Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 27 Krossgáta Skessuhorns Máls- háttur Tóm Öræfi Glata Ókunn Ló Ekran Strengur Matar- poki Afurðir Rispa Slugs Iðinn Gleðin Sér- hljóðar Masa Krafa Bæta Tregar Temja Málm- doppur Mylur Tangi Lykkja Eins um R Tónn Jarð- eign Fyrr Þröng Korn Aldrað- ur Draum- órar Skussar Röð Stífla 2 8 Skordýr Von Heilar 6 Eink.st. Hvílir Mynni Baðar Hryssa Blað Niður Hró Þreyta Upp- hrópun Gekk 4 Sjá eftir Einatt 10 Skortur Hangir Baktalar Kropp Orka Féll Bandið Seigur Hljómar Borða Púði Urgar Svik Gjálfur Rugl Deigur Form Kopar 7 9 Faldi Hirsla Korn Nirfill Aðbúð Sjó Spor Lall Tiplar Borðar Rödd Dvelja Þófi Spann Afar Tví- hljóði Rótar Yfir- hafnir Kjáni Óreiða Sannur Hróp Vangá 1 Forboð 5 Eyða Suddi Fugl Hlóðir Keyrðu Dunda Fals Fæði Nakin Laug Grípa Kvað Ernina Grind Mögl Púkar 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Næstu vikur mun- um við gefa bókina „Pétrísk íslensk orðabók með al- fræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 45 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Nótnaskrif.“ Vinnings- hafi er: Kolbrún Sveinsdóttir, Norðurreykjum, 311 Borgarnes. Sumarlesari vikunnar Hinn árlegi sumarlestur er nú haf- inn á Bókasafni Akraness fyrir 6-12 ára börn. Nýverið kom Gunnar Helgason rithöfundur í heimsókn og setti lesturinn formlega, en all- ir krakkar eru velkomnir. Líkt og fyrri ár er samstarf milli Skessu- horn og bókasafnsins og munum við birta viðtal við einn sumarles- ara í viku, en áætlað er að sumar- lesturinn standi til 5. ágúst. Fyrsti sumarlesari vikunnar heitir Mikael Daði og er átta ára gamall. Hvaða bók varstu/ertu að lesa? Bókin sem ég var að lesa heitir Elsa-María og litlu pabbarnir. Hvernig var/er hún? Hún var skemmtileg og svolítið öðruvísi. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Mér þykir skemmtilegast að skoða myndasögur. Hvar er best að vera þegar mað- ur er að lesa? Það er best að lesa bók þegar ég sit í rúminu mínu. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Skúli skelfir er uppáhalds bókin mín núna. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Þegar ég verð stór þá ætla ég að vera duglegur. Tríó Danois heldur tvenna tónleika á næstunni á Vesturlandi. Fyrri tón- leikarnir verða í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 19. júní kl. 17.00 og svo í Borgarneskirkju þriðjudag- inn 21. júní kl. 20.00. Tríó Danois var stofnað árið 2014 og hefur síð- an komið fram á yfir tuttugu tón- leikum í sjö löndum. Tríóið saman- stendur af píanóleikurunum Mor- ten Fagerli, Jónínu Ernu Arnar- dóttur og hornleikaranum Pernille Kaarslev. Tríóið spilar bæði klass- íska tónlist eins og eftir E. Grieg og Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson, en einnig nýja tónlist. Tríóið lofar skemmtilegum tónleikum og eru öll verkin kynnt munnlega. Áhuga- samir geta kynnt sér meira um Tríó Danois á fésbókarsíðu þeirra. Að- gangseyrir er 2.000 kr. Enginn posi á staðnum. -fréttatilkynning Tríó Danois í Ólafsvík og Borgarnesi Frá tónleikum tríósins á síðasta ári í Riga. Ljósm. Uldis Muzikants. Söngvaskáldin Úní og Jón Tryggvi eru músíkalskt par búsett á Stokks- eyri. Saman kalla þau sig UniJon. Þau gáfu bæði út sólóplötur árið 2009, en hafa síðan samið og spil- að sem dúett. Tónlist þeirra er á ró- legu, þjóðlegu og rómantísku nót- unum. UniJon hafa því verið róm- uð fyrir ljúfsára og notalega stemn- ingu, þar sem gestum gefst kostur á að slaka á og sleppa tökum á amstri hversdagsins. Dúettinn mun leika sína eigin tónlist í bland við göm- ul íslensk dægurlög. Tónleikarnir í Pakkhúsinu í Englendingavík verða fimmtudagskvöldið 16. júní og hefj- ast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur. -fréttatilkynning UniJon í Pakkhúsinu Englendingavík Hjónin Jón Jóel Einarsson og Þur- íður Maggý Magnúsdóttir reka á Arnarstapa ferðaþjónustufyrirtækið Go West, eða „Út og vestur“ eins og það kallast á íslensku. Undan- farin ár hafa þau boðið upp á svo- kallaða sólstöðugöngu í júní, þar sem gengið er upp á Snæfellsjökul á sumarsólstöðum og niður aftur. Að sögn Jóns Jóels er það Þjóðgarður- inn Snæfellsjökull sem stendur fyrir göngunum en Go West heldur utan um þær og hefur gert síðustu fjögur ár, með góðum árangri. „Þetta eru að jafnaði fjórir tímar upp og svo tekur tvo til þrjá tíma að fara nið- ur. Gangan hefst klukkan 20 þannig að við erum komin niður um klukk- an tvö til þrjú að nóttu. Við förum 18. júní ef veðurspáin verður ekki þeim mun verri, annars frestum við göngunni um einn dag. En það hef- ur ekki klikkað góða veðrið síðan við byrjuðum að leiða þetta, segir Jón Jóel í samtali við Skessuhorn. Hluti rennur til björgunarsveitarinnar Í ár verður sólstöðugangan gengin í fimmta sinn og að sögn Jóns Jó- els er þátttökugjaldinu stillt í hóf. „Venjulega kosta ferðir á jökulinn 20 þúsund á mann en þessar ferð- ir eru á 15 þúsund, sem er sérstakt þjóðgarðsverð. Fimm prósent af verðinu rennur til björgunarsveit- arinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ, það gerir það af öllum okkar göng- um á jökulinn,“ útskýrir Jón Jóel. Hann segir það misjafnt milli ára hversu margir taki þátt í göngunni og að mikilvægt sé að fólk skrái sig tímanlega. „Við þurfum að fá skráningu á vefinn, því við köllum til leiðsögumenn eftir þörfum. Við förum í línu og það þarf einn leið- sögumann til að leiða átta manns í línu. Við höfum verið allt frá fimm- tán manns og upp í rúmlega fimm- tíu þegar flest var.“ Vistvæn ferðaþjónusta Hjónin eru nú á sínu áttunda ári í ferðaþjónustunni og segir Jón Jóel að það sé sígandi lukka í brans- anum. „Við finnum fyrir vaxandi áhuga. Við erum vistvæn ferðaþjón- usta og leggjum mikið upp úr því að fara um á vistvænum forsendum. Það er liður í því að það renni eitt- hvað af innkomunni til samfélags- ins, eins og til björgunarsveitarinn- ar af jöklaferðunum,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið bjóða upp á ýmiskonar ferðir um Snæfellsnesið, þá aðallega göngu- og hjólaferð- ir. „Auk þess er ég með einn fal- legasta bátinn á landinu sem ég er að græja. Lítið víkingaskip þar sem við bjóðum upp á ferðir frá Arnar- stapa og Stykkishólmi. Þetta eru stuttar ferðir, klukkutími eða tveir þar sem siglt er með ströndinni og hægt að virða fuglalífið fyrir sér frá sjónum.“ Jón Jóel nefnir að einnig sé boðið upp á nýjar tveggja daga hjólaferðir. „Við erum að vinna í því að koma þeim á kortið og þær eru á mjög góðu verði. Þá hjólum við á tveimur dögum kringum jök- ulinn og innifalin er leiksýning, matur og gisting hjá Kára í Frysti- klefanum. Í þessum ferðum kynnist fólk náttúrunni hérna á Snæfells- nesi og hvernig samfélögin hafa lif- að í þessu umhverfi í gegnum ald- irnar. Lágmarksfjöldi er tíu í svona ferð en nú eru sex skráðir þann 27. júní.“ Jón Jóel segir meirihluta þeirra sem fari í ferðir á vegum fyr- irtækisins séu erlendir ferðamenn. „Ætli það séu ekki milli 90 til 100 prósent sem eru útlendingar. En það er ekki þar fyrir, við viljum al- veg endilega fá til okkar Íslendinga líka.“ grþ Jón Jóel í fyrstu miðnæturgöngu sumarsins ásamt þýsku pari. Ganga á Snæfellsjökul á sumarsólstöðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.