Skessuhorn - 31.08.2016, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 19
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjördæmi verður
laugardaginn 3. september 2016 kl. 11:00 til 19:00
Kjörstaðir verða þessir:
Akranes: Smiðjuvellir 32
Borgarnes: Menntaskóli Borgarfjarðar
Hvanneyri: Skemman
Ólafsvík: Ennisbraut 1
Grundarfjörður: Grundargata 24
Stykkishólmur: Hafnargata 9
Patreksfjörður: Safnaðarheimilið
Ísafjörður: Aðalstræti 20
Búðardalur: Vesturbraut 12
Hólmavík: Kópnesbraut 7
Hvammstangi: Félagsheimilið
Blönduós: Húnabraut 13
Skagaströnd: Bjarmanes kaffihús
Sauðárkrókur: Kaupvangstorg 1
Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Umsóknarfrestur á haustönn 2016 er til 15. október n.k.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt
um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er
fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu.
Dvalarstyrkur
(fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili
og fjölskyldu sinni vegna náms).
Styrkur vegna skólaaksturs
(fyrir þá sem sækja nám frá
lögheimili og fjarri skóla).
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér
reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is).
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
6
Jöfnunarstyrkur til náms
Ljósmyndun hefur þróast og tekið
stakkaskiptum í tímans rás. Til gam-
ans birtum við hér tvær myndir sem
teknar voru á svipuðum stað með
146 ára millibili, eða mesta mögu-
lega tímamun. Myndefnið í báðum
tilfellum er náttúruundrið Árhver
sem kemur upp í miðri Reykjadalsá
í Borgarfirði. Hverinn hefur ým-
ist verið nefndur Vellir eða Vellines-
hver, eftir því hvar flett er upp í sagn-
fræðilegum heimildum. Engu að síð-
ur er þetta eini hverinn sem vitað er
um að komi upp í miðri á. Hægt er
að láta hverinn gjósa og hafa ýms-
ir reynt það í áranna rás með aðstoð
sápu. Gömlu myndina tók Sigfús Ey-
mundsson árið 1870, en þá var ljós-
myndarinn nýlega kominn heim úr
áralangri dvöl í Danmörku og Nor-
egi þar sem hann nam ljósmyndun.
Mynd þessi er merk fyrir þær sakir að
hún telst meðal þriggja elstu lands-
lagsljósmynda Sigfúsar og þar með
íslensks ljósmyndara.
Myndefni Sigfúsar er hver í
miðjum árfarvegi, bunga hefur
hlaðist umhverfis hverinn og gufu-
strók leggur upp af honum. Í for-
grunni stendur hestur með klifsöðli
sem hefur flutt varning ljósmyndar-
ans á vettvang. Hestinum er meðvit-
að stillt upp í forgrunni myndarinn-
ar, líklega sem stærðartákni. Á mynd
Sigfúsar sér þvert norður yfir dalinn
til hlíðar handan hans og þar má sjá
móta fyrir torfbæjarröð sem fellur að
landinu á bænum Sturlu-Reykjum.
Nýju myndina tók Guðlaugur
Óskarsson áhugaljósmyndari í Reyk-
holti 146 árum á eftir Sigfúsi. Mynd-
ina tók hann á einum mesta góðviðr-
isdegi sumarsins í síðustu viku. Rétt
við Árhverinn úti í miðri ánni stend-
ur ofan á hverahrúðrinu franskur
fræðimaður að nafni François-Xav-
ier Dillman. Sjónarhorn mynda-
tökumannsins er eilítið annað. Ljós-
myndarinn stendur nær sjálfum
hvernum, úti í ánni, og sjónarhorn-
inu beint ofar í dalinn. mm
Tvær ljósmyndir teknar á sama
stað með 146 ára millibili
Rallý Reykjavík, þriggja daga alþjóð-
leg keppni og jafnframt fjórða um-
ferð á Íslandsmótinu í rallý, fór fram
25. - 27. ágúst sl. Ekið var víðs veg-
ar um Suður- og Vesturland, m.a. um
Kaldadal og Tröllháls, Djúpavatn og
í nágrenni Heklu. Eknir voru alls yfir
þúsund kílómetrar og þar af rúmlega
300 km á sérleiðum. Tuttugu áhafn-
ir hófu keppni seinnipart fimmtu-
dags, spenningur var mikill og líklegt
að hart yrði barist um verðlaunasæt-
in enda margir fyrrverandi og núver-
andi Íslandsmeistarar meðal þátttak-
enda. Rallý snýst ekki eingöngu um
að aka hratt heldur er skynsemi og yf-
irvegun ásamt góðum undirbúningi
áhafna gríðarlega mikilvægur, m.a.
hvað varðar ástand keppnisbifreiða.
Strax á fimmtudag fór að bera á bil-
unum í sumum bifreiðum og fór svo
að einungis 15 áhafnir luku keppni á
laugardag. Daníel og Ásta Sigurðar-
börn á Subaru stóðu uppi sem sigur-
vegarar með tæplega 8 mín. forskot
á þá Sigurð Braga Guðmundsson og
Borgnesinginn Aðalstein Símonarson
á MMC Evo 7 sem óku öruggt í ann-
að sætið. Þeir Sigurður Bragi og Að-
alsteinn leiða nú Íslandsmótið með
gott forskot á Daníel og Ástu. Þar
sem aðeins ein umferð er eftir næg-
ir þeim fimmta sætið í síðustu keppn-
inni til að tryggja sér titilinn.
Mikil barátta var alla keppnina um
þriðja sætið en allt fram að næst síð-
ustu sérleið leit út fyrir að Eyjólf-
ur Melsteð og Heimir Snær Jóns-
son yrðu í þriðja sæti eftir gríðarlega
góðan akstur alla keppnina. Þeir urðu
hins vegar fyrir því óhappi að vélin gaf
sig í Cherokee jeppa þeirra þegar ein-
ungis um 25 sérleiðakílómetrar voru
eftir og féllu þeir þar með úr keppni.
Eftirleikurinn var því auðveldur hjá
Marian Sigurðsyni og Ísak Guðjón-
syni en þeir höfðu með góðum akstri
á laugardeginum saxað jafnt og þétt á
forskot þeirra Eyjólfs og Heimis.
Biluð vél þeirra Eyjólfs og Heim-
is hafði einnig gríðarleg áhrif á sæta-
röðun í jeppaflokki en þeir voru nær
öruggir með sigur í þeim flokki fyr-
ir síðustu sérleiðina. Guðmundur
Snorri Sigurðsson og Magnús Þórð-
arson stóðu hins vegar uppi sem sig-
urvegarar og tryggðu sér um leið Ís-
landsmeistaratitilinn. Í öðru sæti
urðu Vestlendingurinn Þorkell Sím-
onarson, Keli vert, og Þórarinn K.
Þórsson.
Akurnesingurinn Gunnar Freyr
Hafsteinsson er þaulreyndur rallöku-
maður sem þó hefur lítið keppt und-
anfarin ár. Hann mætti til leiks ásamt
bróðursyni sínum, Guðmundi Orri
Arnarsyni, en þeir óku á framdrifn-
um Ford Focus. Þrautseigja þeirra
ásamt góðu viðgerðarliði skilaði þeim
af harðfylgi í endamark á laugardag
en ýmislegt gaf sig í bifreið þeirra á
þessum þremur dögum. Verður það
að teljast góður árangur þar sem akst-
ursleiðir voru ekki alltaf heppilegar
fyrir svo smáa og afllitla bifreið eins
Focus í raun er.
gjg
Aðalsteini og Sigurði dugar
fimmta sæti í síðasta rallýi ársins
Gunnar og Guðmundur Orri óku á Ford Focus. Hér eru þeir við Djúpavatn. Þeir
frændur sýndu mikla þrautseigju í keppninni.
Mikið gekk á í keppninni en allt hafðist þetta þótt fimm áhafnir næðu ekki að
ljúka keppni. Aðalsteinn og Sigurður Bragi juku forskot sitt, Keli vert kláraði og
Akurnesingarnir líka þrátt fyrir mikil skakkaföll. Hér eru þeir Alli og Siggi við
Hvaleyrarvatn.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is