Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 201620 INNTAKA NÝRRA MEÐLIMA Í BJÖRGUNARFÉLAG AKRANESS Nýliðaþjálfun: Á hverju hausti geta áhugasamir einstaklingar hað þjálfun til inngöngu í Björgunarfélag Akraness. Allir sem taka þátt í leitar- og björgunarstörfum á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar þurfa að ganga í gegnum nýliðaþjálfun. Kynningarfundur um nýliðastarð verður haldinn þriðjudaginn 6. september kl. 20 í húsi Björgunarfélagsins að Kalmansvöllum 2. Allir sem fæddir eru árið 2000 eða fyrr eru velkomnir. Sérstakur nýliðafundur verður fyrir 23 ára og eldri 6. september kl. 21. Tökum sérstaklega vel á móti nýjum félögum og gömlum sem vilja byrja aftur. Hvetjum alla til að koma í heimsókn og kynna sér starð. Björgunarfélag Akraness SK ES SU H O R N 2 01 6 Í síðustu viku stóð Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir ýmiskonar afþreyingu, leikjum og hópefli fyrir nýnema skólans. Með- al annars var grillað í skógrækt- inni og boðið í bíó. Nýnemadag- ur var haldinn síðastliðinn fimmtu- dag þar sem farið var með rútum í Fannahlíð, þar sem farið var í leiki og grillaðar pylsur. Gleðin náði svo hámarki síðar um daginn, þar sem fjöldi nýnema tók þátt í nýnema- sprelli á Langasandi í blíðskapar- veðri. Eldri nemendur leiddu ný- nemana í skrúðgöngu frá skólanum og niður á Langasand, þar sem ný- nemarnir voru látnir renna sér eft- ir sápurennibraut ofan í holu sem fyllt var með vatni. Því næst skol- uðu þeir af sér í sjónum og skriðu svo í sandi og þara, í hálfgerðri þrautabraut. Að lokum voru allir látnir krjúpa með ennið í sandinn og leggjast svo í sandinn og hrista sig. Einnig buðu umsjónarmenn „sprellsins“ nemendum upp á að smella kossi á stóran þorsk. Ekki var þó mikið um kossaflens, enda eru fáir sem kjósa það sérstaklega að kyssa þorsk. Það má taka fram að í öllum þessum atriðum áttu ný- nemar val um þátttöku. grþ Nýnemafjör framhalds- skólanema á Langasandi Nýnemarnir renndu sér á sápurennibraut ofan í holu. Nemendum raðað upp og látnir setja ennið í sandinn.Þessi gerði sér lítið fyrir og sleikti þorskinn. Þessar ungu stúlkur voru látnar „moka“ þar sem klöpp var undir. Eldri nemendur horfa á. Nýnema boðinn koss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.