Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 201616 Akranes hefur lengi verið mik- ill knattspyrnubær. Skaginn hef- ur unnið fjöldann allan af Íslands- og bikarmeistaratitlum auk þess að hafa alið upp marga af bestu knatt- spyrnumönnum Íslands. Flestir þekkja glæst afrek Ríkharðs Jóns- sonar, Sigurðar Jónssonar og tví- buranna Arnars og Bjarka, svo dæmi séu tekin. Einhverra hluta vegna gleymist nafn Laufeyjar Sig- urðardóttir oft í þeirri umræðu og ferilinn hennar hefur fram að þessu fengið litla athygli. Ferill Laufeyj- ar er engu að síður stórmerkileg- ur og fyrir margt ótrúlegur. Lauf- ey skoraði 257 mörk í 322 leikjum með meistaraflokki í knattspyrnu. Hún á að baki þrjá Íslandsmeist- aratitla utanhúss og fjóra innan- húss auk þess sem hún vann í bik- arkeppni KSÍ einu sinni. Laufey á að baki 19 leiki fyrir íslenska lands- liðið í knattspyrnu. Hún lék einnig með einu sterkasti félagsliði heims í kvennaknattspyrnu veturinn 1985-86. Laufey átti einnig glæstan feril í handbolta og badminton en hann varð styttri en knattspyrnu- ferillinn. Blaðamanni Skessuhorns lék forvitni á að vita meira um fer- il Laufeyjar og settist niður með henni á dögunum. Byrjaði tíu ára í meistaraflokki Laufey fæddist 27. janúar 1963 á Akureyri. Hún staldraði stutt við á Akureyri áður en hún flutti tveggja ára á Akranes eftir við- komu í Reykjavík. Hún var bráð- gert barn og byrjaði ári fyrr í skóla. „Ég fór í tímakennslu þegar ég var fjögurra og fimm ára. Ég var orðin fluglæs og kunni að reikna. Þegar jafnaldrar mínir voru að læra staf- rófið og slíkt þá leiddist mér bara; ég kunni þetta fyrir. Mamma ákvað því að senda mig í skóla ári fyrr,“ segir Laufey. „Það halda flestir að ég sé fædd 1962 og ég hugsa þann- ig í raun líka; 1962 er bara árang- urinn minn. Það kom eiginlega fyrst í ljós að ég væri yngri þegar ég fermdist. Þá birtist í ferming- arblaðinu sér mynd af mér og ein- um dreng og tekið fram að við vær- um árinu yngri. Mér fannst það alls ekki gaman,“ segir hún og hlær. Laufey var ung þegar hún hóf að fylgjast með íþróttum. „Ég horfði á allt saman. Ef það var verið að sýna fótbolta, Ólympíuleikarn- ir stóðu yfir, eða bara hvað sem er, þá horfði ég. Ég elskaði íþróttir. Ég var alltaf í íþróttahúsinu og horfði á alla keppnisleiki sem voru spilað- ir á Akranesi. Fríða í íþróttahúsinu gantaðist oft með það hvort hún ætti ekki að lána mér svefnpoka svo ég gæti bara lagt mig í íþróttahús- inu yfir nóttina; ég yrði hvort eð er mætt eldsnemma daginn eftir.“ Þrátt fyrir mikinn íþróttaáhuga byrjaði Laufey ekki að æfa neitt fyrr en hún var orðin átta eða níu ára. „Það var í raun ekkert í boði fyrir ungar stelpur í íþróttum, ekk- ert yngri flokka starf. Það var ekki gert ráð fyrir að stelpur vildu líka æfa íþróttir, sérstaklega ekki fót- bolta, það þótti bara peningasóun að standa í slíku. Þegar ég byrja að æfa fótbolta um átta – níu ára ald- ur fer ég beint í meistaraflokk því það var ekkert annað, þær leyfðu mér að vera með enda var ég alltaf þarna á íþróttasvæðinu. Helgi Dan hafði á þessum tíma smalað stelp- um saman sem voru alltaf í fótbolta og stofnað meistaraflokk. Þessar stelpur tóku síðan þátt í fyrsta Ís- landsmóti kvenna sem haldið var innanhúss, þetta var árið 1971. Þær gerðu sér lítið fyrir og unnu sann- færandi fyrsta Íslandslandsmeist- aramótið. Ég leit agalega upp til þessara stelpna þá aðallega Krist- ínar Aðalsteinsdóttur og fyrirliðans Ragnheiðar Þórðardóttur. Það voru ekki margir kvenmenn sem mað- ur gat litið á sem fyrirmynd á þess- um árum. Það var lítil sem engin umfjöllun í fjölmiðlum um íþrótt- ir í kvennaflokki. Ég var alltaf með Kristínu í fótbolta og ég hékk alveg í henni. Hún var örugglega orð- in hundleið á mér á þessum árum,“ segir Laufey og brosir. „Ég kemst síðan fyrst á skýrslu tíu ára gömul, 1973, hjá meistara- flokki ÍA og leik minn fyrsta leik sama ár. Ég spilaði síðan meistara- flokks fótbolta þangað til 2003, í heil 30 ár en þó spilaði ég voða lít- ið frá 1997, bara einn og einn leik. Þegar ég er orðin tíu ára var ég komin á kaf í íþróttirnar. Ég var á fullu í fótbolta, handbolta og bad- minton. Mér gekk vel í þessu öllu og var svo virk að það kom aldrei tímapunktur þar sem ég ætlaði að taka einhverja íþrótt fram yfir aðra. Fyrsti titillinn minn kom árið 1975 þegar ég var tólf ára. Þá unnum við Íslandsmeistaratitilinn í innanhúss- fótbolta. Fyrstu árin vorum við ekki að senda lið í utanhússkeppni. Ég veit ekki hvers vegna það var en við stelpurnar hefðum verið meira en til í það. Í handboltanum var ekki stofnaður meistaraflokkur fyrr en 1979. Fyrir þann tíma var aðeins haldið svokallað Akranesmót þar sem KA og Kári mættust. Meist- araflokkurinn keppti í 2. deild vet- urinn 1979-1980. Við komumst í fyrstu atrennu upp í 1. deild. Þetta var mjög góður tími því 1979 unn- um við aftur Íslandsmeistaratitil í fótbolta innanhúss. Á sama tíma í badmintoninu var ég Íslandsmeist- ari í einliðaleik stúlkna, tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki og komin í unglingalandsliðið. Bannað að æfa íþróttir Laufey var aðeins 18 ára þegar hún var fyrst valin í landsliðið bæði í fótbolta og handbolta. „Það var nú þannig að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var stofnað árið 1981 og átti að spila fyrsta leik við Skotland. Ég var valin í þann landsliðshóp en á sama tíma var ég valin í landsliðs- hópinn í handbolta. Ég þurfti því að velja á milli og ákvað að velja hand- boltalandsliðið, það var mjög gott á þessum árum. Svona í seinni tíð hefði ef til vil verið gaman að spila þennan landsleik í knattspyrnu því hann er merkilegur í sögunni.“ Laufey útskrifaðist frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands 1982 og ákvað í kjölfarið að byrja að læra til íþróttakennari á Laugarvatni. „Ég varð fyrir töluverðu áfalli á Laug- arvatni. Skólastjórinn bannaði okk- ur stelpunum að keppa í íþróttum, honum fannst að stelpur ættu ekk- ert erindi í keppni, sérstaklega ekki í boltaíþróttum. Á meðan hann var að banna mér að spila handbolta og fótbolta með mínu félagsliði þá voru í skólanum á sama tíma strák- ar sem fengu leyfi til þess. Ég ætlaði ekkert að hlusta á þess vitleysu og stunda mínar íþróttir en ég átti ekki bíl á þessum tíma og því var erfitt fyrir mig að komast í burtu á æf- ingar. Þjálfarar mínir, bæði hjá ÍA, landsliðinu í handbolta og badmin- ton vildu láta mig spila þrátt fyrir að ég væri ekki að æfa með þeim en ég var í rosalega góðu formi enda æfði ég mikið á Laugarvatni. Það fór svo að ég hætti í handbolta og badminton á þessum árum. Ég hélt þó áfram í fótboltanum á fullu en á þessum árum var ekki mikið æft yfir veturinn. Ég var enn í landslið- inu og til þess að komast á fótbolta- mót, æfingaleiki og í landsliðsverk- efnin sagði herbergisfélaginn minn að kennurunum að ég lægi veik inni á herbergi og kæmist ekki í tíma. Meðan fólk hélt að ég væri veik inn á herbergi var á sama tíma nafnið mitt að birtast í fjölmiðlum en ég efast stórlega um að skólastjórinn hafi nokkur tímann lesið greinar um kvennaknattspyrnu svo ég var ekki sérlega áhyggjufull!“ Í atvinnumennsku Laufey lauk skólanum og kom aft- ur á Skagann 1984. „Þegar ég kem til baka er handboltinn ekki leng- ur á Skaganum og ég tek eiginlega bara ákvörðun um að einbeita mér bara að fótboltanum. Árin 1984 til 1992 eru gullaldarár í kvenna- knattspyrnu á Akranesi. Við verð- um Íslandsmeistarar 1984, 1985 og 1987. Þetta var mjög skemmti- legur tími og við vorum með rosa- lega sterkt lið.“ Í ágústmánuði 1985 fór meist- araflokkur kvenna og keppti á móti sem hét Harlem Cup í Hollandi. Ferðin átti eftir að reynast Lauf- eyju mikið ævintýri. „Það voru lið víðs vegar að á þessu móti; Banda- ríkjunum, Hollandi og Þýska- landi. Við komum öllum að óvör- um og vinnum mótið. Eitthvað sem enginn bjóst svo sem við. Á mótinu voru njósnarar frá Berg- isch Gladbach sem er eitt sterk- asta lið kvennaknattspyrnunnar á þessum árum ef ekki það sterkasta. Þær voru þá bæði deildar- og bik- armeistarar í Þýskalandi. Þessum njósnurum leist vel á mig og mér er boðinn samningur. Ég var him- inlifandi með það.“ Á þessum árum hafði nán- ast engin kona farið út í atvinnu- mennsku. „Ég er ein af þeim fyrstu sem fer út og fyrsta sem fer í svona stórt lið. Þó svo að það væri ekkert fordæmi fyrir því að íslenskar kon- ur færu í atvinnumennsku á þess- um árum stefndi ég alltaf að því; alveg frá því ég var krakki.“ Vann svart í skóhælaverksmiðju „Atvinnumennskan á þessum árum var langt frá því að vera eins og hún er í dag. Liðið borgaði flugið fyrir mig út og útvegaði mér hús- næði. Meira var það ekki. Ég átti engan pening og þurfti að redda mér sjálf. Ísland var ekki í ESB svo ég gat ekki farið á vinnumark- aðinn. Ég átti ekkert svo ég gerði stjórnarmönnunum liðsins ljóst að ég yrði að vinna eitthvað til að geta lifað. Þeir stukku þá til og redduðu mér vinnu. Ég fékk borgað svart og vann allan daginn í skóhæla- verksmiðju. Allir sem unnu með mér voru Tyrkir og ég gat því lít- ið talað við fólkið í vinnunni,“ rifj- ar Laufey upp. „Þrátt fyrir þetta var algjörlega frábært að spila með Bergisch Gladbach. Stemningin á vellinum var allt öðruvísi en ég þekkti. Hér á Skaganum voru 50 – 100 á vellinum en úti voru um 2000 – 3000 á leik og mikil stemn- ing. Karlaliðið í bænum spilaði í þriðju deildinni svo að kvennaliðið var aðalliðið í bænum.“ Bergisch Gladbach endaði í öðru sæti í deildinni þetta tíma- bilið og komst í úrslit bikarkeppn- innar. „Úrslitaleikurinn var spilað- ur á Ólympíuleikvanginum í Berl- ín. Okkar leikur var spilaður á undan bikarúrslitaleik karla. Í síð- ari hálfleik var leikvangurinn orð- inn fullur og því 70 þúsund manns Var landsliðskona í þremur íþróttagreinum á sama tíma Rætt við Laufeyju Sigurðardóttur fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu og handbolta Laufey með gullskóinn ásamt hluta af verðlaunum sínum. Laufey í leik með Skagamönnum í knattspyrnu. Frá vinstri Sigurlín Jónsdóttir, Laufey, Ágústa Friðriksdóttir og Kristín Aðal- steinsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.