Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 20166 Bryggjan þolir ekki Baldur FLATEY: Bryggjan í Flat- ey liggur undir skemmd- um. Þegar hinn nýi Bald- ur leggst að bryggju þol- ir hún illa álagið sem því fylgir. Morgunblaðið sagði frá þessu í blaðinu í gær. Í fréttinni kemur fram að nýi Baldur sé stærri en sá gamli og geti ekki lagst að bryggju nema með því að keyra í springinn og að eldri hluti bryggjunnar þoli álagið illa, enda leiki allt á reiði- skjálfi þegar Baldur leggst að bryggjunni. Flateyjar- höfn hefur verið svokölluð ferjubryggja undanfarin ár og er í umsjón Vegagerð- arinnar. Vegagerðin mun senda menn á næstunni til að gera úttekt á bryggjunni og kanna ástand hennar. -grþ Bændur mót- mæla verðskrá VESTURLAND: Á stjórnarfundi Búnaðarsam- taka Vesturlands 29. ágúst síðastliðinn var samþykkt ályktun til að mótmæla verðskrá sláturleyfishafa: „Stjórn Búnaðarsamtaka Vesturlands lýsir yfir von- brigðum með framkomn- ar verðskrár frá sláturleyf- ishöfum fyrir sauðfjáraf- urðir nú í haust, þar sem boðaðar eru umtalsverð- ar verðlækkanir. Búnaðar- samtök Vesturlands styður sauðfjárbændur og samtök þeirra í baráttu þeirra við að fá þessum verðlækkun- um hnekkt og skorar stjórn Búnaðarsamtaka Vestur- lands á sláturleyfishafa að endurskoða verðskrár sín- ar.“ -mm Tíu umferðaróhöpp VESTURLAND: Samtals urðu tíu umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Í tveimur tilvikum er talið að ökumenn hafi sofn- að undir stýri. Ökumenn og far- þegar sluppu með minniháttar meiðsli frá þessum óhöppum og ljóst að þar réði notkun öryggis- belta miklu auk sjálfvirks örygg- isbúnaðar sem eru líknarbelgir sem blásast upp úr mælaborði og hliðum bíla að innanverðu. Tvennt var flutt á sjúkrahús til nánari skoðunar eftir útafakst- ur á Skógarströnd, þar sem að- ilar kvörtuðu yfir verki í hálsi. Erlendir ferðamenn áttu hlut að sex af þessum tíu umferð- aróhöppum, að sögn Theódórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns. -mm Kostar tuttugu þúsund að aka um á nöglum VESTURLAND: Alls voru teknar 106 myndir af ökumönn- um sem óku of hratt framhjá hraðamyndavélinni við Fiskilæk sunnan Hafnarfjalls í vikunni sem leið. Lögreglumenn á Vest- urlandi tóku auk þess 20 öku- menn fyrir of hraðan akstur í eftirliti í umdæminu. Einn öku- maður var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur eftir að hann var valdur að umferðaróhappi og stungið af. Annar ökumaður var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í bíln- um hjá honum fundust kanna- bisefni ætluð til eigin nota. Loks var einn ökumaður stöðvað- ur í umferðareftirliti og reynd- ist hann aka á fjórum nagla- dekkjum sem á þessum árstíma er bannað, allt fram í nóvember. Var hann rukkaður um 20 þús- und krónur í sekt. -mm Laskaður og týndur dróni B R A T T A - BREKKA: Er- lendur ferða- maður tapaði „Phantom 4“ dróna á Bröttu- brekku um síðustu helgi. Hafði maðurinn verið að fljúga drón- anum þegar tækið gaf merki um að rafhlaðan væri að verða tóm. Voru honum þá send boð um að „koma heim“ en hann skilaði sér ekki þrátt fyrir það. Ferðamað- urinn leitaði árangurslaust í um fimm klukkustundir og fór síðan á lögreglustöðina og tilkynnti um hvarfið. „Nú styttist í að bændur fari til fjárleita á þessu svæði og hver veit nema einhver gangi fram á rafmagnslausan og jafnvel laskaðan dróna á Bröttu- brekkunni og komi honum til byggða,“ spyr lögregla sem gjarnan vill koma þessu á fram- færi. -mm Brekkurétt í Saurbæ verður 18. september DALIR: Í síðasta Skessuhorni var birtur listi yfir réttardaga í flestum réttum á Vesturlandi. Þar kom fram að réttað yrði 11. september í Brekkurétt í Saurbæ í Dalabyggð. Hið rétta er hins vegar að Brekkurétt verð- ur sunnudaginn 18. september næstkomandi. -kgk Uppstillingarnefnd Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið hverjir skipa efstu þrjú sæti flokks- ins í Norðvesturkjördæmi. Gylfi Ólafsson hagfræðingur mun leiða listann í þingkosningunum í haust. Gylfi er frá Ísafirði en er búsett- ur í Reykjavík. Í öðru sæti verður Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Þriðja sæt- ið skipar Sturla Rafn Guðmunds- son í Garðabæ, svæðisstjóri Rarik á Vesturlandi. Fullskipaður listi Við- reisnar verður gerður opinber 12. september ásamt listum flokks- ins í öðrum kjördæmum. Formað- ur uppstillingarnefndar var Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. mm Gylfi leiðir lista Viðeisnar Gylfi Ólafsson skipar efsta sætið. Rétt rúmlega 88% þeirra sem eiga íbúðarhúsnæði í dreifbýli Borgar- byggðar, þar með taldir sumarhúsa- eigendur, hafa áhuga á að fá ljósleiðara- tengingu. Frá þessu er greint á vef Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi. Þar af hafa 91,5% mjög eða frekar mikinn áhuga. Um helm- ingur kveðst hafa áhuga á ljósleið- ara vegna atvinnu- tengdra verkefna en 94% af persónu- legum ástæðum. Alls 70% kváðust myndu dvelja fleiri daga ársins eða í lengri tíma dag- lega í íbúðarhús- næði sínu ef ljósleiðaratenging væri til staðar. Þátttakendur töldu að 208 þús- und krónur væri ásættanleg upphæð að borga að hámarki í eingreiðslu fyrir ljósleiðaratengingu ef hún væri í boði og mánaðargjald fyrir afnot af henni sambærilegt við það sem ger- ist annars staðar á landinu. Alls voru 64% tilbúin að sjá sjálfir um lagn- ingu ljósleiðara síðustu 200 metr- ana heim að húsinu að því gefnu að sú vinna kæmi til lækkunar á ein- greiðslunni. Þyrfti sú lækkun að nema að jafnaði 90 þúsund krónum. Sumarhúsaeigendur voru 59% þátttakenda, 19% áttu hús á sér- lóð og 22% lögbýli. Rúmlega þrír fjórðu þátttakenda voru ekki með lögheimili í Borgarbyggð. Þátttakendur sögðust dvelja að meðaltali 58,2 daga á ári í húsnæði sínu í sveitarfélaginu. Samkvæmt því eru efri mörk duldrar búsetu vegna umrædds hóps, 1.636 manns. Þá hefur ekki verið talin duld bú- seta sem rekja má til annarra hópa, til dæmis háskólanema eða ferða- manna sem ekki eiga lögheimili í dreifbýli Borgarbyggðar. Sjá einnig viðtal við Gunnlaug A Júlíusson sveitarstjóra í Borgar- byggð á miðopnu. Þar er m.a. fjallað um ljósleiðaramálin, þriggja fasa raf- væðingu og fleira. kgk Mikill áhugi fyrir ljósleiðara- tengingu í Borgarbyggð Svipmynd af Munaðarnesi í Borgarfirði. Ljósm. Mats Wibe Lund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.