Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 201626 Um helgina fór fram Norðurálsmót- ið í knattspyrnu. Þar tóku dreng- ir á aldrinum sex til átta ára sín fyrstu skref á knattspyrnuferlinum. Á mótinu voru um 1500 keppend- ur sem er um 50 fleiri en á mótinu í fyrra. Félögin voru 33 sem tóku þátt í ár og alls voru 176 lið. Meðal liða var eitt frá knattspyrnufélaginu B67 í Nuuk á Grænlandi sem jafnframt er fyrsta erlenda félagið til þess að taka þátt á mótinu. Mikill fjöldi gesta sótti Akranes heim á meðan mótinu stóð en áætlað er að þeir hafi verið um sex til sjö þúsund. Mótið var sett formlega í Akra- neshöllinni í hádeginu á föstudag en áður höfðu öll lið tekið þátt í skrúð- göngu frá Stillholti í Akraneshöllina eins og hefð er fyrir. Mótinu lauk svo með pylsuveislu við Akranesvöll í há- deginu á sunnudag. Haraldur Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að mótið hafi heppnast vel. „Mótið gekk mjög vel og er því að þakka öllum þeim sjálfboðaliðum og öðrum sem komu að því með bein- um eða óbeinum hætti. Skagamenn eiga einnig hrós skilið fyrir að taka svona vel á móti fólkinu sem sótti bæ- inn heim. Veðrið slapp til; við feng- um smá rigningu á föstudaginn en á bæði laugardag og sunnudag var fín- asta veður. Ég sá ekki betur en flestir hafi farið af mótinu með brosi á vör,“ segir Haraldur. bþb Vel heppnað Norðurálsmót á Akranesi Haldin var kvöldvaka fyrir drengina þar sem Pollapönk hélt uppi stuðinu. Ljósm. Facebook Knattspyrnufélags ÍA. Heimamenn halda til mótssetningar. Frá skrúðgöngunni. FH-ingur reyndir að komast fram hjá leikmanni Skallagríms. Það var ekkert gefið eftir í leik FH og Skallagríms. Þessum bolta þurfti að koma frá markinu. Drengir að fara yfir málin með dómara leiksins. Markmaðurinn ósáttur að sjá eftir boltanum í netið. Boltinn nálgast. Einbeitingin í hámarki. Mikil spenna ríkti í keppendum fyrir mótið. Það rigndi svolítið á föstudeginum en veðrið var fínt hina dagana. Ljósm. Facebook Knattspyrnufélags ÍA. KR fagnar sigri. Markvörður ÍR ver meistaralega.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.