Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Víkingur Ó. tók á móti ÍR í lokaleik sumarsins í A riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu síðastliðinn föstudag. Bæði lið höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar svo aðeins var leikið um sæti í riðl- inum. Með sigri hefðu Víkingskon- ur tryggt sér annað sætið og þar með leik gegn Hömrunum í úr- slitakeppninni. En ÍR vann leik- inn á föstudag með tveimur mörk- um gegn einu og Víkingur mætir því Grindavík í fyrsta leik úrslita- keppninnar. ÍR komst yfir strax á 5. mínútu leiksins þegar Andrea Rún Ólafs- dóttir skoraði eftir hornspyrnu. En Víkingskonur jöfnuðu hins vegar metin þegar rúmur hálftími hafði verið leikinn. Samira Suleman slapp ein inn fyrir vörn gestanna og klár- aði færið af miklu öryggi. Þegar um tíu mínútur lifðu leiks skoruðu ÍR- ingar sigurmarkið og aftur var það eftir hornspyrnu. Marktilraun Lilju Gunnarsdóttur hafði viðkomu í varnarmanni Víkinga áður en bolt- inn fór yfir línuna og 2-1 sigur ÍR staðreynd. Víkingur endar því í 3. sæti A riðils með 28 stig og mætir Grind- vík í úrslitakeppni 1. deildar, þar sem leikið er um laust sæti í efstu deild að ári. Fyrri leikur Víkings og Grindavíkur í þeirri viðureign verð- ur leikinn á Ólafsvíkurvelli laugar- daginn 3. september. kgk Víkingskonur mæta Grindavík í úrslitakeppninni Sigurmark ÍR var skorað eftir hornspyrnu á 80. mínútu. Boltinn hafði við- komu í varnarmanni Víkings áður en hann hafnaði í netinu. Ljósm. af. ÍA tók á móti Víkingi R. í 17. um- ferð úrvalsdeildar karla í knatt- spyrnu á sunnudag. Skagamenn voru betra lið vallarins allan leik- inn og unnu að lokum sigur með tveimur mörkum gegn engu. Fyrsta mark leiksins kom strax á fjórðu mínútu leiksins. Skagamenn press- uðu Víkinga hátt og unnu bolt- ann ofarlega á vellinum. Þórð- ur Þorsteinn Þórðarson sendi fal- lega fyrirgjöf utan af kanti beint á kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem var einn og óvaldaður á fjær- stönginni og átti ekki í vandræðum með að skora. Víkingar fóru beint í sókn eftir markið og hugðust svara strax. Þeir fengu ágætt færi en Ár- mann Smári lokaði vel á skotið og bægði hættunni frá. Skömmu síðar var Albert Hafsteinsson nálægt því að auka forystu Skagamanna. Hann fékk góða sendingu frá Halli Flosa- syni utan af kanti en skallaði bolt- ann í þverslána. Skagamenn voru mun sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en leikmenn Víkings virtust áhuga- lausir. Engan þurfti því að undra að næsta mark var Skagamanna. Ár- mann Smári tók aukaspyrnu fyr- ir aftan miðju og sendi boltann inn í teig Víkinga. Garðar tók boltann niður og lagði hann út á Tryggva Hrafn Haraldsson sem þrumaði honum viðstöðulaust í hornið niðri. Var það hans fyrsta mark fyrir ÍA í efstu deild. Síðari hálfleikur var fremur bragðdaufur framan af. Skagamenn stjórnuðu gangi mála og Víking- ar virtust ekki líklegir til neinna af- reka. Besta færi síðari hálfleiks fengu Skagamenn á 71. mínútu. Skaga- menn unnu boltann við eigin víta- teig. Tryggvi Hrafn geystist af stað með knöttinn, fór framhjá hverjum Víkingsmanni á fætur öðrum og lét vaða frá vítateigsjaðrinum en skot- ið fór hársbreidd framhjá. Glæsi- legur sprettur og Tryggvi óheppinn að skora ekki. Úrslitin sem fyrr segir 2-0 sig- ur Skagamanna. Þeir hafa nú unnið átta af síðustu tíu leikjum sínum og sitja í 5. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 17 leiki. Næst mæta þeir botnliði Þróttar sunnudaginn 11. september. kgk Öruggur sigur Skagamanna Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði annað mark Skagamanna í leiknum gegn Víkingi R. Var það hans fyrsta mark fyrir ÍA í efstu deild. Ljósm. gbh. Víkingur Ólafsvík mætti FH í 17. umferð úrvalsdeildar karla í knatt- spyrnu á Ólafsvíkurvelli á sunnu- dag. Heimamenn hafa átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið eftir frá- bæra byrjun í mótinu en FH trón- ir sem kunnugt er á toppi deild- arinnar og stefnir hraðbyri að Ís- landsmeistaratitlinum. Leikurinn fór fremur hægt af stað. FH-ing- ar voru meira með boltann og létu hann ganga á milli sín en Víking- ar biðu átekta. Fyrsta alvöru færi leiksins kom ekki fyrr en á 30. mín- útu og það var gestanna. Varnar- menn Víkinga virtust hafa gleymt sér og Atli Guðnason fékk bolt- ann óvaldaður á fjærstöng en skaut beint á markið og Christian Libe- rato varði auðveldlega. Gestirnir úr Hafnarfirði voru áfram sprækari og komust yfir á 42. mínútu. Jo- nathan Hendrickx tók hornspyrnu sem sveif alla leið á fjærstöng þar sem Atli Viðar Björnsson var einn á auðum sjó og átti ekki í vand- ræðum með að koma boltanum á netið. Gestirnir fóru því með eins marks forystu inn í leikhléið. Leikmenn Víkings mættu ákveðnir til síðari hálfleiks, beittu löngum sendingum og reyndu að jafna metin. Hrvoje Tokic átti skemmtilega tilraun þegar hann tók boltann viðstöðulaust eftir háa sendingu fram völlinn en skot hans rétt yfir markið. Það voru hins veg- ar FH-ingar sem bættu við marki á 62. mínútu og aftur var það eftir hornspyrnu. Hendricks spyrnti og Hafnfirðingar fjölmenntu í mark- teig Víkinga. Eftir mikinn atgang á fjærstöng kom Emil Pálsson boltanum í átt að marki. Liberato greip boltann og hljóp með hann frá markinu en línuvörðurinn lyfti hins vegar flaggi sínu til marks um að boltinn hafi farið yfir línuna. Dómari leiksins dæmdi markið því gott og gilt en Víkingar allt ann- að en sáttir. Víkingar gerðu hvað þeir gátu og voru nálægt því að komast í dauðafæri þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þorsteinn Már vann boltann af miklu harðfylgi og hann og To- kic voru komnir tveir á móti ein- um við miðlínu vallarins. Sending Þorsteins misheppnaðist hins veg- ar og fór beint í varnarmann FH- inga. Víkingar komust ekki lengra og náðu ekki að minnka muninn, alltaf vantaði herslumuninn upp á sókn- araðgerðir þeirra. Úrslit leiksins því tveggja marka sigur FH. Vík- ingar sitja nú í 9. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 17 leiki, einu stigi á undan næsta liði og fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Þar situr Fylkir sem er einmitt næsti mótherji Vík- inga. Liðin mætast á Fylkisvelli sunnudaginn 11. september í gríð- arlega mikilvægum leik. kgk FH-ingar fagna markinu umdeilda en Víkingar mótmæla. Erfitt var að sjá hvort boltinn fór yfir línuna en dómari leiksins fylgdi merki línuvarðarins og markið stendur. Ljósm. af. Víkingur tapaði fyrir toppliði FH Miðvikudaginn 24. ágúst lauk þrettándu umferð Pepsi deild- ar kvenna í knattspyrnu. Þá léku Skagakonur gegn Fylki á Akranes- velli í mikilvægum fallbaráttuslag. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum fyrir leikinn; Fylkir var í sjöunda sæti með tíu stig og ÍA í því níunda með átta stig. Það var því mikið undir hjá Skagakonum sem hefðu með sigri getað lyft sér upp úr fallsæti. Leiknum lauk þó með sigri Fylkis með einu marki gegn engu og færist Fylkir þar með fjær botninum. Skagakonur eru enn í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni því þrátt fyrir tapið eru þær enn aðeins tveimur stigum frá liði Selfoss sem er í átt- unda sæti. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Ekki var mikið um færi og voru bæði lið þétt til baka og beittu háum boltum fram á við og virtust ekki ætla að gefa færi á sér. Besta færi hálfleiksins kom eftir 36 mínútna leik. Skagakonur fengu þá aukaspyrnu út á hægri kanti. Auka- spyrnan var virkilega góð og Meg- an Dunnigan náði fínum skalla sem fór rétt yfir markið. Leikurinn var markalaus þegar dómari leiks- ins flautaði til hálfleiks. Skagakonur komu grimmari inn í síðari hálfleikinn og náðu að skapa sér nokkur góð færi. Á 49. mínútu skoraði Megan fyrir Skagakonur en markið var dæmt af vegna rang- stöðu og voru Skagakonur alls ekki sáttar við þann dóm. Skagakonur héldu áfram að sækja að marki Fylkis en náðu ekki að skora. Það var Eva Núra Abra- hamsdóttir sem skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 76. mínútu. Eva fékk boltann rétt fyrir fram- an miðjubogann á vallarhelmingi ÍA. Hættan virtist lítil en Eva sá að Ásta í marki ÍA stóð framarlega og vippaði boltanum af þrjátíu metra færi yfir Ástu. Eftir markið náðu Skagakonur ekki að skapa sér mikið og land- aði Fylkir því þremur mikilvægum stigum. ÍA leikur næsta leik í dag (miðvikudag) klukkan 17:00 gegn ÍBV á Akranesvelli. bþb Leikurinn var mikill baráttuleikur enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Ljósm. Guðmundur Bjarki. Skagakonur töpuðu í mikilvægum fallbaráttuslag

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.