Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2016, Síða 25

Skessuhorn - 13.07.2016, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 25 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á net- fangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilis- fang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athug- ið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 59 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Táknmál.“ Vinning- shafi er: Jón Gunnlaugur Halldórsson, Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit, 301 Akranes. Máls- háttur Nögl Skraut 9 Sérhlj. Snatt Ötul Iða Bál- reiður Laust Ull Skel Klípa Korn Hvína Óhóf Pípa Grugg Tæja Ákveð- inn Eyrar Kraftur Spjall Fæða Næði Bakki Leynd Tangi Askja Ábend- ing Mas Himinn Voði 1 Heilt 1001 Rölt Ey'ðir Dans Flík Ójafna Brellur 6 Fæðir Skamm- ir 7 Vild Alltaf Óreiða Tvenna Snagi Ær Álítur Frá 10 Sérhlj. Flanar Af- gangur Leðja Sk.st. Bardagi Óhljóð Líka Kaka 5 2 Veltust Enda- sneið Óp Útlim Málmur Tvíhlj. 1050 Tromma Atóm Fiska Fjölda Lúrir Trjóna Áferð 4 Rölta Gleðst 9 Öf tvíhlj. Tónn Skoða Hnappa Viðmót Efni Tenging Skip- herra Kvað Drykkur Hindrar Lag Sífellt Skelin Faðmur 2 X Tvíhlj. Hæg- fara Bið 8 Nafn- laus Suddi Blástur Veisla Smálest Rölt Kvaka Viðbót Aumar Fann leið 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Sumarlesari vikunnar Gestur í sumarlestri vikunnar á Bókasafni Akraness heitir Berg- þóra Edda. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti Bergþóra Edda Grétarsdóttir og ég er 10 ára. Í hvaða skóla ertu? Grunda- skóla. Hvaða bók varstu að lesa? Mömmu Klikk eftir Gunn- ar Helgason og tvær Hrúturinn Hreinn bækur. Hvernig var hún/þær? Mamma Klikk er mjög fyndin og skemmti- leg. Hrúturinn Hreinn bækurnar voru skrýtnar og skemmtilegar. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Ég vil lesa langar ævintýrasögur. Hvar er best að vera þegar maður er að lesa? Uppi í rúmi. Áttu þér uppáhalds bók? Mamma Klikk og Amma óþekka og tröllin í fjöllunum. Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú verður stór? Ég vil verða dýrahirðir og hjálpa dýrum. Og líka flugfreyja, því pabbi minn er flugstjóri. Í Hjálmakletti í Borgarnesi var sýnd um síðustu helgi listsýningin Sumar- list 2016 sem er tilraunaverkefni sem unnið er í sjálfboðavinnu af Flux- us Design Tribe og Creatrix í sam- vinnu við Borgarbyggð. Hugmyndin af verkefninu byggir á einkunnarorð- um Creatrix; sköpun, vitund og sam- vinna, ásamt því að hugmynd Flux- us Design Tribe er höfð að leiðarljósi en hún er að sá sem ferðast getur haft áhrif á umhverfið sitt og það samfélag sem hann er innan hverju sinni. Aug- lýst var eftir fólki sem vildi taka þátt í verkefninu og sýna verk sín. Það voru bæði börn og fullorðnir sem sýndu áhuga á að taka þátt í verkefninu svo aldursbil á sýningunni er breitt. Verk- ið er hugsað sem samfélagsverkefni sem ætlað er að efla skapandi sam- starf og vitund um mikilvægi sköpun- ar og frumkvæðis í daglegu lífi. Mark- mið verkefnisins er einnig að sýna að samvinna eflir og getur ýtt undir ný- sköpun og árangur á mörgum svið- um samfélagsins. Sýningin er hugs- uð sem sjálfsprottin sýning og hefur þann blæ á sér. Þátttakendur völdu sjálfir verkin án skilyrða og settu þau upp með þeim hætti sem þeir sjálfir kusu í rýminu án þess að negla í veggi eða breyta lýsingu. Verkin á sýning- unni eru fjölbreytt eins og listamenn- irnir sem eru á öllum aldri. Um næstkomandi helgi verður síðasta tækifærið til þess að sjá sýn- inguna en einnig verður listmarkað- ur þar sem fólki gefst tækifæri til að kaupa listmuni beint frá listamönn- um. Opið verður bæði laugardaginn og sunnudaginn 16. og 17. júlí á milli klukkan 10 og 14 í Hjálmakletti. bþb Sumarlist 2016 sýnir í Hjálmakletti Hluti af sýningunni sem er í Hjálmakletti. Síðasta sýning verður um helgina. Næsti viðburður í tónleikaröðinni „Tónlistarsumar í Hvalfirði 2016“ verður sunnudaginn 24. júli kl. 14:00 á Bjarteyjarsandi. Á tónleik- um sem heita „Dægurlagablanda á Bjarteyjarsandi“ mun koma fram söngkonan Alma Rut ásamt píanó- leikara. Alma Rut hefur sungið með mörgum af þekktustu tónlist- armönnum landsins síðastliðin ár. Hún hefur sungið inn á fjölmarg- ar plötur, á fjölmörgum tónleikum, dansleikjum, sungið við brúðkaup, á jólahlaðborðum, árshátíðum, í sjónvarpsþáttum og sungið og leik- ið í teiknimyndum og söngleikjum. Henni finnst gaman að syngja mis- munandi söngstíla og má þar nefna rokk, popp, kántrý, blús, jazz o.fl. Alma Rut er meðlimur í þremur hljómsveitum; Todmobile, Vest- anáttinni og Alaska. Þá hefur hún komið fram á óteljandi stórum tón- leikum, bæði í röddum og sem ein- söngvari. Hún hefur sungið með Bó & Bubba, Sálinni hans Jóns míns, Siggu Beinteins, Í svörtum fötum, Vinum vors & blóma, Stuð- kompaníinu, Spútnik, hljómsveit- inni VON og Sinfóníuhljómsveit Íslands. -fréttatilkynning Alma Rut mun koma fram á tónleikum á Bjarteyjarsandi Laugardaginn 16. júlí milli klukk- an 12 og 17 verður heitt í kolunum í Leir7 í Stykkishólmi. Þá munu val- inkunnir keramikerar og eldsmiðir, héðan og þaðan, kynda ofna og smiðj- ur og brenna og smíða gripi úr leir og járni. Bæði leirinn og járnið þurfa nauðsynlega tengingu við eld og hita til að hægt sé að smíða úr þeim gripi og hafa þær aðferðir sem hér eru not- aðar fylgt manninum í aldir. Gaman er að fylgjast með og upplifa hvernig hið mikla afl breytir efni og áferð. Gripirnir sem smíðaðir verða og brenndir verða til sölu á mark- aðsborðinu. Einfaldir og eiguleg- ir hlutir á einföldu verði. Samskonar brennsluhátíð hefur farið fram áður í Leir 7 við Aðalgötu 20. Þar eru ágæt- ar aðstæður til að fylgjast með þvi hvernig gripirnir taka á sig form og liti i eldinum. Allir eru velkomnir og veðurspáin er góð. -fréttatilkynning Rakubrennsla og eldsmíði við Leir7 Á morgun, fimmtudaginn 14. júlí fara fram tónleikar í Stykkishólms- kirkju og hefjast þeir klukkan 20:00. Þar verður leikið á Klaisorgelið og saxafóna og eru það þær Lára Bryn- dís Eggertsdóttir og Dorthe Højland sem koma fram. Lára Bryndís Eggertsdóttir var 14 ára gömul þegar tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleik- araprófi frá Tónskóla þjóðkirkj- unnar vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Frá 2008 hef- ur Lára Bryndís verið búsett í Hor- sens í Danmörku og stundaði fram- haldsnám við Tónlistarskólann í Ár- ósum hjá Ulrik Spang-Hanssen. Nú um stundir gegnir hún stöðu organ- ista við Sønderbro kirkju í Horsens og er aðalsemballeikari barrokksveit- arinnar BaroqueAros í Árósum. Dorthe Højland er danskur alt- og sópransaxófónleikari. Hún nam saxófónleik við Tónlistarháskólann í Álaborg og saxófónleik og tónsmíðar hjá Jane Ira Bloom í New York. Hún leikur með saxófónkvartettinum Sax Talk og spilar reglulega í kirkjum, meðal annars með Láru Bryndísi Eggertsdóttur. Lára Bryndís er afar leyndardóms- full þegar kemur að verkunum sem þær Dorthe munu leika á tónleik- unum og segir að þau verði að fá að koma á óvart. bþb Tónleikar í Stykkishólms- kirkju á morgun Lára Bryndís Eggertsdóttir til vinstri og Dorthe Højland til hægri en þær munu koma fram á tónleikunum á morgun.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.