Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 201618 Snæfellsnes virðist vera vinsælt meðal eigenda svokallaðra ofur- snekkja. Síðastliðinn laugardag lá snekkjan Cloudbreak fyrir anker- um utan við höfnina í Ólafsvík. Snekkja þessi er ný, smíðuð á þessu ári og sjósett í Þýskalandi í maí. Því má gera ráð fyrir að hún sé í sinni Jómfrúarferð. Snekkjan er 72,5 metrar að lengd og 12,4 metrar að breidd og er 2.293 tonn að stærð. Cloudbreak vakti að sjálfsögðu mikla athygli bæjarbúa og var fjöl- menni að mynda hana. Ekki spillti fyrir að sjá stærðarinnar þyrlu taka sig á loft af þaki snekkjunnar. Í áhöfn eru 22 herbergi, en sjö eru fyrir farþega auk einnar súpersvítu. af Ný lútsussnekkja maraði við Ólafsvík Hafliði Elíasson hefur tekið við rekstri Leifsbúðar í Búðardal sem var opnað með nýjum áherslum í vikunni sem leið. Opnunartími hef- ur lengst og er nú opið frá klukk- an 12 til 15 og 18 til 22. Áhersla er lögð á fjölbreyttan mat samhliða hefðbundnu kaffi og bakkelsi. Súpa dagsins verður fastur liður ásamt völdum sjávarréttum og hópar geta pantað hlaðborð með fyrir- vara. Áætlað er að bjóða upp á ýmsa viðburði og sá fyrsti var síðastlið- ið laugardagskvöld þegar Bjartmar Guðlaugsson hélt tónleika í Leifs- búð. Nánari upplýsingar má finna á www.leifsbud.is sm Nýr rekstraraðili Leifsbúðar í Búðardal Hafliði Elíasson ásamt dóttur sinni Elísu. Hjónin Stefán Stefánsson og Þór- halla Laufey Guðmundsdóttir keyptu síðasta haust jörðina Fljóts- tungu í Borgarfirði. Þau hjónin, ásamt börnum sínum, hafa staðið í miklum framkvæmdum þar undan- farnar vikur, nánar tiltekið í hellin- um Víðgelmi sem tilheyrir Fljóts- tungu. Þau Stefán og Þórhalla eru sjálf búsett á Akureyri en elsti son- ur þeirra, Hörður Míó Ólafsson, er staðarhaldari í Fljótstungu og sér um starfsemina þar. Blaðamaður settir niður með Herði í blíðskap- arveðri í Hallmundarhrauni fyrir skömmu og tók hann tali. Hugmynd sem byrjaði á kaffibolla Hörður er menntaður leiðsögu- maður frá Thompson Rivers Uni- versity í Kanada og hefur starfað við leiðsögn undanfarin ár. Ferðaþjón- usta er honum því mjög kunnug- leg. En hvað kom til að fjölskyldan fór út í ferðaþjónustu í Fljótstungu? „Þetta var bara eins og hver önn- ur hugmynd sem byrjar á kaffibolla og núna, ári síðar, sitjum við hér í Hallmundarhrauni,“ segir Hörð- ur og hlær. „Þegar ég var í Kanada kynntist ég ólíkum hliðum ferða- þjónustu og þá kviknaði draumur hjá mér. Til þess að sá draumur gæti orðið að veruleika þurfti svæði eða jörð þar sem hægt væri að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu. Sjálfur er ég mjög virkur í starfi og leik og hef gaman að því að vera úti, eða eins og pabbi segir; er ég alltaf úti að leika mér,“ segir Hörður. „Eins og glögg- lega má sjá hefur straumur ferða- manna til Íslands aukist mjög mikið. Þunginn af ferðaþjónustunni hefur verið á Suðurlandi en undanfarin ár hefur hann dreifst mikið. Ég trúi því að Vesturland sé næsti staðurinn og fór því að horfa vestur.“ Samvinna fjölskyldunnar „Ég sá þessa jörð auglýsta einn daginn og að hér væru allir þeir möguleikar sem ég var að leita að. Ég bendi svo pabba á þetta, meira í gríni en alvöru. Hann tók því af meiri alvöru svo hér erum við,“ segir Hörður. „Foreldrar mínir hafa víðtæka viðskipta- og stjórn- unarþekkingu. Ég hef svo þekk- inguna á þessari þjónustu og sam- an erum við því mjög gott lið. Svo eru líka systkini mín Stefán Baldvin Stefánsson og Una Magnea Stef- ánsdóttir, að vinna að þessu með okkur. Stefán hefur t.d. mikið unn- ið í framkvæmdunum niðri í helli,“ segir hann. Leggja upp úr því að varðveita hellinn Fjölskyldan hefur staðið í ströngu síðustu vikur en miklar breyting- ar hafa verið gerðar á aðstöðunni í Víðgelmi. Áður voru það eingöngu mjög fótvissir einstaklingar sem gátu skoðað hann því þar inni er bæði stórgrýtt og sleipt. „Núna ætti í raun hver sem er að geta kom- ið og skoðað þennan fallega helli allt árið um kring. Það væri jafn- vel hægt að koma fólki í hjólastól inn í hann, það þyrfti mannskap en það er mögulegt,“ segir Hörð- ur en aðgengi í hellinn hefur ver- ið bætt verulega síðustu vikur. Nú hefur verið smíðaður pallur sem liggur inn í hellinn. Pallurinn sjálf- ur er um 200 metrar að lengd en hann er ekki allur í einum hluta svo hann nær um 360 metra inn í hell- inn. Með tilkomu pallsins er hægt að ferðast um 700 metra inn í hell- inn á nánast flötu gólfi. „Svanur Þór Brandsson byggingafræðingur og smiður er heilinn á bak við pall- inn og hefur séð um að smíða hann, en þetta eru engin venjuleg smíði. Það eru engar teikningar sem far- ið var eftir, það er ekki hægt í svona verkefni, heldur þurftum við bara að byrja og vinna okkur áfram. Heildar smíði á svæðinu tók um níu vikur, þar af var pallasmíðin um sjö vikur,“ segir Hörður og bætir því við að mikið hafi verið lagt upp úr því að ummerki sætust ekki í hellin- um eftir framkvæmdirnar. „Í svona helli er niðurbrot afar hægt, rusl og annað sem skilið er eftir hér fer því ekkert. Þess vegna höfum við pass- að mikið upp á að skilja ekkert eft- ir okkur, ekki einu sinni sag eftir smíðina. Allt sem ekki var forsagað var sagað ofan í kassa og það sem fer út fyrir er ryksugað upp. Pall- urinn sjálfur er svo hvergi boltað- ur niður heldur stífaður fastur og ef hann væri tekinn ættu ekki að vera nein ummerki um að hann hafi ver- ið hér,“ segir Hörður. Ganga vel um náttúruna „Við höfum líka sett mjög látlausa og náttúrulega lýsingu inn í hell- inn. Við viljum ekki að lýsingin skemmi upplifun fólks að koma inn í hellinn og því er hún í algjöru lág- marki og mjög náttúruleg. Engu að síður þarf að vera næg lýsing til að sýna þessa undraveröld sem Víð- gelmir er,“ segir Hörður. Einnig hefur verið sett upp hús með mót- töku og salernisaðstöðu fyrir utan hellinn og göngustígur lagður að honum frá húsinu. „Við viljum hafa afmarkað svæði sem fólk gengur á í hrauninu svo við lögðum stíg. Það er eins hér úti og inni í hellinum, við viljum ekki skilja of mikil um- merki eftir okkur í náttúrunni. Við verðum að gæta þess að skilja vel við okkur fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hörður Míó að lokum. arg Víðgelmir aðgengilegur öllum Hörður Míó Ólafsson er nýr staðarhaldari í Fljótstungu í Hvítársíðu. Þarna er Hörður fyrir utan nýtt móttökuhús sem hefur verið sett upp við hellinn Víðgelmi. Þarna má sjá hluta af palli sem hefur verið smíðaður inni í Víðgelmi. Með tilkomu þessa palls ætti hver sem er að geta farið inn í hellinn og skoðað þá miklu fegurð sem þar er. Þarna má sjá hversu stórgrýtt er í hellinum. Yfir vetrartímann drýpur vatn úr lofti hellisins og frýs á gólfinu, þá myndast þessar fallegu íssúlur. Þarna má sjá afmarkaða gönguleið sem hefur verið sett á milli móttökuhússins og hellisins. Nýtt hús hefur verið sett upp til að taka á móti gestum sem koma að skoða Víðgelmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.