Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Page 14

Skessuhorn - 13.07.2016, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 201614 Nú stendur yfir vinna við ann- an áfanga lóðar Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Ver- ið er að taka stéttina fyrir framan anddyri skólans í gegn, setja hita- lagnir undir og bæta aðgengi fyrir fólk á hjólastólum. „Það var byrj- að á þessum öðrum áfanga í júní- byrjun, skömmu eftir að skóla lauk. Til stendur að vinnu ljúki fyrir Grundarfjarðadaga sem eru síðustu helgina í júlí. Við vonum að það gangi,“ segir Ólafur Tryggvason, umsjónarmaður fasteigna FSN, í samtali við Skessuhorn. Er vinnan nú framhald af vinnu sem hófst fyr- ir tveimur árum síðan. Þá var hellu- lagt vestan við innganginn, gengið frá í kringum eldhús og við inngang starfsmanna. „Skólinn var byggður með miklu hraði árið 2004 og bara hellulagt til bráðabirgða fyrir fram- an, ekki settar hitalagnir eða neitt og vantaði niðurföll. Efnahagshrun- ið kom síðan illa við eigendur Jerat- úns, rekstraraðila skólans og fram- kvæmdum seinkaði,“ segir Ólafur en eigendur félagsins eru Grund- arfjarðarbær, Snæfellsbær, Stykkis- hólmsbær og Helgafellssveit. „En nú er glæta og því var farið í þenn- an annan áfanga og fegra lóðina því hún hefur aldrei verið alveg klár,“ bætir hann við. Það er Almenna umhverfisþjón- ustan hefur séð um báða áfanga lóðarinnar hingað til. Á næsta ári stendur til að fara í þriðja og þöku- leggja lóð fjölbrautaskólans. kgk Framkvæmdir á lóð FSN Nýr veitingastaður var opnaður við Vesturbraut í Búðardal í lið- inni viku. Ber staðurinn nafnið Veiðistaðurinn og eru Baldur Þór- ir Gíslason og Harpa Sif Ingadóttir eigendur staðarins. „Veitingastað- urinn er hugsaður sem sjávarrétt- astaður að megninu til og erum við með einfaldan matseðil, t.d. kræk- ling, fisk og franskar, fiskisúpu og heimagerðan fiskborgara, auk þess sem við ætlum að reyna að vera alltaf með einhvern fiskrétt dags- ins. Til að mynda vorum við með lax um helgina og höfum hugs- að okkur að bjóða af og til upp á karfa. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á úrvals hráefni en það er auðvelt að fá gott hráefni á Íslandi,“ segir Baldur í samtali við Skessu- horn. Baldur er einnig með fisk- vinnslu við höfnina í Búðardal auk þess sem hann veiðir grásleppu í Breiðafirði. „Það hefur verið mikil umferð ferðamanna niður að höfn að spyrja eftir fiski. Við áttum þetta húsnæði sem er á mjög góðum stað í bænum þá kviknaði hugmynd um að opna svona stað. Við erum einn- ig að skoða þann möguleika að selja ferskan fisk úr fiskborði en það verður ekki strax,“ segir Baldur. Hann segir viðtökurnar hafa ver- ið mjög góðar í Búðardal fyrstu dagana eftir opnun. „Það hefur ver- ið mikið að gera frá því við opnuð- um og heimamenn hafa verið sér- staklega duglegir að koma,“ segir hann. Auk þess að reka Veiðistaðinn er Baldur með fiskvinnslu við höfn- ina í Búðardal og veiðir grásleppu í Breiðafirði. „Það hefur verið nóg að gera frá því við fórum að undir- búa staðinn. Ég er líka með fimm mánaða tvíbura sem voru fæddir bara mánuði áður en framkvæmd- ir hófust. En við erum með margt gott fólk í vinnu hjá okkur,“ segir Baldur. Veiðistaðurinn er opinn frá klukkan 11 til 22 flesta daga til að byrja með. arg Veiðistaðurinn opnar í Búðardal Baldur Þórir Gíslason á Veiðistaðnum. Ljósm. sm. Hjónin Rebecca Cathrine Kaad Os- tenfeld og Hjalti Freyr Kristjánsson á Hólum í Dalasýslu opnuðu dýra- garð á heimili sínu nú í sumar. „Þetta byrjaði eiginlega í vetur en alla mið- vikudaga hafa krakkar úr ungmenna- búðum á Laugum í Sælingsdal kom- ið í heimsókn til okkar og fengið að kynnast íslenskum landbúnaði. Þeg- ar við sáum hversu vel þetta gekk og fundum allan þann áhuga frá krökk- unum langaði okkur að gera eitthvað meira og kynna íslenskan landbúnað betur fyrir fólki,“ segir Rebecca við aðspurð hvernig það hvernig það hafi komið til að þau opnuðu dýragarð á heimili sínu. Elskar öll dýr Á Hólum má finna margar ólík- ar tegundir af dýrum, t.d. kalkúna, hænur, kanínur, hrafn og svín. „Við eignuðumst jörðina fyrir ári síðan og þá var voðinn vís,“ segir Rebecca og hlær. „Ég elska öll dýr og langar alltaf í fleiri. Þetta er fyrst og fremst áhuga- málið mitt og mér líður vel innan um dýrin. Ég á líka mjög erfitt með að sjá dýr sem vantar heimili og lang- ar bara að taka þau öll. Ég á því ekk- ert erindi á síður eins og Facebook og dýrahjálp, þar get ég alveg tapað mér. Ég safna dýrum bara eins og margir safna frímerkjum. En maður verður að gæta þess að taka ekki að sér fleiri dýr en maður ræður við að hugsa um,“ bætir Rebecca við. Óvenjuleg gæludýr Rebecca hefur átt ýmis dýr í gegnum tíðina og sem dæmi átti hún álft í þrjú ár og tófu í nokkra mánuði. „Álftin var alveg dásamleg og hún fylgdi mér hvert sem ég fór og kom t.d. oft með mér í reiðtúr. Tófan varð að fara þeg- ar hún fullorðnaðist því hún var farin að sýna hænunum óþarflega mikla at- hygli og vildi helst éta þær. Það gekk náttúrulega ekki,“ segir Rebecca og hlær. „Það er samt eitthvað sérstakt við dýrin hér á Hólum, þeim semur öllum vel. Hér eru kisurnar, hund- arnir, fuglarnir og öll dýrin bara sama og allir glaðir.“ Í vor var haft sam- band við Rebeccu og hún beðin um að hugsa um meiddan hrafnsunga. „Við tókum hann að sjálfsögðu að okkur og hann er orðinn einn af hópnum. hann á líklega aldrei eftir að geta flogið svo ég geri ekki ráð fyrir því að hann fari héðan, og fær hann að vera hér eins lengi og hann vill. Hann hefur líka vakið mikla lukku meðal gesta en það eru ekki margir sem hafa klappað eða haldið á svona krumma,“ segir Rebecca brosandi. Vilja fræða fólk um íslenskan landbúnað „Það hafa allir tekið okkur vel og fólk verið duglegt að koma og skoða dýrin. Það eru svo margir sem hafa áhuga á að kynna sér landbúnaðinn en hafa ekki mörg tækifæri til þess,“ segir Rebecca og dregur fram fötu fulla af eggjum í öllum stærðum og gerðum. „Sem dæmi kom hing- að fullorðinn maður fyrir stuttu og sá þessi egg. Honum verð brugðið að sjá eggin svona í fötu og spurði hvort það væru ekki ungar í þeim. Hann vissi þá ekkert hvernig eggin frjóvgast og hélt að það væru bara ungar í öllum eggjum í sveitinni. Hann hafði ekki einu sinni hugs- að út í það af hverju það væru ekki ungar í eggjunum sem hann fær út í búð. Þetta er það sem við vilj- um fræða fólk um,“ segir Rebecca og bætir því við að fullorðna fólk- ið hafi ekki minni áhuga en börn- in á að kynna sér landbúnaðinn og skoða dýrin. „Fólk verður rosa- lega afslappað hér í kringum dýr- in. Enda er bara svo gott að koma hingað úr amstri dagsins og knús litla mjúka kanínuunga,“ segir Re- becca að endingu. arg Opna dýragarð í Dölum Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld heldur á hrafnsunga sem hún hefur verið að hugsa um. Lítill hænuungi í dýragarðinum á Hólum. Önd með unga sem eru nýlega búnir að klekjast úr eggjunum. Kalkúnn í dýragarðinum á Hólum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.