Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 13.07.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 201622 Bæjarhátíðin Heim í Búðardal var haldin um síðust helgi, dagana 8.-10. júlí. Hátíðin er ætluð fólki á öllum aldri og lögðu skipuleggjendur áherslu á að eitthvað væri í boði fyr- ir alla fjölskylduna. Meðal annars spreyttu gestir sig í fjöl- skylduratleik, hlýddu á ljúfa tóna, fylgdust með töfrabrögð- um, skoðuðu listaverk og þáðu kjötsúpu í boði íbúanna. Þá bauðst gestum að fylgjast með kraftajötnum sem kepptu í Vestfjarðavíkingnum spreyta sig við aflraunir. Blásið var til dansleiks að kvöldi laugardags og hátíðinni lauk svo með tónleikum á Silfurtúni að sunnudeginum. Meðfylgjandi myndir frá hátíðinni tala sínu máli. kgk/Ljósm. sm. Heim í Búðardal í máli og myndum Kjötsúpustemning í Bakkahvamminum. Myndlistarsýning Dagrúnar Matthíasdóttur/samsýning systra. Froðurennibraut slökkviliðsins. Þótt kalt væri úti létu þessar ekkert stöðva sig og létu vaða í froðurennibraut slökkviliðsins. Vestfjarðavíkingurinn lauk keppni í Búðardal sem hefur fengið nafnbótina „Hliðið að Vestfjörðum.“ Svona litu menn út eftir að hafa rennt sér niður froðurenniraut Slökkviliðsins. Ástvaldur og Nonni í kjötsúpugleðinni. Nikkólína spilaði undir morgunverðinum sem Dalabyggð bauð upp á á laugardagsmorguninn. Kassabílarallý KM þjónustunnar. Ljósmyndasýning Steinunnar Matthíasdóttur/samsýning systra. Þær Didda og Sigga klæddu sig upp fyrir kjötsúpugleðina. Gestir og gangandi þáðu kjötsúpu víða um bæinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.