Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 29 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Leifsbúð óskar eftir starfsmanni í sumarstarf Starfið felur í sér þjónustu og afgreiðslu, létta matreiðslu og almenn þrif. Áhugasamir geta sent okkur póst á he1008@hotmail.com eða hringt í 823-0100. Endilega látið ferilskrá fylgja. Starfsmaður óskast Íslenska gámafélagið óskar eftir starfsmanni á gámastöðina á Akranesi. Starfið felst í að aðstoða viðskiptavini, móttöku og flok- kun. Hafið samband við Ólaf Inga verkstjóra, s. 840-5709, oliingi@igf. is eða Einar, s. 840-5780, einarp@ igf.is. Óska eftir herbergi/stúdíóíbúð til leigu Óska eftir herbergi eða lítilli íbúð í Borgarnesi til að vera í yfir næstu önn í skóla, frá miðjum ágúst fram í miðjan desember. Endilega hafið samband í síma 857-5946. Óska eftir íbúð til leigu í Borgar- nesi Vantar íbúð í langtímaleigu, þarf að hafa 3 svefnherbergi. Örugg- um greiðslum heitið og góðri umgengni.Sími :780-7989 Guðný Gísladóttir. 2ja-3ja herb. íbúð óskast í Bor- garnesi Við erum þrjú að leita að 2ja-3ja herb. íbúð fyrir næsta skólaár í Borgarnesi. Við erum par, vinkona okkar og hundurinn hennar. Við erum sallaróleg og göngum vel um. Endilega sendu póst á nem. sth5@lbhi.is ef þú hefur eitthvað handa okkur eða hefur áhuga á að vita meira. Lítil íbúð óskast Óska eftir íbúð fyrir einstakling í Borgarnesi strax, skilvísum greiðs- lum og góðri umgengni heitið. S:699-7569 Ella eða Unnur S:864- 2194. Kaffihús á Akranesi til sölu – tækifæri í ferðaþjónustu Rekstur kaffihússins Skökkin café á besta stað við Akratorg er til sölu. Um er að ræða sjarmerandi kaffi- hús í góðu leiguhúsnæði. Vaxandi ferðamannastraumur og mikill annatími framundan. skagaferdir@ gmail.com Sumarbeit Getum tekið hross í sumarbeit í Borgarfirði. Upplýsingar í síma eða tölvupósti. Sigurbjörn 699-7566 og Ella 699-7569. Borgarbyggð - miðvikudagur 15. júní Lúpínuátak á Búðarkletti. Hollvina- samtök Borgarness og Borgarbyggð ráðast á lúpínuna á Búðarkletti fyrir ofan Landnámssetur milli kl. 15 og 19. Talið er að bestur árangur náist með því að handreita lúpínuna og því eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta (gjarnan með vettlinga) og taka þátt í að hreinsa holtið. Þetta er liður í sameiginlegu umhverfisátaki Hollvinasamtakanna og Borgarbyggðar með það að mark- miði að endurheimta gróður og fegra umhverfið. Boðið verður upp á hressingu um kl. 17. Saman getum við meira – hlökkum til að sjá sem flesta! Hollvinasamtök Borgarness og Borgarbyggð. Reykhólahreppur - fimmtudagur 16. júní Stubbkviss verður á Báta- og hlunnin- dasýningunni á Reykhólum. Þetta er tómstundaslútt fyrir alla aldurshópa eftir frábæran vetur og hefst kl. 19. Kvissið verður með sjónvarps- og kvikmyndaþema og verður þar farið um víðan völl. Borgarbyggð - fimmtudagur 16. júní UniJon - Tónleikar í Pakkhúsinu Englendingavík Borgarnesi kl. 20. Söngvaskáldin Úní og Jón Tryggvi eru músíkalskt par búsett á Stokkseyri. Saman kalla þau sig UniJon. UniJon munu leika sína eigin tónlist í bland við gömul íslensk dægurlög. Það má búast við rómantískri sumarstemningu í Englendingavíkinni. Reykholt - föstudagur 17. júní Helgihald í Reykholtskirkju á þjóðhátíð kl. 11. Akranes - föstudagur 17. júní Í tilefni af þjóðhátíðardeginum ætlum við fjölskyldan í Travel Tunes Iceland að flytja þjóðlagadagskrána okkar með kynningum á íslensku enda tilvalið að hlusta á fallega, rammíslenska tónlist á 17. júní. Tónleikarnir verða á efri hæð Stúkuhússins á Byggðasafninu í Görðum Akranesi og tekur dagskráin um 45 mínútur. Þar sem fjöldi sæta er takmarkaður verða tvennir tónleikar, kl. 20 og svo aftur kl. 21.30. Hægt er að panta miða hjá traveltunesice- land@gmail.com eða í síma 841-7688. Miðaverð er 1500 krónur. Hlökkum til að sjá ykkur, Valgerður, Þórður og Sylvía. Snæfellsbær - laugardagur 18. júní Sumarsólstöðuganga á Snæfellsjökul kl. 19. Brottför er frá Samkomuhúsinu á Arnarstapa. Upplýsingar og bókanir í síma 695-9995 eða www.gowest.is. Verð 15.000 kr. Snæfellsbær - sunnudagur 19. júní Á vegum Þjóðgarðsins er boðið upp á ýmsa viðburði. Má þar nefna gön- gur og náttúruskoðunarferðir undir leiðsögn landvarða og sérfróðra manna. Göngurnar eru gestum að kostnaðarlausu. Dagur hinna villtu blóma er blómaskoðunarferð í plön- tufriðlandinu Búðahrauni. Brottför er kl. 14 frá Búðakirkju. Akranes - mánudagur 20. júní Gönguferð um Slögu með Jóni Guðmundssyni, kl. 20 - 22. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðin- gur gengur með okkur um Slögu og fjallar um trjárækt og útivist á svæðinu. Hvaða plöntum má bæta inní skógræktarsvæðin? Berjarunna, ávaxtatré og fleiri tegundir auk þeirra sem þar eru núna? Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Markaðstorg Vesturlands ÝMISLEGT ATVINNA Í BOÐI LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU 3. júní. Stúlka. Þyngd 4.010 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Ása Katrín Bjarnadóttir og Haukur Óli Ottesen, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 6. júní. Stúlka. Þyngd 3.750 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Kristín Anný Walsh og Guðjón Þór Ólafsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. Framlagning kjörskrár Kjörskrá Hvalfjarðarsveitar vegna kosningar forseta Íslands, er fram á að fara þann 25. júní 2016, mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, á almennum skrifstofutíma frá og með 15. júní 2016 til kjördags. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. þann 4. júní 2016. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Hvalfjarðarsveit 8. júní 2016 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri. SK ES SU H O R N 2 01 6 Endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar Kynning á verkefnislýsingu Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur hafið vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Tekin hefur verið saman og samþykkt lýsing skipulagsverkefnisins þar sem því er lýst hvernig staðið verður að endurskoðun aðalskipulagsins og um hvað hún snýst. Hlutverk verkefnislýsingarinnar er að veita íbúum Grundarfjarðarbæjar og öðrum hagsmunaaðilum upplýsingar um verkefnið framundan og gefa þeim tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um nálgun við skipulagsgerðina, viðfangsefni hennar og helstu forsendur. Í lýsingunni kemur einnig fram hvar og hvernig tækifæri gefast til að hafa áhrif og taka þátt í skipulagsgerðinni. Verkefnislýsingin er nú til kynningar, m.a. á skipulagsvef bæjarins, www.skipulag.grundarfjordur.is í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Útprentað eintak liggur jafnframt frammi á bæjarskrifstofunni Borgarbraut 16. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér verkefnislýsinguna og koma á framfæri ábendingum í síðasta lagi miðvikudaginn 13. júlí 2016. Þær má senda á netfangið bjorg@alta.is eða í pósti á Grundarfjarðarbær-aðalskipulag, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar SK ES SU H O R N 2 01 5 SK ES SU H O R N 2 01 6 Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Leikskólinn Teigasel Leikskólakennari. Leikskólinn Garðasel Leiðbeinandi. Brekkubæjarskóli Deildarstjóri skóladagvistar. Nánari upplýsingar um ofangreind störf og önnur laus störf er að finna á www.akranes.is Laus störf hjá Akraneskaupstað Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is 10. júní. Stúlka. Þyngd 3.160 gr. Lengd 47 sm. Foreldrar: Lára Björk Elíasdóttir og Bjartmar Már Björnsson, Kópavogi. Ljósmóðir: Soffía Þórðardóttir (langamma barnsins). 11. júní. Drengur. Þyngd 4.035 gr. Lengd 55 sm. Foreldrar: Olga Rún Kristjánsdóttir og Jens Gísli Heiðarsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 12. júní. Stúlka. Þyngd 4.005 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Selma Birna Úlfarsdóttir og Halldór Emil Sigtryggsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.