Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 201614
Nýverið var tekið í notkun nýtt
nautaeldisfjós í Hvítanesi í Hval-
fjarðarsveit. Af því tilefni var opið
hús síðastliðinn laugardag, þegar
hátíðin Hvalfjarðardagar stóð sem
hæst. Skessuhorn ræddi við Jón Þór
Marinósson, bónda í Hvítanesi, um
byggingu fjóssins og fleira. Hann var
að vonum ánægður og sagði að fram-
kvæmdir hefðu gengið afskaplega
vel. „Þetta gekk eiginlega bara lyg-
inni líkast. Fyrsta skóflustungan var
tekin 18. desember í fyrra. Skömmu
síðar voru menn frá Smellinn mætt-
ir að steypa og voru að mestu búnir
eftir áramót. Reyndar tafðist verkið
aðeins vegna frosts í jörðu. Við ætl-
uðum að vera búin að steypa plöt-
una í febrúar en það var ekki hægt
fyrr en í mars vegna frosts,“ seg-
ir Jón Þór. „En engu að síður gekk
þetta vel. Menn frá Landstólpa voru
mættir fyrstu vikuna í apríl og hús-
ið var risið kringum 20. apríl,“ bæt-
ir hann við.
En bygging nýja eldisfjóssins í
Hvítanesi á sér forsögu. Eins og
Skessuhorn greindi frá á síðasta ári
þá eyðilagðist gamla fjósið og sam-
byggð hlaða í Hvítanesi í óveðri í
mars 2015. Þakið fauk af húsunum
svo aðeins steypuveggirnir stóðu eft-
ir. Mikil mildi var að enginn slasað-
ist þegar óveðrið gekk yfir því feðg-
arnir í Hvítanesi voru á leið til gegn-
inga þegar mikil vindhviða reið yfir
og eyðilagði húsin. „Eftir að það
fauk hjá okkur þá var annað hvort
að byggja eða hætta. Ég og foreldrar
mínir, Marinó Tryggvason og Mar-
grét Magnúsdóttir, vorum ekki til-
búin að gefast upp og ákváðum að
byggja nýtt fjós,“ Jón Þór. „Ég hafði
vissulega velt fjósbyggingu fyrir mér
áður en ekkert gert í því og var ekk-
ert byrjaður að vinna í að fjármagna
slíkt. En tryggingaféð sem við feng-
um fyrir gamla fjósið veitti okk-
ur hins vegar ákveðið svigrúm til að
byggja nýtt,“ bætir hann við.
144 gripir á húsi
Nýja fjósið í Hvítanesi er 564 fer-
metrar að flatarmáli, byggt úr for-
steyptum einingum frá Smellinn en
stálgrindin, innréttingar og fleira
kemur frá Landstólpa. Pláss er fyr-
ir 144 gripi og hugmyndin er að
sex nautum verði slátrað úr fjósinu
í hverjum mánuði, samtals 72 á ári.
Fyrstu gripirnir voru reknir á hús 7.
ágúst síðastliðinn og rúmri viku síð-
ar voru ellefu naut send til slátrun-
ar. Framleiðslan fer þannig fram að
kálfar sem keyptir eru ungir að aldri
eru hafðir á góðu fóðri þar til þeir
eru orðnir fullvaxta, 18 til 20 mán-
aða gamlir. Þá er þeim slátrað og
af hverju nauti fást um 200 kíló af
hreinu kjöti. „Við erum líka með
holdanautakvígur, Galloway blend-
inga, sem við látum bera í fjósinu.
Stefnan er að reyna að fjölga þeim
hægt og rólega í framtíðinni,“ seg-
ir Jón Þór.
Fallþungi aukist mikið
Aðspurður kveðst hann alltaf hafa
heillast meira af kjötframleiðslu en
mjólkurframleiðslu. „Mamma og
pabbi voru alltaf með smá kjötfram-
leiðslu með, eins og algengt er hér
á landi, að bændur slátri nokkrum
nautum á ári sem aukabúgrein,“ seg-
ir hann. „Þar að auki er maður ekki
alveg jafn bundinn af búskapnum,
en svo er það auðvitað þannig að það
er alls ekkert auðvelt að komast af
stað í mjólkurframleiðslu. Það þarf
að kaupa kvóta, mjaltatæki og fleira
slíkt,“ bætir hann við en útilokar
ekki að fara að framleiða mjólk ein-
hvern tímann síðar. Hins vegar ætl-
ar hann að einbeita sér að kjötinu að
minnsta kosti fyrst um sinn. „Ég held
að við getum náð miklu betri árangri
í nautakjötsframleiðslu en við höfum
gert hingað til. Það er hægt með því
að ala nautin á topp fóðri til að ná því
besta út úr þeim,“ segir Jón Þór og
telur að kjöt- og mjólkurframleiðsla
á Íslandi eigi eftir að aðgreinast enn
frekar í framtíðinni, eins og þekkist
í öðrum löndum. „Þetta hefur allt-
af verið mjög blandað hér á landi.
Bændur hafa verið með mjólkurbú
en framleitt smávegis kjöt með en
ég held að þetta sé að breytast og
við munum sjá meiri aðgreiningu í
framtíðinni og enn betra nautakjöt,
því nautin fá þá alltaf topp fóður,“
segir hann og telur eitt merki þess
hve mikið fallþungi íslenskra naut-
gripa hefur aukist undanfarinn ára-
tug. „Við miðum við að skrokkur-
inn sé ekki undir 250 kílóum hjá 18
mánaða nautum. Það er miklu meiri
fallþungi en fyrir tíu árum og tala nú
ekki um fyrir 20 árum síðan, en það
er vel hægt að þyngja nautin aðeins
meira,“ segir hann. Til þess þarf hins
vegar að bæta stofninn. „Íslenska
kynið er frekar geðstirt og það fer
heldur mikið af orku nautanna í að
berjast,“ segir hann og hlær. „Stofn-
inn er bara það lítill að við höfum í
gegnum tíðina ekki getað leyft okk-
ur að rækta skapgerð. En það verð-
ur vonandi hægt í framtíðinni,“ segir
hann og kveðst ánægður með áform
um einangrunarstöð að Stóru-Ár-
mótum á Suðurlandi. „Það hefur lítil
framþróun orðið í holdakyninu á Ís-
landi og þarf að fara að huga að því
að bæta íslenska stofninn og þessa
Galloway blendinga sem hér eru.“
Hyggst selja
beint frá býli
Jón Þór segir mikla eftirspurn vera
eftir nautakjöti og telur það ekki síst
vera vegna þess mikla fjölda ferða-
manna sem leggur leið sína til lands-
ins á ári hverju. „Það komu meira að
segja nokkrir í fjósið á laugardag-
inn. Sáu að það var eitthvað í gangi,
ákváðu að líta við og keyptu kjöt af
okkur,“ segir Jón Þór. Hann kveðst
ætla að selja nautakjöt í Hvítanesi í
framtíðinni. „Vinnan við eldið sjálft
er ekkert ofboðsleg. Þetta snýst
fyrst og fremst um að gefa og halda
snyrtilegu í kringum dýrin. En ég
vil gefa oft á dag, ég er sannfærð-
ur um að þannig náist bestur árang-
ur. En það er samt minni vinna en
við mjaltir tvisvar á dag og því mætti
leggja vinnu í að selja kjötið beint frá
býli. Þá sleppir maður milliliðunum
og fær meira fyrir kjötið,“ segir Jón
Þór og áætlar að hann fái um það bil
hundrað þúsund krónum meira fyr-
ir hvern skrokk ef hann selur hann
sjálfur. „Auk þess er betra að fara oft
í fjósið og vera í kringum dýrin. Þá
læra þau að þekkja mann og eru ró-
legri. Þá eru dýrin ekki stressuð því
það skiptir öllu máli að þeim líði vel
á meðan þau eru hérna. Það hef-
ur líka áhrif á gæði kjötsins. Það eru
hagsmunir bænda að dýrunum líði
vel því ef þau eru stressuð og líður
illa þá bitnar það á afurðunum sem
þeir eru að framleiða,“ segir hann.
Vill að allir sitji
við sama borð
Mikil eftirspurn eftir nautakjöti hef-
ur leitt til mikils innflutnings á síð-
ustu árum. Jón Þór segir erfitt fyr-
ir íslenska nautakjötsframleiðendur
að keppa við innflutt kjöt. „Ástæðan
er sú að við búum við mjög strangt
dýravelferðarkerfi, sem er mjög já-
kvætt. Hins vegar er verið að flytja
inn kjöt frá löndum eins og Spáni og
Þýskalandi þar sem eru ekki sömu
kröfur um dýravelferð. Til dæmis
má vera þrengra um nautin þar en
hér og framleiðslan er keyrð áfram á
fúkkalyfjagjöf á meðan hér eru eng-
in fúkkalyf notuð,“ segir hann. „Það
er ekkert að því að flytja inn kjöt. Ég
vil bara að allir sitji við sama borð.
Það er óréttlátt að menn geti flutt
inn kjöt sem lýtur ekki sömu kröfum
og það sem er framleitt hér heima,“
segir Jón Þór.
Aðspurður kveðst hann líta björt-
um augum til framtíðar. Hann muni
stunda búskap í Hvítanesi með að-
stoð foreldra sinna, auk þess sem
kærasta hans, Þorbjörg Eva Ellings-
en, ætlar að búa með honum við bú-
skapinn í Hvítanesi. Hún deilir dýra-
áhuganum að vissu leyti með Jóni
Þór því hún hyggur á nám í dýra-
lækningum. „Það er ekki sjálfgef-
ið að fólk vilji flytja út í sveit og það
er æðislegt að eiga kærustu sem hef-
ur sjálf svona mikinn áhuga á dýr-
um, deilir áhuga fyrir búskapnum
og sýnir honum mikinn skilning. Því
vinnutíminn getur verið ansi teygj-
anlegur, sérstaklega á sumrin,“ seg-
ir Jón Þór að lokum.
kgk
„Held að við getum náð miklu
betri árangri í nautakjötsframleiðslu“
- rætt við Jón Þór Marinósson um nýtt fjós í Hvítanesi og sitthvað fleira
Jón Þór Marinósson, bóndi í Hvítanesi.
Nýja nautaeldisfjósið í Hvítanesi er 564 fermetrar að stærð og getur hýst 144
gripi. Jón Þór segir að stefnan sé að sex gripum verði slátrað úr fjósinu á mánuði.
Opið fjós í Hvítanesi var hluti af dagskrá Hvalfjarðardaga um síðustu helgi.
Gestum og gangandi var boðið að koma og skoða nýja fjósið. Dýrin virtust ekkert
kippa sér upp við heimsóknirnar og voru hin rólegustu.
Ábúendur í Hvítanesi í nýja fjósinu; Margrét, Jón Þór og Marinó.