Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 201620 Á 16. öld bjó Björn Pétursson á bænum Öxl í grennd við Búð- ir á Snæfellsnesi. Hann var kallað- ur Axlar-Björn og er þekktur fyrir sitt djöfullega eðli. Hann var fyrsti og eini raðmorðingi Íslands. Sagan segir að hann hafi drepið 18 manns áður en upp um hann komst. Þeir sem Björn drap voru ferðamenn sem áttu leið um hlaðið hjá honum. Það verður því að teljast nokkuð kaldhæðnislegt að nú á næstu vik- um opni gistiheimili á Öxl. Stefnt er að því að þar geti fólk komist í ró og hugleitt en einnig ætla stað- arhaldarar að vera með sjálfsþurft- arbúskap á svæðinu sem verður öðruvísi fyrir þær sakir að ekki á að slátra dýrum, né mönnum. Opna á næstu vikum Aðstandendur gistiheimilisins, sem mun einfaldlega bera nafn- ið Öxl, eru þau Egill Örn Bjarna- son, Guðni Þorberg Svavarsson, Ásgeir Jóel Jacobsson og Þrúð- ur Arna Briem. Þegar Skessuhorn kíkti við á Öxl voru þar fyrir Egill og Guðni en þeir hafa undanfarn- ar sex vikur verði að vinna að end- urbótum á húsinu. „Það er hentugt að við séum báðir iðnaðarmenn svo við getum gert margt sjálfir. Það þurfti að gera svolítið fyrir húsið, við höfum t.d. skipt um pípulagnir, raflagnir og fleira. Við gerum ráð fyrir að það verði gistirými fyrir tíu manns hérna og að við getum farið að opna á næstu vikum,“ segir Eg- ill Örn. Axlar-Björn ekki aðalmálið Aðstandendurnir eru flest af höf- uðborgarsvæðinu en hafa ákveð- ið að flytja í Öxl. „Fyrir tíu mánuð- um síðan sá maður þetta ekki fyrir. Við erum öll að stunda hugleiðslu og eftir eina hugleiðsluhelgi í sept- ember í fyrra vorum ég, Guðni og Ásgeir að ræða saman. Í þeim sam- ræðum kom í ljós að við vorum allir með svipaðan draum sem snerist um að flytja út í sveit og vera í einhvers konar sjálfbærni og hugleiðslu. Við vildum allir komast í ró út í sveit. Við vildum allir frekar eyða orkunni okkar í sveitinni en í borginni. Ég var meira að segja búinn að teikna upp bóndabýli fyrir átta árum sem ég vildi búa á. Við vorum allir með rosalega álíka sýn. Boltinn fór síð- an bara að rúlla, Þrúður var komin í verkefnið með okkur og það var ekki aftur snúið. Við leituðum víða að húsnæði en við vildu helst ekki fara mikið lengra en 200 km radí- us frá Reykjavík þannig að við gæt- um heimsótt fólkið okkar og það okkur án þess að ferðalagið yrði langt. Við vorum ekki endilega að leita að húsnæði hér á Snæfellsnesi en við heilluðumst af þessum stað þegar við sáum hann. Sagan um Axlar-Björn kom í kaupbæti, við vorum í raun ekkert að pæla í því þegar við keyptum. Við höfum enn ekkert ákveðið hvort við ætlum að notfæra okkur þann karakter eitt- hvað en eins og er þá er ekkert í vinnslu með það. Níu mánuðum eftir samtalið vorum við komn- ir á fullt að undirbúa gistiheimil- ið. Meðan framkvæmdum stendur bý ég í camper og Guðni í kaffi- skúr. Stefnan er síðan að byggja býli hérna fyrir okkur; gistiheimil- ið verður sem sagt í bænum Öxl. Hugleiðsla og veganismi Hugmyndir þeirra Egils, Guðna, Ásgeirs og Þrúðar um gistiheim- ilið eru öðruvísi en flestra gisti- heimila. Þau vilja leggja áherslu á andlegan þátt gesta. „Við erum með margar hugmyndir. Við ætl- um okkur að setja bæði upp sánu og svitahof af fyrirmynd indjána. Við viljum að fólk geti haft tæki- færi á að rækta sig andlega með því að koma hingað. Hérna er mikil ró og orka. Það er mikil orka í Snæ- fellsjökli og sumir sem maður hef- ur hitt á svæðinu hafa sagt að jök- ullinn sé hjartastöð jarðar. Fólk er alltaf að átta sig betur og betur á að andleg ræktun sé góð. Bara það að setjast niður og hugsa ekki neitt í ró og næði getur gert svo mik- ið fyrir fólk. Mörgum finnst þetta bara skrýtin tilhugsun og trúa þessu varla en eins og ég segi þá er fólk að verða meðvitaðra um að þetta virkar,“ segir Egill. Stefnt er að því að á Öxl verði stundaður eins mikill sjálfsþurft- arbúskapur og hægt er. „Við viljum helst bara vera hérna í ró og ekki þurfa að leita mikið annað. Við erum með sjálfbærni og veganisma að leiðarljósi í þessari vegferð okk- ar. Það verður þó ekki neinum dýr- um slátrað hér. Við ætlum að koma upp gróðurhúsi, fá okkur hænur og reyna að bjarga okkur sjálfir. Ásgeir og Þrúður eru vegan en ég og Guðni erum að mjakast í áttina að því. Við borðum báðir enn þá kjöt og dýraafurðir en erum hægt og bítandi að verða lausir við það. Maður er alinn upp við að borða kjöt og það tekur bara tíma að að- lagast veganisma og maður þarf að gefa sér hann,“ segir Egill Örn. Dýraát barn síns tíma Egill og Guðni tala báðir um að eftir því sem þeir eldast skilja þeir minna í dýraáti. „Ég var alltaf hrif- inn af því að veiða dýr og borða þau. Ég sá ekkert athugunarvert við það allt saman. Í dag get ég varla drepið dýr. Ég væri helst til í að fara og taka utan um þau þegar ég sé þau. Ég er kominn með nýtt le- vel af samkennd með dýrum,“ seg- ir Guðni. Egill tekur í sama streng „Annað hvort hefur þú samkennd með dýrum eða ekki. Ef þú hefur samkennd þá hlýtur þér að finnst það að drepa dýr til að borða það vera rangt. Samkennd í heiminum er almennt að aukast. Við sjáum bara hvernig heimurinn tók ást- fóstri við Ísland meðan á EM var í gangi; það var bara einhvers konar samkennd með okkur,“ segir Egill. „Við búum við allt aðrar aðstæður í dag en áður. Þú gast ekki lifað af sem vegan á Íslandi árið 1800. Fólk þurfti þá að vera í sjálfsþurftarbú- skap og drepa dýr til þess að lifa af. Við þurfum þetta alls ekki lengur. Tæknin í dag gerir okkur kleift að lifa af án þess að drepa dýr. Það er engin ástæða lengur fyrir okkur að vera að drepa dýr,“ segir Guðni. „Ég er alveg sammála Guðna og það sem mér finnst verst við þetta allt saman er þessi iðnaður. Við erum að framleiða dýr til þess að drepa þau og éta. Við erum líka að framleiða dýr, drepa þau og henda þeim síðan. Við erum með mikla umframframleiðslu á kjöti; kjöt sem við þurfum ekki. Við erum að ríkisstyrkja bændur til þess að framleiða mikið meira kjöt en við ráðum við að borða. Það er þessi iðnaður sem mér finnst hvað verst- ur. Þessi iðnaður er líka helsta um- hverfisvandamál heimsins í dag. Búfénaðurinn er heldur langt frá því að vera vistvænn. Við þurfum í alvöru að fara pæla í þessu, það þýðir ekkert að loka augun eða líta í hina áttina og leiða þetta hjá sér. Þetta er bara svona í dag, við þurf- um að bregðast við. Kannski er maður bara svona tillitssamur við komandi kynslóðir en ég vil breyta þessu,“ segir Egill. Iðnvæðingin breytti öllu Það er greinilegt að Egill og Guðni hafa mikið pælt í þessum málefnum og Guðni heldur áfram með um- ræðuna. „Þessi iðnaður allur byrj- aði með iðnvæðingunni. Kapítal- íski markaðurinn tók við af sjálfs- þurftarbúskapnum. Iðnvæðingin skilaði okkur allri þessari tækni sem við búum yfir núna og með henni þurfum við ekki að borða dýr. Það er mótsagnakennt en iðnvæðing- in varð til þess að þessi landbún- aðariðnaður fór af stað en ég tel að hún hafi einnig gert okkur kleift að hverfa til baka í sjálfsþurftarbú- skapinn en nú á okkar forsendum en ekki út af þörfinni til að lifa af,“ segir Guðni. „Með iðnvæðingunni hætti maðurinn að hugsa bara um það hvernig hann gæti lifað af. Við gátum farið að pæla í hvað við erum að gera hérna á jörðinni. Við verðum í alvöru að fara pæla hvað við erum að gera. Ég held að við séum sjálfkrafa að færast í átt að veganisma og einn daginn verður dýraáti hætt hjá mönnunum. Við erum samt á algjörum byrjunarreit enn þá. Það er bara spurning um hvort þú vilt verða vegan núna og hjálpa að ryðja brautina eða hvort þú vilt verða einn af þessum síð- ustu sem vilt ekki viðurkenna að hlutirnir verði betri með þessari breytingu,“ segir Egill. Enn þá hugmyndir Eftir langar og miklar pæling- ar um það hvers vegna maðurinn borðar enn þá dýr, umhverfismál og hugleiðingar grípur Guðni inn í: „Við viljum samt bara búa út í sveit,“ segir hann og hlær. „All- ar þessar pælingar um hvernig gistiheimili við viljum reka koma úr þeirri grunnhugmynd. Núm- er eitt, tvö og þrjú viljum við bara búa út í sveit í ró og næði,“ bæt- ir hann við. „Við erum í raun enn þá á hugmyndastig. Við erum með alls konar hugmyndir; við værum alveg til í að opna stúdíó hérna. En við ætlum ekkert að ráðast í neitt slíkt strax. Við höfum far- ið í marga hringi með þessa hug- mynd en fyrst og fremst ætlum við að byrja að byggja þetta gistiheim- ili og búa hérna út í sveit. Eins og Guðni segir við viljum bara búa út í sveit og njóta okkar“, segir Egill. Að endingu vilja þeir Guðni og Egill benda fólki á að fylgjast með þeim á netinu. Fólk getur bæði fundið Öxl á facebook.com/oxl365 og svo mun fljótlega opna vefsíð- an oxl.is. bþb „Við viljum bara búa úti í sveit og njóta okkar“ Rætt við Egill Örn og Guðna Þorberg um nýja ferðaþjónustu, hugleiðslu og veganisma. Hópurinn í heild sinni. T.v. Þrúður Arna Briem, Guðni Þorberg Svavarsson, Kolka Ásgeirsdóttir, Egill Örn Bjarnason, Ásgeir Jóel Jacobsson og Blær Örn Ásgeirsson. Það er meiri ró og friður yfir Öxl núna en þegar Axlar-Björn átti jörðina á 16. öld. Hundarnir að leik í vor.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.