Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Page 4

Skessuhorn - 13.07.2016, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Spilavíti samtímans Líklega er ég í eðli mínu fremur áhættusækinn. Slíkir einstaklingar eru lík- legir til að taka það alla leið og verða fíklar. Meðvitað þurfum við fíklarn- ir að vera mjög á varðbergi gagnvart sjálfum okkur, þurfum að setja okkur takmörk, sem eðli málsins samkvæmt heppnast ekki alltaf. Til dæmis finnst mér mjög gaman að spila, er svona spilafíkill. Lærði bridds á unga aldri og meira að segja lomber, gamalgróið peningaspil, sem aðallega var spilað á árum áður á Hornafirði, í uppsveitum Borgarfjarðar og í Húnavatnssýslum. Á öllum þeim stöðum sem laganna verði voru sjaldan á ferð, enda ólög- legt að spila upp á peninga. Þessi löngun til spilamennsku teygir anga sína aftur í ættir. Þannig heyrði ég eitt sinn sögu af því að amma mín blessun- in, sem þá var húsfreyja á Skáney, hafi hótað að kæra til sýslumanns ef þeir létu ekki af iðju sinni, afi Bjarni á Skáney og Andrés í Síðumúla. Karlarn- ir höfðu svo gaman af lomberspilinu að þeir hittust á hálsinum á milli bæj- anna og spiluðu lomber fram á nótt, og stundum jafnvel fram á næsta dag. Þetta þótti ráðdeildarsamri húsmóðurinni í fullkomnu ólagi; að það fréttist að organistinn og þingmaðurinn sætu á steini uppi á hálsi og spiluðu pen- ingaspil. Eitthvað dró úr þeim kraftinn við þessa hótun gömlu konunnar og fóru þeir í það minnsta betur með spilaáhugann eftir þetta. Nú til dags hins vegar er þessi spilaárátta mín bundin þátttöku í lottóinu. Góður maður sagði eitt sinn að lottó væri einungis fyrir þá sem ekki nenntu að læra töl- fræði í skóla. Líklega svaf ég í tölfræðitímanum. Og aldrei vinn ég. En áhættusæknin tekur á sig ólíkar myndir. Eftir miðja síðustu viku fór ég og fjölskyldan til dæmis akandi, með gamla fellihýsið í eftirdragi, alla leið norður í Eyjafjörð. Eftir þá ferð veit ég að það eru einungis allra hörð- ustu og mestu áhættufíklarnir sem fara slíkar ferðir að gamni sínu, ótil- neyddir. Nú er auðvitað háannatími ferðaþjónustunnar og umferðin eft- ir því. Lætur nærri að maður þyrfti að kaupa nokkur skilningarvit umfram þessi venjulegu til að komast klakklaust út úr svona sjö hundruð kílómetra ferðalagi með fellihýsi í eftirdragi. Umferðin er náttúrlega óútreiknanleg. Allt í einu getur maður ekið í flasið á asískum ferðamanni sem hefur stopp- að bíl sinn á miðjum veginum, rokið út með myndavélina til að fanga hið ótrúlega útsýni, sem er kannski tvítug meri með skjótt folald. Eða þá lent á eftir hjólreiðafólki í hliðarvindi sem vingsast milli vegkants og miðlínu eft- ir því hvernig hviðurnar leggjast. Svo er náttúrlega umferð á móti og því flokkað það sem banatilræði að reyna framúrakstur við slíkar aðstæður. En það eina sem maður getur gefið sér sem öruggt á slíku ferðalagi er að það er ekki búið að breikka veginn. Það eru enda engar áætlanir uppi um að gera það. Hann er ennþá alveg eins og forfeðurnir lögðu hann. Kannski í besta falli búið að sleikja yfir hann einhverju sem málvísindamenn hafa kall- að bundið slitlag, en er ekki bundnara en svo að tvö sprungugöt eru á fram- rúðunni á mínum bíl eftir ferðalagið. Það eina sem er alveg öruggt og við getum treyst, er að jafnvel þótt á tyllidögum sé talað um þrjátíu prósenta fjölgun ferðamanna á milli ára og gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu séu komnar á annan milljarð króna á dag; það skal ekki króna af þessum skatt- tekjum fara til uppbyggingar innviða í ferðaþjónustu. Eftir ár verða tvær milljónir ferðamanna sem koma á ári til landsins og áfram verða vegirnir þeir sömu. Hér með skora ég á þá alþingismenn sem komast til valda eftir kosningarnar í haust að setja það sem fyrsta verk á forgangslista að ákveða að tvöfalda veginn umhverfis landið á ekki lengri tíma en fimm árum. Ef þeir treysta sér ekki til þess, þá legg ég til að lagður verði svo hár skattur á ferðamenn sem hingað koma að þeim fækki sjálfkrafa niður í þann fjölda sem var þegar þessar koppagötur um landið voru upphaflega lagðar. Þang- að til fer ég að ráði afa míns og leggst á fjöll í tíma og ótíma með spil og kannski berjatínu upp á vasann. Magnús Magnússon Leiðari Bretar voru 19% erlendra ferða- manna sem komu til landsins í fyrra og hefur þeim fjölgað mikið á und- anförnum árum. Breskir ferða- menn eru duglegri að sækja Ísland heim að vetrarlagi en sumarlagi og eiga því þátt í að auka nýtingu fjár- muna og stöðugleika í greininni með tilheyrandi jákvæðum áhrif- um á afkomu ferðaþjónustunnar. Á móti kemur að þeir eyða minna en íbúar annarra þjóða á ferðalög- um hér á landi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru Bretar 36% erlendra ferðamanna og síðustu þrjá mánuði síðasta árs voru þeir 31%. Gengi pundsins hefur lækkað frá meðaltali ársins eftir ákvörðun Breta um úr- göngu úr ESB um tæp 9% sem að öðru óbreyttu þýðir að kaupmátt- ur Breta hér á landi hefur versnað sem því nemur. „Þótt gera megi ráð fyrir augljósu sambandi milli nafn- gengis í heimalandi ferðamanns og vinsælda áfangastaða skýrir það eitt og sér ekki alla þá fjölgun sem hef- ur átt sér stað á undanförnum árum. Sterk ímynd og almennar vinsældir á áfangastaðnum Íslandi, náttúra og menning hefur þar einnig mikið að segja,“ segir í Hitamælinum, vefriti Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar er einnig spurt hvort ferða- mönnum frá Bretlandi muni fækka í kjölfar Brexit. „Til skamms tíma má ætla að það hafi ekki telj- andi áhrif en ef spár um samdrátt í bresku efnahagslífi og gengis- fall sterlingspundsins til langs tíma ganga eftir mun það geta haft áhrif á ferðalög Breta almennt. Í þessu sambandi skiptir miklu máli hvern- ig skilnaður Breta við Evrópusam- bandið muni þróast.“ mm Gera má ráð fyrir að breskum ferðamönnum fækki Ferðamenn við Hraunfossa í Borgarfirði. Ljósm. mm. Veðrið lék við Hólmara þegar blaðamann bar að garði í Stykkis- hólmshöfn síðasta miðvikudag. Þar hitti hann fyrir Guðmund Gunn- laugsson sem var að ísa glænýja grá- sleppu. Guðmundur rær ásamt eig- inkonu sinni Dagbjörtu Bærings- dóttur á Kristbjörgu SH-084. „Við erum búin að fara nokkur ár sam- an á grásleppu,“ segir Guðmundur, en þau eiga bátinn ásamt tengda- syninum. „Við fórum út klukkan sex í morgun og vorum að draga við Langeyjarnar,“ segir hann. „Við byrjuðum að róa eftir sjómanna- dag og erum bara að hætta núna, við erum að taka upp,“ segir Guð- mundur og bendir blaðamanni á netin sem hífð höfðu verið upp á bryggjuna skömmu áður. Aðspurður um veiðina á tíma- bilinu segir Guðmundur að hún hafi verið alveg þokkaleg. „Það hef- ur verið miklu meira af grásleppu norðurfrá en ég er alveg sáttur við vertíðina,“ segir hann. „Almennt hefur verið mjög góð veiði norð- urfrá, þegar menn eru að fara alveg inn undir Reykhóla. Það er til dæm- is óhemju veiði úti fyrir Skarðs- strönd,“ segir Guðmundur. kgk „Ég er alveg sáttur við vertíðina,“ Dagbjört smúlar dekkið um borð í bátnum. Guðmundur mokar ís í körin.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.