Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20162
17. júní er næsta föstudag. Því fylgja mik-
il hátíðarhöld og hefð er fyrir að fólk fari í
skrúðgöngu. Það er því ekki seinna vænna
að taka til þjóðbúninginn og læra Öxar við
ána. Hæhó og jibbíjei!
Á morgun og föstudag verður hæg suðlæg
eða breytileg átt, skýjað með köflum og lík-
ur á smáskúrum. Suðaustan 8-13 m/sek og
rigning á föstudagskvöld. Hiti yfirleitt 10 til
15 stig. Á laugardag má búast við suðaust-
an 8-13 m/sek og dálítilli rigningu, hiti 10 til
18 stig. Á sunnudag verður suðlæg átt og
rigning eða skúrir. Hiti breytist lítið. Á mánu-
dag er útlit fyrir milt veður með smáskúrum
á víð og dreif.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns
„Hversu langt kemst Ísland á EM karla?“
Flestir svöruðu því að Ísland myndi falla úr
leik í riðlakeppninni eða 41%. 35% þeirra
sem kusu voru ögn jákvæðari og töldu að
Ísland kæmist í 16 liða úrslit, 9% halda að Ís-
land lyfti Evrópumeistaratitlinum, 7% að
við komumst í 8 liða úrslit, 4% að við kom-
ust í fjögurra liða úrslit, 2% að við lendum í
öðru sæti og sömuleiðis 2% að við lendum
í þriðja sæti.
Í næstu viku er spurt:
Ætlar þú að nýta kosningaréttinn 25. júní?
Þeir fjölmörgu sjálfboðaliðar sem komu að
Norðurálsmótinu á Akranesi eru Vestlend-
ingar vikunnar. Sem vott um góða frammi-
stöðu má nefna að strax um miðjan dag á
sunnudaginn síðasta var ekki að sjá á Akra-
nesi að þar hafi verið stórt knattspyrnumót
haldið. Til fyrirmyndar hvernig búið var að
taka til og ganga frá ýmsu sem að mótinu
sneri.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Víðtæk leit
á jöklinum
SNÆFELLSNES: Allar björg-
unarsveitir Landsbjargar á Vest-
urlandi voru síðdegis á mánu-
daginn kallaðar út til leitar að
bandarískum göngumanni á
Snæfellsjökli. Sá hafði orðið
viðskila við félaga sinn um há-
degisbil. Auk göngufólks var
kallað eftir aðstoð snjóbíla og
vélsleða. Leit bar árangur rétt
undir kvöld þegar maðurinn
fannst heill á húfi.
-mm
Haraldur
hættir hjá KFÍA
AKRANES: Haraldur Ingólfs-
son hefur gegnt stöðu fram-
kvæmdastjóra Knattspyrnu-
félags ÍA frá ágústmánuði 2013
þegar hann tók við af Þórði
Guðjónssyni. Eftir þessi tæpu
þrjú ár í starfi er nú komið að því
að Haraldur láti af störfum og
snúi sér að öðrum verkefnum.
Samkvæmt heimildum Skessu-
horns hefur hann verið ráðinn
útibússtjóri Sjóvá á Akranesi.
Staða framkvæmdastjóra KFÍ er
auglýst laus til umsóknar, með-
al annars í Skessuhorni í dag, og
rennur umsóknarfrestur út 30.
júní nk.
-mm
Skuggi heldur
Íslandsmót yngri
flokka
BORGARNES: Hestamanna-
félagið Skuggi mun halda Ís-
landsmót yngri flokka í hesta-
íþróttum 2016 dagana 14. –
17. júlí í sumar. Undirbúning-
ur stendur nú yfir og er for-
maður framkvæmdanefndar
Stefán Logi Haraldsson for-
maður Skugga. Framkvæmda-
stjóri mótsins er Svanhild-
ur Svansdóttir. „Það er ætlun
hestamannafélagsins Skugga
að í Borgarnesi, á félagssvæði
Skugga við Vindás, verði haldið
glæsilegt mót þar sem saman fari
góð aðstaða og að gaman verði
fyrir þátttakendur, aðstand-
endur og aðra gesti að dvelja í
Borgarnesi þessa daga. Skuggi
væntir þess að þátttaka verði
góð og verða drög að dagskrá
kynnt fljótlega. Endanleg dag-
skrá ræðst svo af fjölda skrán-
inga en áætlað er að skráningu
ljúki 5. júlí,“ segir í tilkynningu
frá framkvæmdanefnd Íslands-
móts yngri flokka 2016.
-mm
Um nónbil síðastliðinn miðvikudag
var götusóp ekið í gegnum grind-
verk og að húsgafli Vegagerðarinn-
ar við Vesturbraut í Búðardal. Sam-
kvæmt heimildum Skessuhorns má
rekja óhapp þetta til veikinda öku-
manns. Ekki urðu slys á fólki.
mm/ Ljósm. sm.
Óhapp í
Búðardal
Slökkvilið Borgarbyggðar var kall-
að út á föstudaginn vegna elds í
dúnhreinsun við Skúlagötu 7a í
Borgarnesi. Hreinsunin er í skúr
við íbúðarhúsið. Að sögn Jök-
uls Fannars Björnssonar aðstoð-
arslökkviliðsstjóra skiptu miklu
máli hárrétt viðbrögð eiganda
dúnhreinsunarinnar þegar hann
varð eldsins vart. Hann hafi lok-
að gluggum, komið sér út og kall-
að út slökkvilið. Reykkafarar fóru
inn í húsnæðið, komu einhverju
af dúni út og slökktu í glæðun-
um. Slökkvistarfi lauk á skömm-
um tíma og gekk vel, að sögn Jök-
uls Fannars.
bþb
Slökktu eld í dúnhreinsun
Segja má að hestamennska á Snæ-
fellsnesi hafi tekið stórt stökk inn
í framtíðina um síðustu helgi þeg-
ar skrifað var undir kaupsamn-
inga vegna byggingar þriggja
nýrra reiðskemma. Aðdragand-
inn er sá að fyrir nokkrum mán-
uðum tóku þrír aðilar á Snæfells-
nesi sig saman og óskuðu eftir til-
boðum í reiðskemmubyggingar.
Þetta voru fulltrúar Hesteigenda-
félags Stykkishólms, Hestaeig-
endafélagið Hringur í Ólafsvík og
ferðaþjónustubændurnir Agnar og
Jóhanna á Lýsuhóli í Staðarsveit.
Leitað var eftir tilboðum frá fjöl-
mörgum fyrirtækjum og eftir ýtar-
lega skoðun á tilboðum, skoðun-
arferðir og vangaveltur var ákveð-
ið að ganga til samningaviðræðna
við Límtré Vírnet. Í lok sameigin-
legs úrtökumóts vestlensku hesta-
mannafélaganna Skugga í Borg-
arnesi, Faxa í Borgarfirði, Dreyra
á Akranesi, Glaðs í Dalabyggð og
Snæfellings á Snæfellsnesi, sem
haldið var í Borgarnesi vegna
Landsmóts hestamanna á Hól-
um, var gengið til undirritunar
á samningum um byggingarnar.
Húsin sem byggð verða í Ólafsvík
og Stykkishólmi eru nánast sams-
konar reiðhús að stærðinni 18 x
38 metrar. Húsið sem reist verður
á Lýsuhóli verður nokkuð stærra,
eða 20 m x 45 m. Við athöfnina í
Borgarnesi um helgina þökkuðu
kaupendur forsvarsmönnum Lím-
trés Vírnets fyrir frábæra þjónustu
og bentu á að gleðilegt væri að það
væri íslenskt famleiðslufyrirtæki
sem hefði verið með hagstæðustu
tilboðin. „Það er ljóst að bygging
þessara húsa mun styrkja hesta-
mennskuna á Snæfellsnesi veru-
lega og auka lífsgæði þeirra fjöl-
mörgu sem á þessu svæði búa og
hafa hestamennsku sem áhugamál.
Mjög mikið líf hefur verið í hesta-
mennskunni á Vesturlandi þetta
ár og mun það örugglega verða
áfram,“ segir í tilkynningu frá
félögunum.
mm
Samið um byggingu þriggja
reiðskemma á Snæfellsnesi
Frá undirritun samninganna. Frá vinstri Stefán Logi Haraldsson forstjóri Límtrés
Vírnets, Stefán Smári Kristófersson í Ólafsvík, Agnar Gestsson og Jóhanna Ás-
geirsdóttir á Lýsuhóli, Nadine E. Walter Stykkishólmi og Sigurður Guðjónsson frá
Límtré Vírneti.
Í Ráðhúsi Borgar-
byggðar við Borg-
arbraut 14 í Borg-
arnesi er nú til sýn-
is líkan af miðbæ
Borgarness, svæð-
inu í kringum Borg-
arbraut 57 og 59
þar sem bygging
tveggja stórhýsa er
hafin. Á vef sveit-
arfélagsins eru íbú-
ar hvattir til að kíkja
við á opnunartíma
og skoða líkanið,
sem sjá má á með-
fylgjandi mynd.
mm
Líkan af húsum í miðbæ
Borgarness haft til sýnis