Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Side 21

Skessuhorn - 15.06.2016, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 21 kulda á nóttunni og hitinn að drepa mann á daginn í sama hlaupinu. Veðrið er ófyrirsjáanlegt.“ Maraþonið bara verkefni Þrátt fyrir að ofurhlaupin séu í miklu uppáhaldi þá hleypur Gunn- laugur enn maraþon af og til. „Ég hljóp maraþon í fyrra og ber alltaf virðingu fyrir maraþoninu. En það er miklu frekar bara verkefni. Í þrjú ár í röð hljóp ég sem æfingu eitt maraþon fyrir Reykjavíkurmara- þonið. Þá tók ég tvö maraþon. Ég byrjaði hálf fjögur á nóttunni, tók hringinn og kom svo í mark þeg- ar hinir voru að byrja og hélt síðan áfram,“ segir hann brosandi. Hann segir þetta snúast um að finna sér áskoranir og að þetta hafi verið ein þeirra. „Þarna var bara ein áskorun að taka 80 km hlaup í staðinn fyr- ir eitt maraþon.“ Hann segir sum löngu hlaupanna auðvitað vera hunderfið, þá sérstaklega þar sem eru miklar hækkanir og lækkanir í landslaginu. „Niðurhlaupin eru erfiðust, þau steikja alveg á manni lappirnar. Hins vegar hefur maður lært svo margt til að búa sig und- ir þetta og fyrirbyggja erfiðleika. Til dæmis lærði ég það að hlaupa í stærri skóm en ég hafði gert áður, þá hætti maður að missa flestar neglurnar í hverju hlaupi.“ Hann segir einnig mikilvægt að hafa góða dempun í skónum til að minnka áhættuna á meiðslum, setja vaselín fyrir ofan augun svo svitinn renni ekki í þau og koma í veg fyrir skafs- ár innan á lærunum. Fór rólega af stað -En hvernig nær maður að forðast meiðsli þegar maður hleypur svona mikið? „Fólk er missterkt. Ég held að það sé tvennt í þessu sem skipti mig mestu máli og annað þeirra er slembilukka. Ég fór rólega af stað, var að hlaupa tíu kílómetra í fjögur ár og fór ekkert lengra en það. Svo hljóp ég hálfmaraþonið í einhvern tíma og svo maraþon. Líkaminn þarf að venjast þessu álagi. Fólk hef- ur skaðað sig varanlega í maraþon- hlaupi er það hleypur maraþon illa undirbúið. Ég fór hægt og vandi lík- amann við. Margir fara alltof hratt í þetta,“ segir hann. „En það var slembilukka að ég fór flatt í þetta. Ég hafði aldrei heyrt um ofurhlaup þegar ég hljóp 10 kílómetrana,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að hitt sem skipti máli sé matarræð- ið. „Ég tók til í mataræðinu 1995. Þá henti ég út öllu drasli og byggði matinn upp á kjöti, fiski, grænmeti og ávöxtum. Kökum, kexi, brauð- meti og öðru ruslfæði henti ég út. Ég er vandlátur á brauð til dæmis og henti einnig út öllu næringars- nauðu fyllifóðri. Ég líki þessu við að það þýðir ekki að hálffylla bens- íntankinn með vatni þó að bensínið sé dýrt. Held að þetta sé partur af því að ég hef ótrúlega lítið átt við meiðsli að stríða. Ég stend í þeirri trú að það hafi skipt máli að taka til í mataræðinu á meðan álagið var sem mest. Hljóp til dæmis í þrjú ár samfleytt vel yfir 5000 kílómetra á ári, það gera um 15 km að jafnaði á dag. Ég var að hlaupa alveg upp í sólarhringshlaup og tveggja sólar- hringahlaup en aldrei hef ég lent í vandræðum út af meiðslum.“ Einn um að klára ofurhlaupin fjögur Gunnlaugur setti á sínum tíma Norðurlandamet í sólarhrings hlaupi á bretti en segir það met hafa verið slegið. Hann á þó eitt „heimsmet“ sem líklega stend- ur enn. Hann er sá eini sem hef- ur klárað hin fjögur klassísku ofur- hlaup, hlaup sem hafa sérstöðu yfir önnur hlaup í heiminum og hef- ur hvert þessara hlaupa sína sögu. Eitt þeirra kallast Western States og er 100 mílna hlaup í fjalllendi Kaliforníu. „Þetta er frægasta 100 mílna hlaup í heimi, var upphaflega hestaþolreið í Nevada. 1975 veikt- ist hesturinn hjá einum þátttakanda og hann hljóp þá sjálfur og kom í mark innan sólarhrings. Þarna byggðist upp ný íþróttagrein,“ seg- ir Gunnlaugur. Annað heitir Spar- tathlon og er erfiðasta ofurhlaup heims vegna tímamarkanna sem á því eru. „Það þarf að ná að hlaupa það á 36 tímum. Ég fór tvisvar í það. Árið 2007 þurfti ég að hætta vegna hita en hann var þá vel yfir 30°C. Árið á eftir var ég betur und- irbúinn, þá æfði ég meðal annars í sauna og hljóp alklæddur á hlaupa- bretti.“ Þriðja hlaupið er London Brighton hlaupið, sem er 90 kíló- metra langt og er elsta ofurhlaup í heimi. Fjórða klassíska ofurhlaupið kallast Comrades og er hlaupin 87 km löng vegalengd í Suður - Afr- íku. Það hlaup var fundið upp sem minnisvarði um suður - afríska her- menn sem fórust í fyrri heimstyrj- öldinni. „Félagar þeirra úr hern- um vildu setja upp minnisvarða um þá sem dóu í stríðinu, eitthvað sem endurspeglaði nógu vel þær raun- ir sem hermennirnir höfðu gengið í gegnum. Landið sem hlaupið er í heitir 1000 hæða landið og þótti þetta svo geggjuð hugmynd og fjar- stæðukennd að ekki fékkst leyfi fyr- ir hlaupinu fyrr en þremur árum eftir að sótt var um það.“ Hlaupið er fjölmennasta ofurhlaup heimsins og lagði Gunnlaugur af stað með 20 þúsund hlaupurum árið 2009. „Vanalega eru þetta frá 50 og upp í 300 manns sem eru að hlaupa. Fyrstu 25 kílómetrana var þetta eins og að vera í troðningi á leið út af fótboltavelli. Þetta þykir í Suður -Afríku mannraun mannraunanna, það er manndómsvígsla að hlaupa þetta hlaup. Þannig hefur það unn- ið sér þennan gríðarlega sess sem fjölmennasta hlaupið.“ Gunnlaug- ur er fyrsti maður í heiminum sem hleypur öll þessi fjögur hlaup. Það gerði hann á árunum 2005 til 2010. „Það er ekki af því að ég er svo góður hlaupari heldur frekar vegna þess að Evrópubúar fara ekki mik- ið til Bandaríkjanna að hlaupa og öfugt. En við erum einhvern veg- inn hérna mitt á milli.“ Gunnlaug- ur er alltaf með myndavélina með í för á hlaupum, til að skrásetja leið- ina. Hann hefur dregið úr hlaupun- um á undanförnum árum og hefur því ekki hlaupið ofurhlaup nýlega. „Auðvitað reynir maður að halda skrokknum við, en það er margt annað hægt að gera til þess. Þetta má ekki verða einhver kvöð. Hjá mér hefur þetta snúist um að takast á við áskoranir og vinna sig í gegn- um þær,“ segir Gunnlaugur Júlíus- son sveitarstjóri Borgarbyggðar að endingu. grþ Blaðamaður Skessuhorns leit við í veiðihúsinu við Helgavatn í Þver- árhlíð og settist niður með þeim Magnúsi Skúlasyni, formanni veiði- félagsins, og Ingólfi Ásgeirssyni ein- um af forsvarsmönnum Stara, félags- ins sem er leigutaki Þverár og Kjar- arár. Nóg var um að vera í húsinu þar sem síðustu hamarshöggin voru slegin í stækkun á húsinu fyrir síð- ustu helgi. Veiðimenn voru væntan- legir, en fyrstu flugunum var dýft í vatn á sunnudagsmorguninn. Reyk- skynjarar píptu en þó ekki vegna elds, það var verið að skoða hvort þeir væru ekki örugglega allir í lagi því ekki er hægt að klikka á svoleið- is öryggisatriðum þegar fyrstu gest- ir eru væntanlegir í hús. Allt var að smella saman, fyrri hluti stækkunar á húsinu að ljúka og sveitungar vænt- anlegir í hús til að fagna því síðar sama dag. Stefnir í gott veiðisumar Þeir Magnús og Ingólfur voru mjög bjartsýnir á sumarið í Þverá, enda ekki annað hægt þegar horft er til opnunar í þeim ám sem þegar höfðu verið opnaðar. „Þetta stefnir í bestu opnun svo langt sem menn muna. Ef vel gengur í öðrum ám er það venjulega svoleiðis í þeim öllum, þetta fylgist oftast að,“ segir Ingólf- ur. „Einnig er Þverá svo vel gerð af náttúrunnar hendi að þar er fullkom- ið vistkerfi fyrir laxinn, stórir steinar og engar fyrirstöður eins og fossar og slíkt, aðstæður gerast ekki betri,“ segir Magnús. „Þverá er frá náttúr- unnar hendi með burði til að ala af sér meiri lax en flestar, ef ekki allar ár landsins,“ bætir Ingólfur við. Þeir benda líka á að miða við tölur síðasta árs megi búast við mikilli veiði í ár. Í skýrslu sem unnin var af Sigurði Má Einarssyni og Ástu Kristínu Guð- mundsdóttir um veiði í Þverá síðast- liðið sumar segir að búast megi við stórum göngum og veiði tveggja ára laxa úr sjó þetta sumar. Þriðja kynslóðin í sömu fjölskyldu sem kemur árlega Þessi bjartsýni hljómar eflaust spennandi í eyrum margra en að sögn Magnúsar er ekki hlaupið að því að kaupa veiðileyfi í ánni. „Við erum með okkar tryggu viðskipta- vini sem eiga alltaf sína daga í ánni. Við seljum ekki daga undan þessum viðskipavinum nema ef þeir hafa lát- ið vita að þeir komi ekki. Þetta er því langoftast sama fólki sem kemur ár- lega, mest á vegum fyrirtækja og svo útlendingar. Flestir hafa verið tryggir viðskipavinir til fjölda ára og jafnvel áratuga. Hingað kemur t.d. spænsk fjölskyldu á hverju ári og er þetta þriðja kynslóðin í þeirri fjölskyldu sem er að koma,“ segir Magnús. Tímabært að stækka húsið Nú hefur stofan í veiðihúsinu við Helgavatn verið stækkuð og að- staða í henni bætt. Í haust, þeg- ar veiðitímabilinu er lokið, verð- ur strax hafist handa við að byggja nýja svefnálmu sem stefnt er á að verði tilbúin þegar veiði hefst næsta sumar, sumarið 2017. Þá verður herbergjum fjölgað úr átta í fjórtán. Sjö af þeim átta herbergj- um sem fyrir eru verður breytt úr tveggja manna í eins manns her- bergi og áttunda herbergið verð- ur stækkað og áfram haft tveggja manna. „Þau herbergi sem bætast við verða öll 20 fermetrar að stærð, sem er mjög fín stærð fyrir tveggja manna herbergi,“ segir Magnús og bætir því við að það hafi ver- ið löngu orðið tímabært að ráðast í þessar framkvæmdir. „Við erum að fá gesti sem eru vanir að gista á fjögurra til fimm stjörnu hótelum. Það er fólk sem vill hafa smá lúxus og gera vel við sig. En eins og ég segi þá eru þetta tryggir viðskipta- vinir okkar svo við viljum geta boðið þeim upp á fyrsta flokks að- stöðu. Stór hluti þeirra sem koma eru hér til að njóta kyrrðarinnar og náttúrunnar. Það eru ekki nema sjö stangir í ánni hverju sinni en hóp- arnir sem koma eru mun stærri en það, svo það eru ekki allir að veiða í einu og þá er fólk hér í húsinu.“ Landsliðskokkurinn Þráinn Vig- fússon sér til þess að gestum veiði- hússins vanhagi ekki um neitt á meðan á dvöl stendur. „Þráinn sér um rekstur veiðihúsanna og býð- ur upp á háklassa fæði fyrir gesti á morgnana, í hádeginu, í kaffi- tímanum og á kvöldin, en þá eru þriggja til fjögurra rétta kvöldverð- ur,“ segir Magnús en veiðihúsin við ána eru tvö annað er upp í Víg- hól og hýsir þá sem veiða í Kjarará. „Hér er íslenskur matur í öndvegi og ég legg áherslu á horfa til nátt- úrunnar og umhverfisins hér þeg- ar ég vel hráefni á diskanna,“ seg- ir Þráinn. Því má við þetta bæta að von að- standa félagsins um góða byrjun í laxveiðinni í Þverá rættist. Strax á sunnudagsmorguninn voru 27 lax- ar komnir á land og þar með ein líflegasta byrjun í ánni frá upphafi. arg Veiðihúsið við Þverá stækkað og lagfært Magnús Skúlason formaður veiðifélags Þverár er bóndi í Norðtungu. Þráinn Freyr Vigfússon, rekstraraðili veiðihúsanna við Þverá og þjálfari kokka- landsliðsins, sér til þess að veiðigestir fái háklassa mat í öll mál. Með honum á myndinni er Karl Óskar Smárason. Ljósm. Þráinn Freyr Vigfússon. Allt tilbúið fyrir opnun á veiðihúsinu fyrir Þverá. Ljósm. Tarquin Millington Drake. Gunnlaugur eftir að hafa unnið 48 klukkustunda hlaup í Danmörku 2009.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.