Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Gengið gengur á sjóðina Sá hluti starfs míns sem ég kalla forréttindi, er að fara út og hitta fólkið á starfssvæði okkar og taka púlsinn á lífi þess í starfi og leik. Sjálfur hef ég í seinni tíð saknað þessara tækifæra og hef því undirbúið straumlínu- lögun rekstursins þannig að ég þurfi minna að sinna stjórnun og meiri blaðamennsku. Í síðustu viku komst ég í slíka vinnuferð. Veðrið var með eindæmum gott, miðað við fyrsta dag septembermánaðar. Það var logn og blíða og varla skýhnoðra að sjá á himni. Hitastigið utan við bílinn var þannig að kostur reyndist að stilla á loftkælinguna, tæknibúnað sem venjulega er ekki mikil þörf á að nota á þessum árstíma. Í þessari ferð minni um þjóðveginn í síðustu viku tók ég upp putta- ferðalang. Hef alltaf lúmskt gaman af að spjalla við erlenda gesti, hið nýja gull í atvinnusköpun landans. Þarna reyndist á ferð spænskur mað- ur nýlega kominn á þrítugsaldurinn. Hann var frá baskaborginni Bilbao á Norður-Spáni, tíundu stærstu borg landsins. Þar í landi búa nánast jafn margir og á Íslandi öllu. Þessi ungi maður reyndist afar hugfanginn af því sem hann hafði þegar séð af Íslandi. Sagði meira að segja að hann hefði skoðað hundruð eða þúsundir ljósmynda frá Íslandi áður en hann kom til landsins, en það sem hann hefði séð hefði verið miklu stórfenglegra. Í þessari fyrstu ferð sinni til landsins ætlaði hann að leggja áherslu á að komast hringinn á puttanum, en var þegar farinn að ráðgera næstu ferð. Þessi maður var semsagt alveg ótrúlega hrifinn af landi og þjóð og gaf okkur toppeinkun fyrir þessa fimm daga sem hann var þá þegar búinn að njóta gestrisni okkar og náttúru. Af þessum stuttu kynnum við þennan spænska strák fylltist maður bjartsýni um að við Íslendingar værum þrátt fyrir allt að gera eitthvað rétt í uppbyggingu nýrrar atvinnugreinar. Þótt landslagið og stórbrot- in náttúran vægi þyngst hjá þessum tiltekna manni sagði hann að viðmót ferðaþjóna hefði undantekningarlaust verið gott og þá hefði hann fram að þessu átt auðvelt með að húkka far sem er jú frumskilyrði til að kom- ast hringinn með því að lyfta þumli í vegarkanti og brosa fallega þegar bílar koma aðvífandi. En þrátt fyrir gott útlit í ferðaþjónustu eru engu að síður blikur á lofti í útflutningsgreinum okkar. Í Skessuhorni í dag kemur glöggt fram í sam- tali við útgerðarmenn sem selja á breska markaði, að þeir búa nú við fjórð- ungs lækkun afurðaverð vegna styrkingar krónunnar gagnvart pundinu. Sömu ástæðu nefna sláturleyfishafar til að réttlæta lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda. Síðara dæmi er öllu alvarlegra þar sem sauðfjárbændur hafa slíka lækkun af engu að taka. Þeir munu væntanlega safna skuldum nái þeir ekki að afla aukinna tekna utan bús. Kaupliður þeirra er rýr fyrir og ekki á bætandi að fá svona skilaboð þegar sláturtíð er hafin og búið er að leggja í allan kostnað við innlegg haustsins. Eins og fram kemur í við- tali við sauðfjárbóndann á forsíðu er bændum lífnauðsynlegt að stefnu- breyting verði gerð í verðlagningu og sölu afurða þeirra. Í báðum þess- um frumatvinnugreinum skiptir gengi krónunnar gagnvart öðrum gjald- miðlum miklu um framtíðarhorfur. Ég ætla hins vegar að leyfa mér bjart- sýni varðandi gengismálin. Ég hef enga trú á að íslenska krónan verði lengi í þeim hæðum sem hún er gagnvart miklu sterkari myntum og hag- kerfum annarra landa. Kannski varir þetta gengi í ár í viðbót, varla leng- ur. Útflutningsgreinarnar, hvaða nafni sem þær nefnast, ættu hins vegar að hafa borð fyrir báru til að mæta tímabundinni tekjulækkun og eiga að hafa safnað í sjóð á þeim tíma sem gengið hefur verið þeim hagfellt. Í því ljósi er staða útflutnings landbúnaðarvara alvarlegust af öllum þeim at- vinnugreinum sem ég hef nefnt. Magnús Magnússon Leiðari Kjördæmisþing Framsóknarflokks- ins í Norðvesturkjördæmi fór fram á Bifröst í Borgarfirði um liðna helgi. Uppstillingarnefnd kynnti á laugar- daginn tillögu sína um framboðs- lista og var hún samþykkt. Gunn- ar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra frá Sauðár- króki leiðir listann líkt og í kosning- unum 2013. Í öðru sæti er Elsa Lára Arnardóttir á Akranesi sem færist upp um eitt sæti. Í þriðja sæti er Sig- urður Páll Jónsson í Stykkishólmi og í fjórða sæti Lilja Sigurðardótt- ir á Patreksfirði. Þingmennirnir Ás- mundur Einar Daðason og Jóhanna María Sigmundsdóttir höfðu áður gefið það út að þau sæktust ekki eft- ir endurkjöri. Framsóknarflokkur- inn í Norðvesturkjördæmi á nú fjóra menn á þingi. Listinn í heild sinni er þannig: 1. Gunnar Bragi Sveinsson, Sauðárkróki. 2. Elsa Lára Arnardóttir, Akranesi. 3. Sigurður Páll Jónsson, Stykkishólmi. 4. Lilja Sigurðardóttir, Patreksfirði. 5. Jón Kristófer Sigmarsson, Hæli, A-Hún. 6. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarfirði. 7. Jón Árnason, Patreksfirði. 8. Eydís Bára Jóhannsdóttir, Hvammstanga. 9. Einar Örnólfsson, Borgarfirði. 10. Halldór Logi Friðgeirsson, Drangsnesi. 11. Ísak Óli Traustason, Skagafirði. 12. Gauti Geirsson, Ísafirði. 13. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, Dalabyggð. 14. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi. 15. Sigrún Ólafsdóttir, V-Hún. 16. Gísli V Halldórsson, Borgarnesi. mm Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi völdu lista Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fór fram á laugardaginn. Atkvæði voru talin á sunnudaginn í Valhöll í Reykjavík og kom í ljós að greidd höfðu ver- ið 1.461 gild atkvæði. Niðurstaðan varð sú að Haraldur Benediktsson alþingismaður og bóndi á Vestra- Reyni skipar efsta sæti listans, Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir frá Akranesi annað sætið og Teit- ur Björn Einarsson frá Önundar- firði þriðja. Hafdís Gunnarsdóttir á Ísafirði verður í fjórða sæti, Jón- ína Erna Arnardóttir í Borgarnesi í fimmta og Aðalsteinn Orri Arason í Skagafirði í sjötta sæti listans. „Ég er mjög ánægður með þenn- an breiða stuðning sem ég er að fá,“ segir Haraldur Benediktsson nýr oddviti listans í samtali við Skessu- horn. „Ég get ekki verið annað en verið þakklátur og ánægður með málefnalega baráttu. Mér finnst samsetning listans vera öflug og hef góðar væntingar um að við lát- um til okkar taka í kosningabarátt- unni sem framundan er. Sjálfstæð- isflokkurinn verður að vera dug- legur að horfa til málefna byggð- anna og endurspegla þær áherslur í stefnu og framkvæmd á komandi árum,“ segir Haraldur. mm Bæjarstjórn Akraness samþykkti ein- róma á fundi sínum fimmtudaginn 1. september síðastliðinn að ráða Val- gerði Janusdóttur í stöðu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Akranes- kaupstaðar. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Akraneskaupstað. Val- gerður er kennari að mennt, með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Ís- lands, BA gráðu í sérkennslufræðum frá sama skóla og diplóma í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun. Undanfarin tíu ár hefur hún starf- að sem stjórnandi hjá Reykjavíkur- borg en hún hefur gegnt starfi mann- auðsstjóra og staðgengils sviðsstjóra sameinaðs skóla- og frístundasviðs frá árinu 2011. Þar áður var hún mannauðsstjóri menntasviðs Reykja- víkurborgar og jafnframt staðgengill sviðsstjóra. Þá hefur hún starfað sem kennsluráðgjafi, aðstoðarskólastjóri í Vesturbæjarskóla í afleysingum, um- sjónarkennari og deildarstjóri í sama skóla og sérkennari við Heyrnleys- ingaskjólann. Í tengslum við störf sín hafa Val- gerði verið falin fjölmörg trúnaðar- og stjórnunarstörf og má þar nefna setu hennar í hagræðingarteymi skóla- og frístundasviðs Reykjavík- urborgar, en það telur 160 stofnanir og ársveltu upp á rúma 40 milljarða króna. Valgerður er gift Jakobi Þór Ein- arssyni leikara og eiga þau þrjú upp- komin börn. kgk Valgerður Janusdóttir ráðin sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Haraldur og Þórdís Kolbrún sigurvegarar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Haraldur Benediktsson er nýr oddviti sjálfstæðismanna í NV kjördæmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.