Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 11 An ok m ar gm iðl un eh f - A NO K- ST HB -7 ÚTBOÐ Stykkishólmsbær óskar eftir tilboðum verktaka í byggingu bókasafns við grunnskóla bæjarins. Um er að ræða húsnæði fyrir Amtsbókasafn og skólabókasafn við Grunnskólann Stykkishólmi. Viðbyggingin er um 550 m² steinsteypt hús á einni hæð. Útboð verksins nær til allra þátta þ.e. jarðvinnu, uppsteypu og stálsmíði, tæknikerfa, frágangs innan- og utanhúss auk lóðar. Laus búnaður er undanskilin. Byggingunni skal skilað fullbúinni að utan sem innan 10. ágúst 2017. Helstu magntölur jarðvinnu og burðarvirkja: - uppúrtekt: 2.300 m³ - fyllingar: 1.900 m³ - mótafletir: 2.400 m² - steypustyrktarstál: 28 tonn - steinsteypa: 370 m³ - stálvirki: 9.800 kg Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru rafræn og verða send þeim sem þess óska með skeyti á netfangið gardar@arkitektastofan.is. Ósk um gögn skal fylgja nafn bjóðanda og nafn, netfang og símanúmer tengiliðs. Opnunartími tilboða er 5. júlí 2016 kl. 13:00 á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 3 í Stykkishólmi, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÍBÚAFUNDUR VEGNA UNGLINGALANDSMÓTS UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi verslunarmannahelgina 28.-31. júlí. Búast má við mörg þúsund manns á mótið. Það mun hafa bæði mikil og jákvæð áhrif á daglegt líf bæjarbúa. Í tengslum við mótið halda skipuleggjendur fund með íbúum Borgarbyggðar þar sem þeir verða upplýstir um áhrifin á meðan móti stendur. Allir eru hvattir til að mæta! Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti við Borgarbraut 56 fimmtudaginn 23. júní klukkan 20:00 Jakob Kristinsson prófessor og Sig- urður Sigurðsson dýralæknir segja í nýrri skýrslu, sem þeir unnu að beiðni atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins, að endurtekin veik- indi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormeng- unar fá álverinu á Grundartanga. Að minnsta kosti helmingur hrossanna á Kúludalsá hafa veikst og megi rekja það til efnaskiptaröskunar sem kallar equine metabolic syndrome (EMS). „Engar rannsóknir hafa farið fram á tíðni þeirrar efnaskiptaröskunar í ís- lenskum hrossum. Veikindi af henn- ar völdum virðast fátíð í erlendum hrossastofnum,“ segja skýrsluhöf- undar. Þá segja þeir einnig að eftir að hafa fylgst með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins telja þeir nánast útilokað að rekja megi veik- indi þeirra til offóðrunar eða rangrar meðferðar, en það eru taldir helstu áhættuþættir EMS. „Þegar tek- ið er mið af styrk flúoríðs í beinum hrossa, sem felld hafa verið, er eng- inn vafi á að flúormengun á bæn- um er umtalsverð. Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæð- um þar sem ekki gætir flúormengun- ar af völdum eldvirkni eða iðjuvera. Að öllu samanlögðu telja skýrsluhöf- undar líklegt að veikindi hrossanna á Kúludalsá megi rekja til flúormeng- unar. Þessar ályktanir eru dregnar af niðurstöðum erlendra rannsókna og þeim rannsóknum skýrsluhöfunda, sem lauk fyrir 1. maí 2016.“ Telja að ekki verða lengra komist með rannsóknir Í lokaorðum sínum segja þeir Jakob og Sigurður ljóst að ekki verði lengra komist með rannsóknum á hrossun- um á Kúludalsá eingöngu. „Ef kom- ast á nær hinu rétta er nauðsynlegt að gerð verði rannsókn á afdrifum flúoríðs í íslenskum hrossum. Ef til vill yrði þá síðar hægt að gera vand- aða rannsókn á langtímaáhrifum flú- oríðs í hrossum. Slíkar rannsóknir eru ekki á færi skýrsluhöfunda. Þar þarf að koma til aðstaða, mannafli og sérfræðingar á ýmsum sviðum dýra- lækninga og eiturefnafræði.“ Matvælastofnun á annarri skoðun Í kjölfar útgáfu skýrslunnar sendi Matvælastofnun frá sér tilkynningu þar sem stofnunin andmælir niður- stöðum skýrsluhöfunda um að veik- indin megi rekja til flúormengun- ar. Stofnunin telur helstu orsakir EMS vera offóðrun og takmörkuð hreyfing og sé sjúkdómurinn nokk- uð algengur í hrossum sem hafa litlu hlutverki að gegna. Matvælastofn- un bendir á að sú efnaskiptaröskun sem um ræðir í hrossunum á Kúlu- dalsá sé í raun varanlegt ástand og læknist ekki við breytingar á fóðrun og meiri hreyfingu. „Matvælastofn- un berast reglulega ábendingar um vandamál af þessum toga og þeirra verður vart við reglubundið eftir- lit með hrossahjörðum og í slátur- húsum. Út frá þeim óformlegu upp- lýsingum sem liggja fyrir um út- breiðslu sjúkdómsins er ekkert sem bendir til annars en að hann komi fyrir í öllum landshlutum og eng- in vísbending er um að hann sé al- gengari í Hvalfirði en annars stað- ar,“ segir í yfirlýsingu Matvælastofn- unar. Þá segir einnig: „Hafa ber í huga að efnaskiptaröskun sú sem hér um ræðir er í raun varanlegt ástand og læknast því ekki við breyt- ingar á fóðrun þó þannig sé hægt að halda sjúkdómseinkennum niðri að einhverju leyti. Mikil hætta er á að aðgangur að auðleystum sykrum svo sem í grasi eða heyi kalli einkenn- in fram á ný þrátt fyrir að tekist hafi að grenna hrossið og hreyfing hafi verið aukin. Þetta skýrir misvísandi ályktanir MAST og skýrsluhöfunda. Árið 2011 leiddi skoðun Mast sann- anlega í ljós að flest hrossanna voru of feit, en skýrsluhöfundar mátu sömu hross ekki mjög feit árið 2013. Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfund- ar gera.“ Matvælastofnun andmæl- ir því þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök EMS/IR í hrossunum á Kúludalsá megi líklega rekja til flú- ormengunar. Skýrsla Sigurðar og Jakobs stendur Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi á Kúludalsá fagnar útkomu skýrslu þeirra Jakobs og Sigurðar. Jafn- framt harmar hún ómálefnaleg viðbrögð starfsmanna Matvæla- stofnunar við niðurstöðum henn- ar. „Fyrst afstaða Matvælastofn- unar er þessi, að hrekja án nokk- urra rannsókna niðurstöðu þeirra Jakobs og Sigurðar, þá get ég ekki Telja að veikindi í hrossum á Kúludalsá megi rekja til flúormengunar annað en skorað á Matvælastofnun að láta fara fram rannsóknir þann- ig að stofnunin geti hrakið niður- stöðu skýrslunnar með málefnaleg- um hætti. Þangað til Matvælastofn- un lætur vinna slíkar rannsóknir þá stendur að sjálfsögðu niðurstaða Jakobs og Sigurðar,“ segir Ragn- heiður í samtali við Skessuhorn. Jafnframt hefur Ragnheiður ósk- að eftir viðbrögðum sveitarstjórn- ar Hvalfjarðarsveitar við þeim upp- lýsingum sem komið hafa fram. Fer hún fram á að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að þegar verði hafinn und- irbúningur að hlutlausri umhverf- isvöktun vegna Grundartanga- svæðisins. Þá vill hún að sveitar- stjórn beiti sér fyrir að gerð verði viðamikil rannsókn á áhrifum flú- ors á íslenskt búfé líkt og Sigurð- ur og Jakob leggja til í áfangaskýrsl- unni. Óskar hún eftir því að sveitar- stjórn svari erindi sínu fyrir næstu mánaðamót. mm Hross í haga á Kúludalsá. Ljósm. mm. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.