Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Síða 4

Skessuhorn - 31.08.2016, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Sauðfjárbændur þurfa nýjar lausnir Að öllu óbreyttu eru líkur á að sauðfjárrækt dragist saman. Ástæðan er ein- föld: Bændum er boðið lægra verð fyrir afurðirnar, en kostar að búa þær til. Við þær aðstæður er sjálfhætt búskap rétt eins og öðrum atvinnugreinum sem stundaðar eru með tapi. Á sviði úrvinnslu og sölu lambakjöts ríkir fá- keppni. Aðstæður sem íslenskir ráðamenn hafa verið meðvitaðir um að upp gætu komið og hafa jafnvel stuðlað að með lagasetningar- og reglugerðarf- argani sem kennt er við Evrópusambandið. Í fyrsta lagi eru uppi aðstæður fákeppni þegar sláturleyfishafar eru vel innan við tuginn og sláturfé er ekið í fjarlæga landshluta til förgunar. Ekki tekur svo betra við þegar kjötið er loks komið í verslanir. Þar eru blokkir sem halda sláturleyfishöfum í þum- alskrúfu sem ber öll einkenni fákeppnismarkaðar. Í samantekt sem Landssamband sauðfjárbænda hefur gert kemur fram að bændur fá jafnvel innan við þriðjung útsöluverðs lambakjöts í sinn hlut. Milliliðir og verslun skipta 2/3 á milli sín. Það gefur því auga leið að hér er afskaplega ójafnt gefið. Ef þessu verður ekki breytt mun sjálfhætt sauð- fjárrækt. Ekki bætir úr skák að vandamálið er að hluta til heimatilbúið af hálfu hluta bænda. Þeir eiga jú beint og óbeint flest sláturhúsin sem kaupa af þeim kjötið og eru því sjálfir að skammta sér þau lúsarlaun sem þeir kvarta nú sáran yfir. Hverjir eiga t.d. Norðlenska, Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturfélag Suðurlands? Jú, það eru bændur í þeim héruðum sem þessi sláturhús eru rekin í. Miðað við þetta hafa þeir enn vopnin í sínum hönd- um, en skortir upp á kjark og vilja til að beita þeim. Ef t.d. félagsmenn á svæðum Norðlenska, KS og SS ná ekki viðunandi samningum við kaup- menn á fákeppnismarkaði, þá er einungis tvennt í stöðunni: Í fyrsta lagi eiga menn völ um að hætta sauðfjárbúskap, en það hugnast fæstum og kall- ast uppgjöf. Hins vegar eiga þeir kost á að hætta að selja kjöt þeim versl- unum sem ekki eru tilbúnar til að greiða það verð sem þarf til að allir fái laun í eðlilegu hlutfalli við þá vinnu sem þeir leggja í virðiskeðjuna; bónd- inn, úrvinnsluaðilinn og kaupmaðurinn. Ef íslenskir stórmarkaðir vilja ekki bjóða lambakjöt á því verði sem það þarf að kosta, verða bændur einfald- lega að koma sér upp nýju fyrirkomulagi við slátrun, geymslu og dreifingu á þessari vöru sinni. Þeir þurfa nefnilega ekki að óttast að Íslendingar, veit- ingamenn eða aðrir sem kaupa íslenskt lambakjöt, vilji hætta að hafa þessa vöru á matseðlinum. Við erum einfaldlega alin upp við að éta lambakjöt og kunnum að hantera það svo vel að jafnvel gestum frá fjarlægum heimsálf- um líkar það vel. Mér er fullkunnugt um kjör bænda og hvað þeir fá fyrir framleiðslu á ís- lensku gæða lambakjöti. Þeir eru ekki ofsælir af peningalegu hlutskipti sínu, en starfið getur að öðru leyti verið skemmtilegt og gefandi. Við Íslendingar eigum að hafa stolt til að kaupa lambakjöt enda hefur komið fram í könnun- um að flestir landsmenn líta á það sem þjóðarrétt okkar. Ég fyrir mína parta er allavega tilbúinn til að greiða hærra verð fyrir þessa úrvals vöru. Ekki bara vegna þess að kjötið er heilnæmt og gott, heldur vil ég að sauðfjár- bændur verði áfram þeir landverðir sem þeir eru og hafa verið til alda. Ég er hins vegar alveg tilbúinn til að nálgast kjötið á öðrum stöðum en í stór- mörkuðum þar sem forstjórarnir hafa hátt í tíu milljónir í mánaðartekjur, svipað og sauðfjárbú hefur í árstekjur! Ég er líka tilbúinn til að kaupa kjöt- ið beint frá bónda, ekki síst ef bóndinn beitir sér fyrir því að slátrað verði í litlum sláturhúsum sem staðsett verða sem víðast í nágrenni við hin blóm- legu landbúnaðarhéruð okkar. Erum við kannski þarna að nálgast lausnina? Jú, ég held það. Bændur eiga einfaldlega að neita að samþykkja viðskipta- hindranir sem koma í veg fyrir að hægt sé að koma að nýju upp litlum og vel rekstrarhæfum sláturhúsum og kjötvinnslum sem allra víðast. Allavega er ég sannfærður um að þjóðin mun standa á bak við bændur í þeirri við- leitni að koma hagsmunamálum þeirra í betri farveg en þau eru í dag. Magnús Magnússon. Leiðari Í sumar voru gerðar breytingar á mötuneyti Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Ný afgreiðslu- lína var sett í matsalinn og glæsi- legur salatbar tekinn í notkun. Að sögn Hugrúnar Vilhjálmsdóttur, umsjónarmanns mötuneytisins, var kominn tími á að skipt yrði um af- greiðslulínu enda var sú gamla orð- in yfir þrjátíu ára gömul og farin að bila. „Við ákváðum að fara yfir í þetta og prófa salatbarinn með. Það eru allir mjög ánægðir með þetta. Grænmetið er ferskara svona. Þetta var áður á borði en núna er græn- metið í réttu hitastigi,“ segir Hug- rún. Boðið er upp á heitan mat alla virka daga í skólanum og segir Hugrún að reynt sé að elda allt frá grunni. Oftar en ekki er margréttað á föstudögum og reynt er að nýta allan mat. Að sögn Hugrúnar eru á bilinu 110 til 150 manns í mat í skól- anum á hverjum degi. „Það eru þó nokkuð margir skráðir í mat hérna og það hefur verið að aukast.“ Ekki er einungis eldaður matur fyrir starfsfólk og nemendur í há- deginu því boðið er upp á hafra- graut alla morgna nema á föstudög- um. „Það er frítt fyrir þá sem eru á afreksíþróttabraut en aðrir geta keypt sér graut. Við gerum líka bo- ost á morgnanna og það eru marg- ir sem koma og fá sér svoleiðis, sér- staklega í frímínútunum. Svo fáum við ýmislegt frá bakaríinu, langlok- ur og fleira.“ Boðið er upp á hollan mat í skólanum enda er hann þátt- takandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. grþ Breytingar á mötuneyti FVA Margir nemendur FVA nýta sér þá þjónustu sem mötuneyti skólans býður upp á. Mikil ánægja er með nýja salatbarinn. Ljósm. FVA. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra- nesi (FVA) og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (HVE) hafa gert með sér samkomulag um fyr- irkomulag heilbrigðisþjónustu sem veitt verður nemendum fjölbrauta- skólans skólaárið 2016 - 2017. Íris Björg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur á heilsugæslustöð HVE á Akra- nesi, mun sinna starfi skólahjúkr- unarfræðings. „Verkefni skólahjúkr- unar eru m.a. að aðstoða nemend- ur vegna veikinda á skólatíma, veita ráðgjöf, bjóða upp á viðtalstíma fyrir nemendur vegna hvers kyns heilsu- farsvanda, vera tengill milli skólans og nemenda með heilsufarsvanda og eftir atvikum forráðamanna þeirra og aðstoða nemendur og vera þeim til ráðgjafar varðandi það að leita frekari aðstoðar innan heilbrigðis- kerfisins,“ segir Ágústa Elín Ing- þórsdóttir skólameistari FVA. mm Samið um skólahjúkrunarfræðing í FVA Frá undirritun samkomulagsins. F.v. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, Íris Björg Jóns- dóttir, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, Ragnheiður Björnsdóttir og Guðjón Brjánsson. Ýmsir sem aka lyftara eru gjarn- ir á að hlaða körum framan á lyft- ara sína, eins og sést á meðfylgj- andi mynd sem tekin var í Rifi, og aka síðan áfram. Þá er útsýni fram á við ekkert, eða í það minnsta mjög skert. Við slíkar aðstæður á að bakka lyftaranum, ekki síst ef þvera þarf umferðargötur. Nýverið var lyftara ekið á jeppling á aðalgötu við hafnaskúrinn í Ólafsvík. Jepp- lingurinn eyðilagðist, en ökumann sakaði ekki. af Aðgát skal höfð við akstur lyftara Fyrr í mánuðinum lauk prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Þórður G. Pétursson varð í efsta sæti prófkjörsins og mun því leiða flokkinn í kjördæminu í næstu al- þingiskosningum. Ekki voru allir á eitt sáttir um úrslit prófkjörsins og krafðist kafteinn Pírata á Vest- fjörðum, Halldóra Sigrún Ásgeirs- dóttir, þess að listi flokksins skyldi felldur úr gildi þar sem hún sakaði Þórð um að hafa smalað fólki sam- an til að kjósa sig. Skömmu síðar dró Halldóra framboð sitt til baka þar sem hún sagðist ekki geta stutt listann í kjördæminu. Framkvæmdastjóri og kosninga- stjóri Pírata lögðu fram kæru til úr- skurðarnefndar þar sem óskað var eftir því að skorið yrði úr um hvort Þórður hafi smalað fólki til að kjósa sig. Úrskurðarnefndin tók mál- ið fyrir og er niðurstaða hennar að Þórður hafi smalað fólki til þess að kjósa sig. Hann braut þó ekki gegn prófkjörsreglum kjördæmaráðs Norðvesturkjördæmis því smölun- in átti sér stað áður en reglur um bann við smölun tóku gildi. Þórð- ur heldur þar með efsta sæti á list- anum. Þórður viðurkennir í Facebook- færslu sem hann skrifaði að hann hafi smalað 25-35 manns til þess að kjósa sig, bæði fjölskyldu og vinum. Þórður ætlar að halda efsta sætinu og tekur fram að hann hafi verið lýðræðislega kjörinn. bþb Þórður G. Pétursson braut ekki reglur flokksins

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.