Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 35. tbl. 19. árg. 7. september 2016 - kr. 750 í lausasölu Gjaldeyrir.is er tímasparnaður fyrir alla Viðskiptavinir allra banka geta gripið með sér ferðagjaldeyrinn á Keflavíkurflugvelli Fæst án lyfseðils LYFIS SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI Fylgstu með okkur á Facebook NÝR N ÁMSV ÍSIR ER KO MINN ÚT Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Það var sautján stiga hiti, logn og varla skýhnoðri á himni. Magnús Eggertsson bóndi í Ásgarði var að taka þreskivélina til kostanna föstudaginn 2. september, hluti kornakranna orðinn hæfur til þreskingar. Korn hefur aldrei verið skorið svo snemma hausts. Allur gróður hefur vaxið vel í sumar og þá ekki síst kornið. Á bakkanum handan Reykjadalsár liðast brennheitt vatnið úr Deildartunguhver út í ána þannig að meira að segja endurnar þurfa að gæta þess vel hvar þær synda. Fjær sést í Eiríksjökulinn. Sjá nánar um kornskurð á bls. 20. Ljósm. mm. Nýtt fiskveiðiár hófst 1. september síðastlið- inn. Fiskistofa úthlutar í aflamark 369.925 þorsk- ígildistonnum, nánast sama magni og á nýliðnu fiskveiði- ári. Aukning á milli ára samsvarar einungis 1.530 þorskígildistonnum. Skip á Vesturlandi fengu úthlut- að rétt rúmlega 53.161 tonnum í þorskígildum eða 14,4% af heildar- kvótanum. Úthlutun í þorski er rúm- lega 194 þúsund tonn og hækkar um tæp fjögur þúsund tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn dregst hins vegar saman um rúm 1.400 tonn og er nú 27.523 tonn. Af því hafa sjómenn og útgerð- armenn áhyggjur, enda ýsa nær dag- legur meðafli á þorskveiðum. Styrk- ing krónu gagnvart öðrum gjaldmið- um, einkum pundi, hefur auk þess neikvæð áhrif á afkomu margra enda Bretlandsmarkaður að venju stór fyr- ir íslenskt sjávarfang. Þetta, aflmark vestlenskra skipa og sitthvað fleira má sjá í viðaukablaði á bls. 10-13 í Skessuhorni í dag. mm Áramót í útgerðinni Allir helstu sláturleyfishafar landsins hafa nú gefið út verðskrár sínar fyr- ir haustslátrun sauðfjár og lækka allir verð frá síðustu sláturtíð. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Skagfirð- inga ráku lestina og birtu verðskr- ár sínar um síðustu helgi. Er verð- lækkun þeirra í takti við það sem aðr- ir sláturleyfishafar höfðu áður kynnt. Sláturfélagið lækkar verð á dilkakjöti til bænda um 5% en Kaupfélag Skag- firðinga um 8%. Verð á ærkjöti lækk- ar um 25-30%. Ástæður sem fyrir- tækin gefa fyrir lækkuðu afurðaverði eru einkum sagðar óhagstæðar að- stæður í útflutningi kjöts; krónan hafi styrkst, lækkun hafi orðið á mörkuð- um og hrun á hliðarafurðamörkuð- um, svo sem gærum. Afar þungt hljóð er í sauðfjár- bændum vegna þessarar ákvörðun- ar sláturleyfishafa, sem boða lækkað verð eftir að sláturíð er hafin. Þóra Sif Kópsdóttir er sauðfjárbóndi á Ystu-Görðum og formaður Félags sauðfjárbænda á Snæfellsnesi. Hún gekk svo langt að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng á laugardag- inn eftir að Kaupfélag Skagfirðinga hafði birt verðskrá sína. Í samtali við Skessuhorn sagði hún að sér virtist sem afurðastöðvum væri sama um kjör bænda, létu eins og þeim kæmi afkoma þeirra ekki við. „Kauplið- ur okkar af vinnu við búin er horf- inn. Ég veit um bændur sem hug- leiða að bregða búi í haust af þess- um ástæðum. Flestir bíða þó með að grípa til slíks örþrifaráðs í ljósi þess að þeir eiga mikil og góð hey og bún- ir að leggja út fyrir kostnaði til næsta árs.“ Aðspurð hvað hún sjái helst í þröngri stöðu bænda segir Þóra Sif að einkum þurfi afurðastöðvarnar að girða sig í brók og hækka útsölu- verð á kjöti til viðskiptavina sinna. „Það liggur beinast við að verðið er of lágt og það er í raun óskiljanleg- ur þessi ótti við að hækka kjötverð í takt við verðþróun í landinu. Allir eru sammála um að bændur eru að framleiða úrvals kjöt sem viðurkennt er sem þjóðarréttur Íslendinga. Það vantar bara rétta verðmiðann á þessa úrvalsvöru og ákvörðun um hækk- un hlýtur að liggja hjá sláturleyfis- höfum og afurðastöðvum. Nú seil- ast afurðastöðvarnar hins vegar í vasa okkar bænda og því er ég algjörlega mótfallin. Við bændur verðum því að standa í lappirnar og endurskoða frá grunni verðlagningu og markaðsmál framleiðslu okkar,“ sagði Þóra Sif Kópsdóttir. mm „Þurfum að endurskoða frá grunni verðlagningu og sölu dilkakjöts“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.