Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 24. tbl. 19. árg. 15. júní 2016 - kr. 750 í lausasölu Gjaldeyrir.is er tímasparnaður fyrir alla Viðskiptavinir allra banka geta gripið með sér ferðagjaldeyrinn á Keflavíkurflugvelli Fæst án lyfseðils LYFIS Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Frá og með 17. júní mun Verslunin Bjarg flytja tímabundið í annað húsnæði, Kalmansvelli 1 (áður verslunin Nettó) vegna miklla endur- bóta og viðgerða á húsnæði verslunar- innar að Stillholti 14. 15% afsláttur af öllum vörum 16 júní. ATH! LOKAÐ VERÐUR LAUGARDAGINN 18/6 og MÁNUDAGINN 20/6. Systurnar Gyða og Sigrún Rós Helgadætur gerðu það gott um helgina á úrtökumóti vestlensku hestamannafélaganna fyrir Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hólum um mánaðamótin. Á úrtökumótinu gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu í sínum flokkum; unglinga- og ungmennaflokki. Gyða keppti á Freyði frá Mið-Fossum en Sigrún Rós á Höllu frá Kverná. Þá gerðu fleiri stúlkur það gott. Nefna má að tíu efstu í barnaflokki voru allt stúlkur. Á meðfylgjandi mynd er Sigrún Rós að sýna Höllu frá Kverná. Um úrslit úrtökumótsins má lesa á bls. 22. Ljósm. iss. Ofurhlaupari henti út ruslfæðinu „Ég tók til í mataræð- inu árið 1995. Þá henti ég út öllu drasli og byggði matinn upp á kjöti, fiski, grænmeti og ávöxtum. Kökum, kexi, brauð- meti og öðru ruslfæði henti ég út. Ég er vandlátur á brauð til dæmis og henti einnig út öllu næringars- nauðu fyllifóðri. Ég líki þessu við að það þýðir ekki að hálffylla bensín- tankinn með vatni þó að bensínið sé dýrt.“ Þetta segir ofurhlaupar- inn Gunnlaugur A Júlíusson, sveit- arstjóri í Borgarbyggð, sem þakk- ar m.a. réttu mataræði góðum ár- angri í langhlaupum. Sjá bls. 20-21. Var landsliðskona í þremur greinum Ferill Skagakonunn- ar Laufeyjar Sigurð- ardóttur í íþróttum er um margt býsna fróðlegur. Laufey skor- aði 257 mörk í 322 leikjum með meistaraflokki í knattspyrnu. Hún á að baki þrjá Íslandsmeistaratitla utanhúss og fjóra innanhúss auk þess sem hún vann í bikarkeppni KSÍ einu sinni. Laufey á að baki 19 leiki fyrir íslenska landsliðið í knatt- spyrnu auk þess að prófa fyrir sér í atvinnumennsku erlendis. Laufey átti einnig glæstan feril í handbolta og badminton en hann varð styttri en knattspyrnuferillinn. Sjá bls. 16-17. Heyrnartæki ekki bara fyrir gamla Það líða um sjö ár að meðaltali frá því að fólk verður vart við heyrnarskerðingu þar til það leitar sér aðstoðar. „Það er líklega vegna þess misskiln- ings að eðlilegt sé að bíða með að fá sér heyrnartæki þar til maður er orðinn gamall. Fólk á öllum aldri notar gleraugu og það dettur eng- um í hug að bíða með að fá sér þau þar til viðkomandi eldist. Það sama ætti að eiga við um heyrnartæki, fólk á öllum aldri hefur not fyrir þau,“ segir Ellisif Katrín Björnsdótt- ir heyrnarfræðingur. Við fræðumst nánar um það nýjasta í heyrnar- tækjatækninni. Sjá bls. 17 Síðastliðinn fimmtudag kynnti Haf- rannsóknastofnun skýrslu sína um ástand fiskistofna og aflahorfur fyr- ir næsta fiskveiðiár. Ráðherrar sjáv- arútvegsmála hafa á liðnum árum farið að mestu eftir veiðiráðgjöf- inni og því má telja líklegt að kvóti næsta árs verði í samræmi við þetta nýja mat Hafró og kvóta núverandi fiskveiðiárs. Lagt er til að aflamark þorsks verði 244 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017 eða fimm þúsund tonnum meira en yfirstand- andi fiskveiðiár. Hrygningarstofn ýsu er talinn hafa minnkað á und- anförnum árum en er engu að síð- ur yfir varúðar- og aðgerðarmörk- um aflareglu. Stofnunin leggur til að aflamark verði 34,6 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017 sem er 1,8 þúsusund tonnum minna en aflamark yfirstandandi fiskveiðiárs. Lagt er til að aflamark ufsa verði 55 þúsund tonn sem er það sama og núverandi fiskveiðiárs. Lagðar eru til veiðar á 52,8 þúsund tonnum af gullkarfa sem er 1,8 þúsund tonn- um meira en á yfirstandandi tíma- bili. Loks er lagt til að leyfðar verði veiðar á 63 þúsund tonnum af síld, átta þúsund tonnum minna en á yf- irstandi fiskveiðiári. „Almennt má segja að flestir okk- ar nytjastofnar séu í ágætu jafnvægi og nýting þeirra hófleg, þannig að breytingar í stofnstærð og ráðgjöf markast af óvissu í vexti og stærð uppvaxandi árganga,“ segir í skýrslu Hafró. mm Hafrannsóknastofnun metur stofna í jafnvægi og leggur til svipaðan kvóta Kristmundur Sumarliðason skipveri á dragnótarbátnum Sveinbirni Jakobssyni SH í lest bátsins. Ljósm. úr safni: af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.