Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201616 Gunnlaugur Júlíusson var ráð- inn sveitarstjóri Borgarbyggðar á vordögum. Blaðamaður Skessu- horns hitti Gunnlaug síðastliðinn fimmtudag og ræddi við hann um helstu verkefni Borgarbyggðar um þessar mundir; einkum ljósleiðara- mál, samgöngu- og ferðamál. Við tyllum okkur í sófann á skrifstofu sveitarstjóra og hefjum samræð- ur. Eftir létt spjall um daginn og veginn leiðast umræðurnar smám saman út í málefni sveitarfélagsins og við byrjum á ljósleiðaramálum. Mikill áhugi er meðal íbúa Borgar- byggðar að fá ljósleiðaratengingu. „Áhuginn er mikill og viðhorf heimafólks segir okkur að þörfin á ljósleiðaratengingu á ekkert ann- að eftir að gera en aukast með tím- anum. Gott aðgengi að umheimin- um er einfaldlega sú krafa sem gerð er nú til dags,“ segir Gunnlaugur en bætir því við að það sé ekki að- eins heimafólk sem vilji gott net- samband. „Mikil uppbygging hef- ur verið í ferðaþjónustunni í Borg- arbyggð á síðustu árum og gott að- gengi að umheiminum er með- al þeirra krafna sem gerðar eru til gististaða. Þeir fá umsagnir og ein- kunnir meðal annars út frá aðgengi að interneti,“ bætir hann við. Hann segir að þær lausnir í netmálum sem í boði eru í Borgarfirði og víða til sveita landsins séu víða þann- ig að flutningsgetan sé ekki næg. Í Húsafelli hafi staðarhaldarar til dæmis unnið með erlendum fagað- ilum varðandi uppbygginguna þar. „Þeir hafa orðið að taka sín sam- skipti snemma á morgnana, áður en flestir vakna, því flutningsgetan er ekki nægilega mikil ef margir eru tengdir í einu,“ segir hann. Gott netsamband er því krafa allra. „Íbú- arnir vilja vera í góðu netsambandi, sumarbústaðaeigendur og fólk í hvers kyns atvinnurekstri. Þannig að þetta eru hagsmunir margra og ýmislegt sem þarf að huga að. En allt vatn fellur í þá átt að áhuginn eigi aðeins eftir að vaxa og þörfin á að koma þessum málum í rétt horf vex samhliða því.“ Kostar um hálfan millarð Ljósleiðaramál eru hins vegar sá málaflokkur þar sem menn hafa ekki verið á einu máli um hvort skuli vera ríkis eða sveitarfélags að halda utan um. Hefur það leitt til ákveðinnar togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. Gunnlaugur kveðst hafa fylgst með þessum áformum um ljósleiðaravæðingu landsins þegar hann starfaði hjá Samband íslenskra sveitarfélaga. „Þegar ég vann hjá sambandinu þá fylgdist maður með þessum mál- um. Á þeim tíma var það tilfinning margra að verið væri að koma yfir á sveitarfélögin verkefnum sem rík- ið treysti sér ekki til að sinna,“ segir Gunnlaugur. Ástæðuna segir hann fyrst og fremst vera að þetta kost- ar mikla fjármuni. „Gróflega áætlað tel ég að ljósleiðaravæðing Borgar- byggðar komi til með að kosta um hálfan milljarð.“ Tvennt hefur breyst á síðustu árum sem Gunnlaugur segir að auðvelda muni sveitarfélögum að ráðast í það verkefni að koma á ljósleiðarasambandi. „Í fyrsta lagi hefur áhugi meðal íbúanna aukist og í annan kantinn hefur áhugi fjar- skiptafyrirtækja vaxið. Þau eru farin að sjá möguleikana í því að þetta geti staðið undir sér,“ segir hann. „Sveit- arfélög sem fá íbúa til að taka meira og minna þátt í ljósleiðaravæðingu standa frammi fyrir spurningunni hvort þau eigi að reka kerfið áfram eða selja það. Ef þau selja þá eiga þau kost á því að fá kostnaðinn af framkvæmdinni til baka. Það gefur sveitarfélögum möguleika til að hafa frumkvæði af lagningu ljósleiðara. Verkefnið nálgast það að verða sjálf- bært og því hægt að ráðast í það án þess að eiga digra sjóði. Þetta gerir það að verkum að það er orðið miklu raunhæfara nú en var fyrir nokkrum misserum síðan að ljósleiðaravæða sveitarfélög eins og Borgarbyggð,” segir sveitarstjórinn. Allt skipulagt í upphafi Eitt prinsipp segir Gunnlaugur þó að hafa verði í huga áður en farið er af stað. „Það verður alltaf að hugsa sveitarfélagið sem eina heild. Hér áður fyrr voru hlutirnir oft gerðir þannig að mismunandi staðir inn- an sveitarfélaga komust í vegasam- band á mismunandi tímum og eins var það með rafmagnið. Ég held að engum detti í hug að gera hlut- ina svona núna,“ segir Gunnlaugur. „Fólk þarf að geta séð fyrir endann á svona verkefni frá upphafi. Þann- ig getur fólk séð að fyrsti áfangi er svona. Það verður byrjað á honum á ákveðnum tíma og honum á að vera lokið þarna. Þá verður farið í annan áfanga og svo þriðja og öll- um áföngum á að vera lokið fyrir ákveðinn tíma. Það gengur ekki að byrja á einum áfanga og ætla svo að ráðast í þann næsta bara einhvern tímann og einhvern tímann eftir að þeim fyrsta líkur. Heildarferlið verður að liggja fyrir áður en farið er af stað,“ segir hann. Að mörgu að huga Ljósleiðaravæðing Borgarbyggðar er þó enn á umræðu- og hönnun- arstigi. Stjórnendur sveitarfélagsins hafa undanfarið viðað að sér upplýs- ingum um hvernig sé best að standa að verkefninu. „Undanfarið höfum við rætt við ýmsa sem hafa reynslu af þessum málum og aflað okkur þekkingar. Það er margt sem þarf að liggja fyrir; sá fjöldi fólks sem vill tengingu, kostnaður við fram- kvæmdina, grófhönnun kerfisins og síðast en ekki síst verklagið, því þetta er stórt verkefni. Síðan þarf að huga að ESA málum vegna þess að sveit- arfélagið má ekki ráðast í verkefni sem skekkir samkeppni á markaði og eiga í samskiptum við Fjarskipta- sjóð. Góð samskipti við íbúana eru afar mikilvæg. Það þarf að upplýsa þá og fræða um gang mála, kort- leggja áhuga og fleira,“ segir Gunn- laugur. Þegar málið er lengra kom- ið þarf að síðan að bjóða verkið út og undirbúa sjálfa framkvæmdina. „Í Borgarbyggð yrði þetta nálægt 600 kílómetra strengur. Þegar svona strengur er plægður í jörðu þarf að fara um eignarlönd út um allt og það þarf allt saman að gerast í góðu sam- ráði við landeigendur.“ Þegar ljósleiðarakerfi hefur verið komið upp þarf síðan að taka aðra umræðu. „Þá er það spurningin hvort sveitarfélagið skuli reka kerf- ið eftir eða selja það þegar fram- kvæmdinni er lokið. Það er um- ræða sem ég tel að taka verði þeg- ar sá tími kemur. En meginforsend- urnar verða hins vegar að liggja fyrir í upphafi. Síðast en ekki síst þarf að fá utanaðkomandi verkstjórn. Þetta verk verður ekki skipulagt af sveit- arstjórnarmönnum eða sveitarstjóra sem hefur ekkert vit á ljósleiðara- málum,“ segir Gunnlaugur og bros- ir. Stóra málið að þetta er hægt Það er auðheyrt á máli sveitarstjór- ans að hann leggur höfuðáherslu á að vanda skuli til verka. Taka þurfi tillit til og horfa til þess að kerf- ist endist til framtíðar hvað varð- ar flutningsgetu og þar er að ýmsu að huga. „En eftir fundi með sér- fræðingum er sem betur fer farið að skýrast að þetta er fjárhagslega framkvæmanlegt með góðum und- irbúningi og að fenginni úthlutun úr Fjarskiptasjóði,“ segir Gunnlaug- ur en bætir því við að góður undir- búningur og vandað skipulag auki verulega líkur sveitarfélaga á að fá úthlutun úr sjóðnum. Hann segir hins vegar að framkvæmdahraðinn fari að töluverðu leyti eftir því hve mikið fé verður lagt í Fjarskiptasjóð. „En stóra málið er að þetta er vinn- andi verk.“ Langt í þriggja fasa rafmagn Rétt eins og ljósleiðarinn þá skipt- ir rafmagnið miklu máli og lagn- ing þriggja fasa rafmagns um landið hefur verið lengi á dagskrá. Staðan í þessum málum er sú að sögn sveitar- stjórans að Rarik er þessa dagana að plægja fyrir þriggja fasa rafmagni á einstaka stað vítt og breitt um land- ið. Þar á meðal eina línu í Reykholts- dal. „Unnið er að lagningu þriggja fasa rafmagns um landið eftir heild- aráætlun Rarik. Sú áætlun nær til margra, margra ára og samkvæmt henni er langt í að þriggja fasa raf- magn verði komið um allt land,“ segir Gunnlaugur. „Rarik forgangs- raðar nefnilega eftir því hvenær raf- magn var fyrst lagt um sveitir, auk þess sem svæði þar sem bilanatíðni er há í forgangi líka. En víða hér í Borgarfirði var rafmagn lagt tiltölu- lega seint og við því aftarlega á for- gangslista,“ segir hann. Þó nefnir Gunnlaugur að þörf- in á þriggja fasa rafmagni til sveita hafi minnkað eftir að hætt var að súgþurrka hey. Það hafi gefið fram- kvæmdavaldinu ákveðinn gálga- frest. Hins vegar sé sá frestur senn að renna út. „Nútíma kúabú þurfa þriggja fasa rafmagn. Menn hafa verið að bjarga sér með spennum og það hefur gengið, en með nokkr- um hnökrum þó. En sá tími að kúa- bændur geti bjargað sér með þeim hætti er einnig að renna sitt skeið á enda,“ segir Gunnlaugur. „Það verður að hugsa sveitarfélagið sem eina heild“ - segir Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Ljósm. kgk. Verið er að leggja þriggja fasa rafmagn á nokkrum stöðum á landinu m.a. í upp- sveitum Borgarfjarðar. Hér er strengur plægður í jörðu neðan við Reykholt fyrir síðustu helgi. Ljósm. bhs. Ferðamaður á hjóli á krossgötum Kaldadals og Uxahryggja. Í Samgönguáætlun var gert ráð fyrir 52 milljónum til endurgerðar Uxahryggjavegar. Ekki er áætlað að leggja meiri peninga í vegi í Borgarbyggð. „Það er óviðunandi að í Sam- gönguáætlun séu framlög til svæðisins á pari við það sem var fyrir áratug síðan,“ segir Gunnlaugur. Ljósm. hög.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.