Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 201612 Þjóðskrá Íslands tilkynnir fasteigna- eigendum í júní ár hvert um nýtt fasteignamat. Nýtt mat tekur gildi 31. desember 2016 og gildir fyrir árið 2017. Fasteignamatið er notað sem grunnur við álagningu sveitar- félaga á fasteignagjöldum, en þau leggja eins og kunnugt er mismun- andi háa álagningarprósentu ofan á þann grunn. Heildarfasteigna- mat á landinu hækkar nú um 7,8% að jafnaði og hækkar mat tæplega 95% eigna í landinu en rúm 5% eigna lækka í mati. Á Vesturlandi hækkar fasteignamat um 6,9% að meðaltali en misjafnlega mikið eft- ir sveitarfélögum. Þannig hækkar það mest í Dalabyggð um 9,3% og í Stykkishólmi um 9,1%. Á Akranesi er hækkunin 6,6%, í Borgarbyggð 5,3%, í Skorradalshreppi 5,8%, í Grundarfirði 5,1%, í Helgafellssveit 2,4%, í Snæfellsbæ 3,1% og í Eyja- og Miklaholtshreppi hækkar það minnst, eða um 2,2%. Á höfuðborgarsvæðinu hækk- ar fasteignamat um 8,8%, á Suður- nesjum 6,8%, á Vestfjörðum 6,9%, á Norðurlandi eystra 5,7%, á Aust- urlandi um 5,6%, Suðurlandi um 4,8% en á Norðurlandi vestra hækk- ar það einungis um 0,2% að meðal- tali. Fasteignamat utan höfuðborg- arsvæðisins hækkar mest á Vopna- firði um 12,1%, í Vesturbyggð um 12% en lækkar hins vegar mest í Akrahreppi í Skagafirði um 4,8% og á Blönduósi um 3,6%. Fasteignaeigendur geta nálg- ast matið á skra.is með því að slá inn götuheiti eða haft samband við Þjóðskrá Íslands og óskað eftir því að fá tilkynningaseðilinn sendan með bréfpósti. mm Fasteignamat á Vesturlandi hækkar mest í Dalabyggð Vilhjálmur Egilsson rektor útskrif- aði við hátíðlega athöfn rúmlega 120 nemendur úr öllum deildum Há- skólans á Bifröst síðastliðinn laugar- dag. Í ávarpi sínu til útskriftarnem- enda vék Vilhjálmur að því að skiln- ingur á lífinu og umhverfinu, að- lögunarhæfni, samvinnugeta, kjark- ur til að taka ákvarðanir og ábyrgð væru aðalsmerki Bifrestinga. Þann- ig hefðu þeir byggt upp með sér hið innra hugrekki sem þurfi til að glíma við hvert það viðfangsefni sem á vegi þeirrra verður. „Háskólinn á Bifröst er skóli með sál. Okkur; nemendum og starfsfólki, er ekki sama um okk- ur sjálf, fjölskyldur okkar, vini okk- ar og samfélagið. Þess vegna tölum við um ábyrgð sem gildi okkar. Við erum óhrædd við að taka ábyrgð og hræðumst ekki brekkurnar í lífinu. Við vöxum af því að leysa vandasöm viðfangsefni. Ég óska ykkur gæfu og gengis í lífi og starfi. Framtíðin er ykkar. Og hún er björt,“ sagði Vil- hjálmur í lok ræðu sinnar til útskrift- arnema. Sérstök afmælisnefnd skipuð Í ræðu rektors kom fram að ýmislegt hefur gengið háskólanum í hag upp á síðkastið. Til að mynda er fjár- hagsleg staða skólans betri en hún hefur verið undanfarin ár og gæði skólans voru staðfest af Gæðaráði ís- lenskra háskóla fyrr á árinu. Þá voru nemendur skólans heldur fleiri þetta skólaár en árið áður og ekki þarf nemendum að fjölga mikið til að markmiði um fjölda nemenda verði náð. Þá kom rektor einnig að því í ræðu sinni að skólinn yrði hundrað ára stofnun árið 2018 og hefur þeg- ar verið skipuð sérstök afmælisnefnd undir forystu Leifs Runólfssonar, formanns stjórnar skólans, sem mun undirbúa viðeigandi viðburði á af- mælisárinu. Verðlaun og útskriftarræður Útskriftarverðlaun hlutu Ósk- ar Jensson á viðskiptasviði, Guð- munda Katrín Karlsdóttir á lög- fræðisviði og Ingvar Leví Gunn- arsson á félagsvísindasviði. Í meist- aranámi hlutu útskriftarverð- laun Sigríður Ólöf Kristjánsdótt- ir á viðskiptasviði, Böðvar Sigur- björnsson á lögfræðisviði og Hug- rún Ósk Guðjónsdóttir á félagsvís- indasviði. Að auki fengu eftirfarandi þrír nemendur felld niður skóla- gjöld á haustönn í tilefni af fram- úrskarandi námsárangri: Svanberg Halldórsson á viðskiptasviði, Hall- grímur Tómasson á lögfræðisviði og Ásta Sóllilja Karlsdóttir á félags- vísindasviði. Berglind Sunna Braga- dóttir var með hæstu meðaleinkunn í háskólagátt og fær hún skólagjöld fyrstu annar í grunnnámi við Há- skólann á Bifröst felld niður. Nemendur sem héldu útskriftar- ræðu voru Óskar Jensson fyrir hönd viðskiptasviðs, Kristjana Kjartans- dóttir fyrir hönd lögfræðisviðs, Gauti Skúlason fyrir hönd félags- vísindasviðs, Hjörtur Ingi Hjart- arson fyrir hönd meistaranema og Stefán Freyr Benonýsson fyrir hönd háskólagáttar. Í ávörpum fulltrúa allra útskrift- arhópa kom fram mikil ánægja með að hafa valið Háskólann á Bifröst og þakklæti bæði í garð starfsmanna og samnemenda. Þá væri Háskól- inn á Bifröst í alla staði góður skóli til að öðlast framúrskarandi mennt- un sem skilaði nemendum vel und- irbúnum út í atvinnulífið. Karlakór- inn Söngbræður sá um söngatriði við útskriftina við undirleik Norð- dælingsins Heimis Klemenzssonar. mm/mó/ Ljósm. Háskólinn á Bifröst Fjölmennur hópur brautskráðist frá Háskólanum á Bifröst Samkvæmt hagtölum sem Matvæla- stofnun hefur tekið saman fyrir árið 2015 fjölgar svínum og nautgripum í landinu frá fyrra ári. Svínum fjölgaði úr 2.995 í 3.518 og heildarfjöldi naut- gripa fór úr 74.444 í 78.776. Hins vegar fækkaði sauðfé miðað við haust- skýrslur bænda 2015, voru 487.001 árið 2014 en fækkaði í 472.461, eða um 14.540. Bústofn er gagnagrunnur Matvæla- stofnunar sem inniheldur upplýsingar um fjölda búfjár og forða sem bygg- ist á skráningu búfjáreiganda. Mat- vælastofnun vinnur að því að gera skráningu alls búfjár skilvirkari m.a. með því að bera saman upplýsingar úr haustskýrslum í Bústofni og hjarð- bókum sem eru hluti af skýrsluhalds- gagnagrunnum búgreina. Ákveðin óvissa er sögð fylgja skráningu á lif- andi hrossum. Nú verður á ábyrgð umráðamanns hrossa að skila inn skýrsluhaldsupplýsingum frá og með haustinu 2016. Í því felst að skrá af- drif hrossa, fyljun og folaldaskrán- ingu þeirra hrossa sem umráðamaður hefur umsjón með. Jafnframt verð- ur gert auðveldara að skila inn haust- skýrslu til Matvælastofnunar í gegn- um heimarétt WorldFengs, sem er á ábyrgð umráðamanns. Nánari upp- lýsingar veitir búnaðarmálaskrifstofa Matvælastofnunnar. mm Sauðfé fækkaði en svínum og nautgripum fjölgaði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.