Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Síða 17

Skessuhorn - 13.07.2016, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 17 Heimsótti Reykholt eitt augnablik „Meginástæðan fyrir þessu öllu saman er auðvitað brennandi áhugi á Snorra Sturlusyni,“ segir Bergur. Þeim áhuga deila þau þrjú með mörgu fólki um víða veröld sem gjarnan vill sækja Reykholt heim. „Jóhanna heitin á Grund hringdi eitt sinn í Geir fyrir mörgum árum síðan,“ segir Dagný og Geir minnist þess augnabliks. „Þetta var á úrugum haustdegi. Hún sagði mér frá japönskum manni sem var á leið í Reykholt en lenti í óhappi á leiðinni, velti bílnum og Jóhanna fór með hann til læknis í Borgarnesi,“ segir Geir. „Við tókum á móti hon- um og þá kemur á daginn að þetta var japanskur prófessor sem var í ársleyfi. Hann var að stúdera norræna sögu í Englandi og hreifst af Snorra. Þeg- ar komið var í Reykholt fór ég með hann að gröf Snorra. Þar stóð hann í nokkrar mínútur og hneigði sig síð- an mjög djúpt. Hann var hrærður og þetta var stór stund í lífi hans. Kom þá í ljós að hann hafði keypt sér far frá Englandi síðasta dag þessa ársleyf- is til að heimsækja Reykholt Snorra aðeins augnablik til að votta honum virðingu sína,“ bætir Geir við. Fiskisagan um féð norska Lengi hefur verið sá orðrómur á kreiki að Snorrastofa og Reykholts- kirkja hafi verið reist fyrir norskt fé. Dagný, Geir og Bergur segja að það sé fjarri sannleikanum. „Ég hef oft heyrt fullyrt að Norðmenn hafi borgað undir allt í Reykholti. Það virðist vera almenn skoðun og er eins fjarri sanni og hægt er. Þetta er ís- lensk stofnun og reist fyrir íslenskt fé. Norðmenn lögðu milljón norskra króna 1988 til Snorrastofu og um 30 milljónir íslenskar þegar Snorra- stofa var opnuð um aldamót, en er- lend framlög til rekstrar eru aðeins í formi stöku styrkja, sem þá hefur verið sótt sérstaklega um, og gjafa til Snorrastofu eða kirkjunnar,“ seg- ir Bergur og telur norska styrki til reksturs Snorrastofu vera á bilinu eitt til tvö prósent til dagsins í dag. Fiski- söguna telur Dagný hins vegar til- komna vegna þess að það voru aðal- lega norrænir fjölmiðlar, þá sérstak- lega norskir, sem sýndu framkvæmd- inni áhuga á sínum tíma. Róðurinn hefur alla tíð verið þungur en Snorrastofa og Reykholts- kirkja hafa ætíð notið góðs af gjöf- um velunnara. Bæði hafa verið gefn- ar bækur til Snorrastofu, ýmsir mun- ir til stofunnar og kirkjunnar og pen- ingar. Auk þess lét vel stæður mað- ur eitt sinn mikið fé af hendi rakna til þess að greiða niður hluta skulda kirkjunnar, en slíkt er fáheyrt. Þar var á ferðinni Norðmaðurinn Jan Petter Røed sem kom fyrst í Reykholt 2004. „Við Dagný tókum á móti honum og sögðum frá Snorra og frá bygging- unni.” Hann hefur síðan verið mik- ill vinur staðarins. Hann gaf t.d. fé til innréttingar kirkjuturnsins og stóra og fallega kirkjuklukku sem er í turn- inum ásamt fjórum öðrum klukkum. Þar á meðal eru tvær klukkur Reyk- holts, önnur frá árinu 1745 og hin frá miðöldum. Tvær gamlar klukkur komu úr Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Síðar gaf hann krossinn sem stendur fyrir framan kirkjuna. „Þegar berjast þarf með kjafti og klóm fyrir pening- um geta heimamenn og Íslending- ar allir ekki verið annað en þakklát- ir fyrir slíkar himnasendingar,“ seg- ir Bergur. Báru steinaltarið á sinn stað Eins og í upphafi var sagt er 20 ára vígsluafmæli kirkjunnar í lok mán- aðarins. Þó saga kirkjunnar sé auð- vitað samofin Snorrastofu er hún ekki sú sama. Það fyrsta sem feng- ið var til kirkjunnar er kirkjuorgelið, nokkru áður en framkvæmdir hófust. „Bjarni Guðráðsson hafði spurnir af því að selja ætti orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík og ákváðum við að kaupa það. Bjarna í Nesi, organista og for- manni bygginganefndar Reykholts- kirkju, var síðan falið að fara og út- vega orgelið. Hann gerði það, byggði yfir það skemmu heima í Nesi og varðveitti hljóðfærið í 15 ár,“ segir Geir og brosir. Smíði kirkjunnar miðaði örugglega áfram undir styrkri handleiðslu Stef- áns Ólafssonar kirkjusmiðs og Bjarna í Nesi. Samstarf hans og Bjarna Guð- ráðssonar var að sögn Geirs far- sælt alla tíð. Hjónin Dagný og Geir segja að ánægjulegt hafi verið að fá að fylgjast með smíði kirkjunnar og eru þakklát fyrir að hafa fengið að að taka þátt í þessu mikla verki. „Það var fal- leg nóttin fyrir vígsludag þegar smið- irnir röðuðu sér á steinaltarið og báru það á sinn stað,“ segir Geir. „Seinna þessa sömu nótt, þegar altarinu hafði verið komið fyrir, sest Bjarni og byrj- ar að spila á orgelið sem notað var í gömlu kirkjunni. „Það var ótrúlegt augnablik þegar Bjarni byrjaði að spila. Þá gerðist eitthvað; byggingin breyttist í kirkju,“ bætir Dagný við. Um haustið 2001 var dómkirkjuor- gelið sent til framleiðandans í Dan- mörku til viðgerðar. Stuttu fyrir páska 2002 kom það til baka og var notað í fyrsta sinn hér í kirkjunni á páskum sama ár. „Kom þá í ljós að orgelið er afburðahljóðfæri og hefur verið eft- irsótt til tónleikahalds. Snilldarverk tónskálda á borð við Sigfús Einarsson og Pál Ísólfsson eru einmitt samin á þetta orgel,“ segir Geir. Reykholtskirkja er höfuðkirkja Í Reykholtskirkju er messað alla sunnudaga að sumri. Þar fer fram ýmis starfsemi þvert á sóknar- og prestakallamörk og er móttökustjóri Snorrastofu með utanumahald um þann hluta starfseminnar. „Reyk- holtskirkja er stærst og best útbúna kirkjan hér í uppsveitunum. Reyk- holt er kirkjumiðstöð og Reykholts- kirkja er höfuðkirkja svæðisins,“ seg- ir Geir og prestshjónin víkja að söfn- uðinum. „Sóknarbörn og fleiri hafa alla tíð verið kirkjunni ræktarsöm og fært henni fjölda gjafa. Meðal ann- ars hljóðkerfi, ljósakrónur, lýsingu á kross og altarisdúka, auk þess sem margir hafa gefið fé til ýmissa verk- efna. Þetta er ótrúlega falleg saga og margir hafa sýnt kirkjunni velvilja,“ segja Geir og Dagný; „og Snorrastofa sem stofnun hefði aldrei orðið til ef söfnuðurinn hefði ekki tekið þessa ákvörðun,“ bætir Bergur við. Endurlit á Reykholtshátíð Sem fyrr segir var kirkjan vígð af herra Sigurði Sigurðarsyni vígslu- biskupi í Skálholti. Við athöfnina söng kirkjukórinn messuna Missa De Angelis. Messan verður sungin aftur núna á 20 ára vígsluafmæli kirkjunnar og á Reykholtshátíð. Dagný segir að kirkjan hafi verið hönnuð með góð- an hljómburð í huga. „Enda er hún vinsæl og eftirsótt til tónleikahalds og dásemdin ein að vera í kirkjunni á góðum tónleikum,“ segir hún. Dagný sér um tónleikahald í kirkj- unni og hefur því alla tíð unnið náið með listrænum stjórnendum Reyk- holtshátíðar fyrir hönd kirkjunnar. „Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari kom að máli við okkur Geir á fögrum haustdegi 1996 og sagði okk- ur frá draumi sínum um að stofna til tónlistarhátíðar úti á landi. Það féll vel að okkar hugmyndum, því tíma- setning kirkjudags var meðal ann- ars ákveðin með það í huga að gam- an væri að halda hátíð í tengslum við hann,“ segir Dagný. Sóknarnefndin tók hugmyndinni fagnandi. Ákveðið var að blása til Reykholtshátíðar sem í lok mánaðarins verður haldin í tutt- ugasta sinn. „Steinunn setti markið strax hátt og hingað hafa komið okk- ar bestu listamenn og erlendir gest- ir sem hafa glatt okkur undanfarin 20 ár. Enda myndast ólýsanleg stemning á hátíðinni sem á sér ótal fastagesti og velunnara,“ segir hún og ástæðuna telur hún einfalda. „Hvað er hægt að hugsa sér betra en að hlusta á fallega tónlist í frábærum hljómburði í flutn- ingi öndvegislistamanna?“ Þegar Steinunn Birna tók við starfi tónlistarstjóra í Hörpu í Reykjavík tók Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari við og stýrði hátíðinni í tvö ár. „Und- anfarin tvö ár hefur Sigurgeir Agn- arsson sellóleikari stjórnað hátíðinni og gerir enn. Þau eiga það sameigin- legt að vera miklir listamenn og hafa sinnt hátíðinni með miklum metn- aði og árangurinn er eftir því,“ seg- ir Dagný að lokum. kgk/ Ljósm. úr safni Dagnýjar Emilsdóttur. Næstu blöð af Skessuhorni Miðvikudagana 20. og 27. júlí Vegna sumarleyfa kemur ekki út blað 3. ágúst Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Brekkubæjarskóli • Stuðningsfulltrúi • Störf í sérdeild Nánari upplýsingar um ofangreind störf og önnur laus störf er að finna á www.akranes.is Laus störf hjá Akraneskaupstað CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA COOL - LITE SÓLVARNARGLER ispan@ispan.is • ispan.is M ynd: Josefine Unterhauser Auðarskóli í Dölum - grunnskólakennari Vegna óvæntra forfalla vantar grunnskólakennara við Auðarskóla í Búðardal fyrir næsta starfsár Leitað er að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar Menntun og hæfniskröfur • Grunnskólakennaramenntun • Áhugi á kennslu og skólastar • Góð samskiptahæfni • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru sam kvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands Umsóknarfrestur er til og með 27. júlí Nánari upplýsingar veitir Þorkell Cýrusson skólastjóri í síma 894 3445 Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið keli@audarskoli.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Sigrún Þormar og María Sigurðardóttir í versluninni í móttöku Snorrastofu. Frá fyrstu Reykholtshátíðinni árið 1997. Dagný og Geir ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og skipuleggjanda hátíðarinnar og söngkonunni Sigrúni Hjálmtýsdóttur, Diddú.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.