Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 20166 Bláfáninn í fjórtánda sinn STYKKISH: Síðastliðinn föstudag afhenti Salome Hallfreðsdóttir fulltrúi Landverndar smábátahöfn- inni í Stykkishólmi Bláfán- ann. Er þetta í fjórtánda skipti sem fáninn er dreginn að húni við höfnina. Bláf- áninn er alþjóðlegt merki fyrir hafnir sem uppfylla ströng skilyrði í umhverfis- og öryggismálum og hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis smá- bátahafna og baðstranda. Það er Alþjóðanefndin Int- ernational Blue Flag Jury sem Landvernd á aðild að, sem stendur að baki þessari viðurkenningu. -mm Fjölgar í Hólminum STYKKISH: Á bæjarskrif- stofunni í Stykkishólmi er fylgst náið með íbúaþróun í bænum. Þannig er greint frá því á vef sveitarfélags- ins að bæjarbúar hafi verið 1150 talsins þriðjudaginn 5. júlí síðastliðinn. Hefur Hólmurum því fjölgað um sem nemur 4,3% frá ára- mótum. „Þessi þróun er mjög jákvæð ef miðað er við almenna íbúaþróun á land- inu og í einstökum lands- hlutum. Vonandi heldur þessi þróun áfram,“ segir á vef Stykkishólmsbæjar. -kgk Kjördæmisþing ákveður val á lista Samfylkingar NV-KJÖRD: Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi boðar til kjör- dæmisþings fimmtudaginn 14. júlí kl. 20 til að ákveða aðferð við val á framboðslista. Fundað verður á þremur stöðum, þ.e. í Menntaskólanum í Borgar- nesi, Fræðslumiðstöð Vest- fjarða á Ísafirði og Samstöðu- salnum á Blönduósi í gegnum Skype til að gera fólki kleift að sækja þingið í sínu nærum- hverfi. Stjórn kjördæmisráðs í Norðvesturkjördæmi hef- ur samþykkt tillögu þess efnis að valið verði á framboðslista með lokuðu flokksvali í skuld- bindandi reglum Samfylking- arinnar um aðferðir við val á framboðslista sem samþykkt- ar voru á flokksstjórnarfundi 2012. Kosning í fjögur efstu sæti listans verði bindandi og jafnræði kynja verði gætt með paralista. Atkvæðagreiðslan fer fram með rafrænni kosn- ingu. „Stjórn kjördæmisráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn á sínu svæði og taka þátt í undirbúningi og umræðum vegna komandi al- þingiskosninga,“ segir í til- kynningu. -mm Píratar halda prófkjör NV-KJÖRD: Píratar í Norð- vesturkjördæmi opnuðu fyrir framboð á lista flokksins 16. júní síðastliðinn. Lokað verð- ur fyrir framboð 7. ágúst. „Þeir sem tilkynna fram- boð eftir 22. júlí hætta á að fá minni kynningu en ella,“ segir í tilkynningu frá Píröt- um. „Kosning hefst í rafrænu kosningakerfi Pírata 8. ágúst og stendur til 14. ágúst. Síð- ustu forvöð til að skrá sig í Pírata til að hafa kosninga- rétt í prófkjöri eru föstudag- inn 15. júlí. Fyrir framboð í Norðvesturkjördæmi skal senda tilkynningu á: nvkjor- daemi@piratar.is Í framboð- stilkynningu þarf eftirfarandi að koma fram: Nafn, kenni- tala, lögheimili, símanúmer, hagsmunaskráning (stjórnar- seta, fjárhagsleg tengsl, ann- að sem skiptir máli) og aðrar upplýsingar sem ætla má að máli skipti.“ -mm Í liðinni viku kom út Hagvísir um umferð og ástand vega á Vestur- landi. Útgefandi er Samtök sveit- arfélaga á Vesturlandi en samtökin byggja niðurstöðurnar á staðtölum frá Vegagerðinni og skoðanakönn- unum meðal íbúa og fyrirtækja á Vesturlandi. Megin niðurstaðan er sú að íbúar og fyrirtæki á Vestur- landi telja vegakerfið fara versnandi á sama tíma og gæði þess verði sí- fellt mikilvægari þáttur fyrir áfram- haldandi veru þeirra í landshlutan- um. Verst er ástandið í Dölunum. Í þessu samhengi kemur einnig fram að umferð hefur aukist hlutfallslega mest til Vesturlands frá árinu 1980, borið saman við Reykjanes og Suð- urland. 39% vega með bundið slitlag Á Vesturlandi búa tæplega 5% landsmanna en í landshlutanum er um 14% allra akvega á Íslandi í kíló- metrum talið. Þá er 6% vegakerfis- ins í Borgarbyggð og 3% í Dölun- um en eingöngu 1% þjóðarinnar býr í Borgarbyggð og 0,2% í Döl- unum. Þegar horft er til landshlut- anna átta á Íslandi er bundið slit- lag á flestum vegum á Suðurnesjum árið 2014 (84%) en fæstum á Norð- urlandi vestra (29%). Vesturland ásamt Norðurlandi eystra verma næst neðsta sætið í þessum saman- burði þar sem 39% vega hafa bund- ið slitlag. Af átta landshlutum var slysatíðni sú þriðja mesta á Vestur- landi (0,99) ásamt Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Þessir lands- hlutar koma í kjölfar Austurlands (1,56) og höfuðborgarsvæðisins (1,22). Innan Vesturlands var slysa- tíðnin hins vegar mest í Dalabyggð (1,82) en minnst í Hvalfjarðarsveit (0,67). Dalabyggð hafði fimmta hættulegasta vegakerfið meðal ís- lenskra sveitarfélaga en Hvalfjarðar- sveit níunda öruggasta vegakerfið. Minnst lagt í Vesturlandsveg Af þremur aðalumferðaræðum til og frá höfuðborgarsvæðinu; Vest- urlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut, hefur Vegagerð- in lagt minnst til Vesturlandsveg- ar. Þegar kostnaðurinn var leiðrétt- ur fyrir íbúafjölda og vegalengd var minnst lagt til Suðurlandsvegar en mest til Reykjanesbrautar. Frá 1980 hefur umferðin aukist hlutfallslega mest til Borgarfjarðar, síðan til Snæ- fellsness, svo Akraness og minnst til Dalanna. Umferð á Vesturlandi jókst hlutfallslega mest á Snæfells- nesi (17%) á milli áranna 2012 og 2014. Hún jókst minna á Borgar- fjarðarsvæðið, minnst á Akranes og í Hvalfirði en dróst saman í Döl- unum (4%). Á Akranesi eru nánast engir malarvegir og eru þeir í 5. sæti allra sveitarfélaga (74), hvað varðar hlutfall vega með bundnu slitlagi. Skorradalshreppur vermir 73. sæt- ið þar sem eingöngu 16% eru þann- ig búnir, Dalabyggð er í 70. sæti og Borgarbyggð í 64. sæti yfir land- ið. Umferð ferðamanna jókst um 40% við Svörtuloft á Snæfellsnesi á milli áranna 2014 og 2015 en um 36% við Hraunfossa í Borgarfirði. Á sama tíma jókst umferðin um 32% í Haukadal við Gullfoss. mm Telja vegakerfið fara versnandi en þó sífellt mikilvægara

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.