan. Ég er hepp- in að geta prjónað, ég veit ekki hvar ég væri ef ég gæti það ekki. Það er ómetanlegt,“ segir Þórey brosandi að endingu og tekur upp prjónana. grþ Þórey Helgadóttir lét fjarlægja bæði brjóst sín og eggjastokka til að fyrirbyggja að hún fengi krabbamein.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.