Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Page 15

Skessuhorn - 31.08.2016, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 15 GUÐJÓN S. BRJÁNSSON TEKUR ÞÁTT Í PRÓFKJÖRI JAFNAÐARMANNA Opinn kynningarfundur í Tónbergi, Akranesi, mmtudaginn 1. september kl. 20:00 Guðjón fer yr helstu áhersluatriði sín, ræðir við fundargesti og svarar fyrirspurnum Tónlist, glaðværð og kafveitingar Allir velkomnir Stuðningsmenn SK ES SU H O R N 2 01 6 Á fundi sveitarstjórnar Reykhóla- hrepps fimmtudaginn 25. ágúst var lögð fram matsskýrsla um ástand húsnæðis Reykhólaskóla. VSÓ ráð- gjöf vann skýrsluna fyrir sveitarfé- lagið á liðnu sumri. Þar er greint frá ástandi húsnæðis Reykhólaskóla að innan og utan auk þess sem mat- inu fylgir framkvæmdaáætlun til fjögurra ára. Segir í fundargerð að ljóst þyki að byggingin þarfn- ist mikilla steypu- og þakviðgerða. Í skýrslunni er gert ráð fyrir við- gerðum að upphæð 80-100 millj- ónir króna, eftir því hvort um er að ræða steypuviðgerðir eða hvort skólinn verði klæddur að utan. Skiptist upphæðin niður á fjögur ár. Matsskýrslunni var vísað til um- fjöllunar í mennta- og menningar- málanefnd og til gerðar fjárhags- áætlunar. Þá var sveitarstjóra falið að koma skýrslunni til kynningar í innanríkisráðuneyti og hjá Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga vegna umræðu um þátttöku sjóðsins í viðhaldi hús- eigna sem fluttust til sveitarfélaga frá ríkinu við tilfærslu grunnskóla landsins á sínum tíma. kgk Skólahúsið á Reykhólum þarfnast viðhalds Hjónabandssæla hefur löngum verið vinsæl á veisluborðum Ís- lendinga. Kakan þykir sérlega góð með kaffi eða kaldri mjólk og hent- ar vel í nestisboxið. Hún er einföld og ekki spillir að oftar en ekki á fólk töluvert af aðalhráefninu inni í skáp, allavega þeir sem eru dug- legir að sulta rabarbara. En þó að rabarbarasultan standi ávallt fyr- ir sínu og sé fyrir mörgum ómiss- andi hluti af hjónabandssælunni, þá er vel hægt að baka kökuna með annarri tegund sultu. Blá- berjasultan hentar einstaklega vel í þennan bakstur og hvetjum við sem flesta til að prófa, enda nóg til af bláberjum í landshlutanum um þessar mundir. Berjasprettan með eindæmum góð og auðvelt ætti að vera að ná í fötur fullar af berjum til að sulta og njóta. Bláberja hjónabandssæla 200 gr smjör við stofuhita 170 gr haframjöl 170 gr hveiti 100 gr fínn strásykur 1 tsk. matarsódi bláberjasulta Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Setjið smjör, haframjöl, hveiti, sykur og matar- sóda í stóra skál og blandið saman með höndunum. Það má einnig nota hrærivél og hræra rólega. Takið 2/3 af deiginu og þrýstið því ofan í smurt form. Breiðið vel úr bláberjasultu yfir deigið og stráið svo restinni af deig- inu yfir sultuna. Bakið í 30 mínútur í miðjum ofni. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís. Hjónabandssæla með bláberjasultu Freisting vikunnar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.