Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201624 Síðastliðinn sunnudag voru fyrstu skóflustungurnar teknar að nýrri við- byggingu við veiðihúsið á Rjúpnaási við Norðurá. Núverandi og fyrrver- andi formenn Veiðifélags Norður- ár framkvæmdu verkið, þau Birna G Konráðsdóttir og Sigurjón M Valdi- marsson. Félögum í veiðifélaginu og fleiri gestum var boðið við athöfnina og að þiggja veitingar. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns fyrr í sum- ar verður hluti núverandi húsakosts rifinn og hefst niðurrif að líkindum í dag, miðvikudag. Elstu húsin þykja ekki þjóna nútíma kröfum um gisti- aðstöðu. Að sögn Birnu formanns veiðifélagsins er stefnt að því að framkvæmdir hefjist í dag við niður- rif og í beinu framhaldi hefji Eiríkur J Ingólfsson byggingaverktaki og hans menn að byggja sökkul og reisa hús á lóðinni. Verklok eiga að vera fyrir upphaf næsta laxveiðitímabils. Magn- ús H. Ólafsson arkitekt hannaði nýja húsið en byggt verður úr forsteypt- um einingum frá Loftorku Borgar- nesi ehf. mm Framkvæmdir að hefjast við nýtt veiðihús við Norðurá Sigurjón á Glitstöðum og Birna á Borgum tóku sitthvorn helminginn úr vænum hnausi og mörkuðu táknrænt upphaf framkvæmda við Rjúpnaás. Stjórn veiðifélagsins ásamt Einari Sigfússyni sem sér um sölu veiðileyfa í Norðurá og Önnu Sigþórsdóttur eiginkonu hans (standa við sitthvorn endann). Í baksýn er Laxfoss og Baula, en útsýni frá Rjúpnaási er með því fegurra í héraðinu. Útilitsteikning sem sýnir nýja húsið sem að hluta kemur í stað núverandi bygginga. Hér sést í hluta þriggja kynslóða bygginga. Tvær elstu byggingarnar, fjær á myndinni, verða nú rifnar og stærra hús byggt í staðinn. Á síðustu árum hafa verið gerðar at- lögur að því að breyta kvótakerfinu í átt til frekari opnunar. Settar hafa verið upp sátta- og samráðsnefndir sem því miður hafa ekki haft erindi sem erfiði, og í raun litlu skilað öðru en vangaveltum og kröfu um að sátt ríki um kerfið. Vandinn er bara sá að krafan um sáttina hefur hingað til verið krafa útgerðarmanna um sátt á þeirra forsendum – ekki þjóðarinnar. Samfylkingin hefur þá sýn á sjáv- arútvegsmálin að fiskveiðiauðlind- in sé og eigi að vera þjóðareign; að við nýtingu hennar verði farið að kröfum um sjálfbærni, samfélagslega hagkvæmni og ábyrgð. Við viljum að um þessa auðlindanýtingu gildi hið sama og þarf að gilda almennt um nýtingu þjóðarauðlinda: Að farið sé að samræmdri auðlindastefnu; að tryggt sé að þjóðin njóti sanngjarns afraksturs eða arðs af nýtingunni; og að virtar séu grundvallarkröfur um atvinnufrelsi, jafnræði og nýliðunar- möguleika. Þessu tengist hugmyndin um auð- lindasjóð sem undirrituð hefur talað fyrir. Á Íslandi er enginn auðlinda- sjóður, sem þó þyrfti að vera, til að taka við afrakstri þjóðarauðlinda. Grunnhugmyndin er sú að auðlind- ir landsins séu allar lýstar þjóðar- eign og að nýting þeirra sé ýmist al- frjáls (líkt og ferðaþjónustan er nú) eða leigð út eftir opnum leiðum og leikreglum á grundveli útboða (í stað þess að vera úthlutað til afmarkaðs hóps eins og er t.d. í sjávarútvegin- um). Þeir sem nýta auðlindirnar fái til þess tímabundið leyfi – á grund- velli skilyrtra nýtingarsamninga – og greiði sanngjarnt gjald til samfélags- ins. Þetta auðlindagjald renni í sér- stakan auðlindasjóð sem hefði það verkefni að byggja upp innviði við- komandi atvinnugreina og rann- sóknir í þeirra þágu. Með stofnun auðlindasjóðs og samræmdri auðlindastefnu væru at- vinnuvegir landsins kallaðir til sam- félagslegrar ábyrgðar af nýtingu þjóðarauðlindanna. Sú hugsun hefur því miður ekki ráðið för við ákvarð- anir og tillöguflutning sem lýtur að auðlindanýtingu enn sem kom- ið er. Fyrir vikið stöndum við nú í þeim sporum að hafa harðlæst kvóta- kerfi sem litlu skilar hlutfallslega inn í þjóðarsjóðinn eftir að ríkisstjórnin ákvað að lækka veiðileyfagjöldin sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði áður komið á. Uppboð aflaheimilda Samfylkingin hefur allt frá stofn- un haft uppboð aflaheimilda á sinni stefnuskrá. Á síðasta landsfundi var samþykkt tillaga um að taka frá að minnsta kosti 20 þúsund þorsk- ígildistonn af fiskveiðiheimildum og bjóða út á markaði, sem fyrsta skref í að koma á markaði með veiðikvóta í öllum kvótasettum fiskitegundum. Tillagan bindur ekki hendur þing- manna flokksins til að beita sér fyrir enn viðameiri aðgerðum til að þjóð- in fái réttlátan arð af fiskveiðiauð- lind sinni eins og þar segir, en með þessu móti mætti tryggja að útgerð- ir án kvóta geti þrifist og þannig um leið bætt möguleika til atvinnu í sjáv- arbyggðum sem misst hafa frá sér kvóta. Fyrirkomulagið myndi auka verulega tekjur þjóðarinnar af fisk- veiðiauðlindinni, nýliðun í sjávar- útvegi yrði auðveldari vegna tryggs framboðs veiðiheimilda til leigu. Fáum dylst lengur þörfin á því að stíga einhver markverð skref til þess að brjóta upp hlekki kvótakerfis- ins og þróa þess í stað eðlilegar leik- reglur sem taka mið af samfélagsleg- um þáttum, atvinnufrelsi og þróun byggðar í landinu. Uppboð tiltekins hluta aflaheimilda gæti einmitt verið fyrsta skrefið í þá átt. Fleira þarf þó að koma til, til dæmis: Að tryggja eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, með sérstöku stjórnarskrárákvæði. Að uppfylla skilyrði um jafnan að- gang að veiðiheimildum, atvinnu- frelsi og nýliðun í sjávarútvegi. Út- hlutunaraðferðin skiptir þar megin- máli. Tímabundnir nýtingarsamn- ingar til 15-20 ára gætu verið ásætt- anleg leið varðandi þann kvóta sem nú er fastur í stóra kerfinu, ef fyrning á kerfinu fylgir í kjölfarið, og ef jafn- hliða verður settur á opinn markað- ur fyrir uppboð með aflaheimildir til hliðar við nýtingasamningana svo að nýir aðilar komist inn í greinina. Að efla og styrkja strandveiðarnar sem frjálsa atvinnugrein. Að skilja milli veiða og vinnslu og bjóða allan óunninn afla á innlend- an markað. Að þessu mætti stefna í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Markmiðið er að fisk- vinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrar- umhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Breyting- in gæti skapað um eitt þúsund störf. Deilan um kvótakerfið hefur lengi verið fleinn í holdi þjóðarinnar og svo mun verða áfram ef ekki finnst ásætt- anleg framtíðarlausn á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunarinnar. Sú lausn þarf að tryggja samfélagslega arðsemi og um leið umhverfislega sjálfbærni af fiskveiðum, svo byggðir landsins fái dafnað og vaxið og þjóðin sé sátt við það hvernig farið er með þetta efna- hagslega fjöregg okkar. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, al- þingismaður. Ítarlegri útgáfu greinarinnar má finna á skessuhorn.is Sátt um sjávarútveg – við hvern? Pennagrein Matvælastofn- un bárust 76 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslu- mark mjólkur á markaði sem lok- að var 1. september sl. Markaðurinn að þessu sinni var með þeim stærstu frá upphafi fyrir greiðslumark mjólk- ur. Aðeins var hægt að bjóða til sölu ónotað greiðslumark mjólkur á til- boðsmarkaðnum að þessu sinni. Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki kom fram jafnvægis- verð sem er 240 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Sölutilboð voru 38 og kaup- tilboð jafn mörg. Boðið var til sölu greiðslumark upp á 1,9 milljónir lítra, en óskað eftir greiðslumarki fyrir tæpa 2,5 milljónir lítra. Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.624.408 lítr- ar að andvirði 389.857.920 kr. Kaup- hlutfall viðskipta var 90,58%. „Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 240 kr./l eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Bún- aðarmálaskrifstofan sem nú er hjá Matvælastofnun mun nú senda öll- um tilboðsgjöfum upplýsingar um af- greiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar upp- gjör hefur farið fram. Upplýsing- ar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast á Bændatorginu,“ segir í til- kynningu frá Mast. mm Hálf önnur milljón mjólkur- lítra skipti um eigendur „Auðvitað segjum við allt gott, hvern- ig ætti annað að vera hægt eftir svona frábært sumar,“ sögðu bændurnir og nágrannarnir Guðjón Kjartans- son á Síðumúlaveggjum og Gunn- ar Bjarnason á Hurðarbaki í Borg- arfirði þegar ljósmyndari Skessu- horns hitti þá á bökkum Hvítár fyrir helgina. Með þeim var einnig Jónas sonur Guðjóns. Þá höfðu þeir nýlok- ið við að ná heyrúllu upp úr skurði, en rúllan hafði fallið fram af bröttum túnjaðri hjá Guðjóni bónda í seinni slætti. „Þetta er verktakabundið hey og því alltof dýrt til að láta það fara forgörðum,“ sagði Guðjón og hló. Ekki var síður létt yfir Gunnari enda kvaðst hann á fyrsta degi í sumar- leyfi, en hann hefur auk þess að reka sauðfjárbú á Hurðarbaki, starfað hjá Norðuráli frá því verksmiðjan var opnuð. „Það er fínt að taka sumarfrí á haustin. Þá eru smalamennskur og svo þurrka ég korn fyrir bændur og það er einmitt verið að byrja þresk- ingu í dag. Haustið er því besti tím- inn til að taka sumarfríið,“ sagði Gunnar. mm Slegið á létta strengi Guðjón, Jónas og Gunnar kampakátir eftir að búið var að ná heyrúllunni upp úr skurðinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.