Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 201612
Starf launafulltrúa Borgarbyggðar er laust til umsóknar
Starfshlutfall er 80% en möguleiki á að það hækki í 100%.
Helstu verkefni launafulltrúa eru:
Útreikningur á launum starfsmanna sveitarfélagsins og
stofnana þess
Gerð skilagreina fyrir launatengd gjöld og skatta
Túlkun á kjarasamningum
Aðstoð við röðun starfsfólks í launaflokka
Veita upplýsingar og ráðgjöf til forstöðumanna stofnana
varðandi launa- og kjaramál
Gefa út vottorð sem tilheyra launamálum
Halda utan um starfsmannaskrá og önnur gögn sem tilheyra
launavinnslu
Sjá um að upplýsingar úr launakerfi skili sér í bókhaldskerfi
Hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi en góð reynsla af sambærilegu
starfi kemur einnig til greina
Þjónustulund, áhugi og metnaður
Reynsla af vinnu við launakerfi er æskileg
Hæfni í mannlegum samskiptum
Laun skv. kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga við
viðkomandi stéttarfélag.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. september 2016.
Umsóknir skulu berast undirrituðum á skrifstofu Borgarbyggðar
að Borgarbraut 14 í Borgarnesi eigi síðar en 29. júlí 2016.
Nánari upplýsingar veita Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri
eirikur@borgarbyggd.is og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri
gunnlaugur@borgarbyggd.is í síma 433-7100.
Fjármálastjóri
Laust starf - launafulltrúi
Borgarbyggðar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Síðastliðinn laugardag var stúlku-
barn skírt í Akranesvita á Breið.
Fékk hún nafnið Lotta Ósk. For-
eldrar hennar eru Bergþór Óla-
son framkvæmdastjóri og Jennifer
Flume. Það var séra Þráinn Har-
aldsson prestur á Akranesi sem
framkvæmdi athöfnina, en Hanna
Þóra Guðbrandsdóttir söngkona
sá um tónlistarflutning. Þetta mun
vera fyrsta skírn sem framkvæmd er
inni í vita hér á landi, en börnum
hefur áður verið gefið nafn utan-
dyra við vita. Meðal annars er vit-
að um vestlenskt barn sem skírt var
á Þormóðsskeri utan við Mýrar, en
þar er einnig viti eins og kunngt er.
mm/ Ljósm. hs.
Fyrsta skírn í vita sem vitað er um
,,Konan kallaði á mig og sagði
að David Beckham væri að veiða
hérna fyrir neðan bústaðinn okk-
ar við Langá. Ég fór og náði í kíki
en var ekki viss,“ sagði Ingvi Hrafn
Jónsson sem var við Langá á Mýr-
um þar sem David Beckham hef-
ur verið við veiðar síðustu daga
með fjölskyldu sinni og íslenskum
vinum eins og Björgólfi Thor, en
þeir þekkjast vel. Björgólfur veiðir
reyndar mest í Haffjararðrá en
hefur veitt í Langá.
Veiðin gekk rólega nokkrir lax-
ar komu á land en fiskur hefur víða
verið tregur að taka í veiðiánum
síðustu daga. Líklega vegna hita
og vatnsleysis. Reyndar er staðan
ágæt í Langá. Veiðitíminn var með
alla ána á leigu.
,,Hann kastaði fimlega við
Stangarhylinn, fyrrum fótbolta-
kappinn og bar sig vel af veiðinni,“
sagði Ingvi Hrafn ennfremur.
gb
Beckham við
veiðar í Langá
David Beckham með fjögurra punda lax úr Langá. Skjáskot af mynd sem hann
birti á Instagram-síðu sinni á sunnudag.
Í gær stóðu starfsmenn fyrirtæk-
isins Hlaðbær Colas í ströngu við
að malbika í Grundarfirði. Verið
var að makbika fimm botnlanga,
fjóra botnlanga á Sæbóli og einn
í Fellasneið. Svo var stór hluti
Borgarbrautar, frá Hlíðarbergi að
Grundargötu, einnig malbikað-
ur í þessari umferð. Kominn var
tími á malbikun á þessum götum
en það gamla var farið að láta all-
verulega á sjá. Botnlanginn í Fella-
sneið var hins vegar malbikaður í
fyrsta skipti núna.
tfk
Malbikað í Grundarfirði