Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201612 Áramót í útgerðinni    Þorvarður Guðbjartsson útgerðar- maður á línubátnum Guðbjarti SH frá Rifi segir, líkt og fleiri, að hon- um lítist ekki á verðþróunina sem er tilkomin vegna styrkingar íslensku krónunnar. Hann býst við verð- lækkun á afla um allt að 20 til 25% á komandi vertíð. „En ég er mjög bjartsýnn á góða vertíð þar sem Breiðafjörðurinn er fullur af fiski. Nóg er hins vegar af æti eins og er, en þetta kemur allt með haustinu,“ segir Þorvarður brosandi. „En það hefði nú mátt auka kvótann um tíu prósent á þorski, aukningin var að- eins tvö prósent sem er skammar- lega lítið. Og að minnka ýsukvót- ann, maður skilur bara ekkert í því. Það er verið að lengja bilið á milli tegunda svo svakalega mikið að maður skilur bara ekkert í þessu. Svona bull kallar bara á brottkast á ýsu. Þetta er bara ekki í lagi,“ held- ur Þorvarður áfram. Hann segir aflann eiga eftir að aukast á næstu árum vegna þess hve lítið megi veiða í dag. „En svona er nú þetta og maður getur lítið gert í þessu,“ segir Þorvarður að lokum. af „Svona bull kallar bara á brottkast á ýsu“ Þorvarður Guðbjartsson er bjartsýnn á góða vertíð en skilur ekkert í því að ýsukvótinn hafi verið minnkaður. Guðmundur Snorrason er skip- stjóri á Farsæl SH 30 sem gerður er út frá Grundarfirði af Fisk Sea- food ehf. Guðmundur tók við skip- inu um miðjan maí á þessu ári og er þetta fyrsta fasta skipstjórnarstaðan sem hann gegnir. Farsæll SH 30 er með aflaheimildir upp á rétt tæp þús- und tonn af bolfiski en það er svip- að og í fyrra þegar skipið veiddi 522 tonn af þorski, 115 tonn af ýsu og 133 tonn af skarkola svo eitthvað sé nefnt. Skipið fer svo einnig á rækju- veiðar en á síðasta fiskveiði ári land- aði skipið rétt tæpum 200 tonnum af úthafsrækju og 130 tonnum af rækju úr Breiðafirði. Byrjaði ungur á sjó Guðmundur byrjaði ungur á sjó en hann ólst upp í Stykkishólmi. „Já, ég var 15 eða 16 ára þegar ég fór á síld- arvertíð á Þórsnesinu,“ rifjar Guð- mundur upp. „Ég ákvað fljótlega að skella mér í Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan 1991,“ bætir hann við. „Strax eftir útskrift fer ég sem annar stýrimaður á Júpíter en skipið var þá á rækjuveiðum. Það var mjög lærdómsríkt og mikil lífsreynsla að fara á svona risastórt skip. Ég lærði helling þarna,“ rifjar Guðmundur upp. Fljótlega lá leiðin þó til Grundar- fjarðar og hefur Guðmundur starf- að á hinum ýmsu skipum þar. „Fyrsta reynsla mín sem skipstjóri var á Fanney SH 24 á rækjuveiðum en þá var ég bara að leysa skipstjórann af,“ segir Gummi. Hann var svo stýri- maður á Sigurborgu SH 12 í stuttan tíma en færði sig fljótlega yfir á Sól- ey SH 124 hjá sömu útgerð. „Ég var stýrimaður á Sóley lengst af eða al- veg þangað til henni var lagt um ára- mótin 2014 - 2015. Eftir það var ég háseti á frystitogaranum Arnari HU 1 sem gerður er út af FISK Seafood ehf. en þar er 30 daga úthald. Einnig greip ég í afleysingar sem stýrimaður á Gretti BA 39. Það var nú ekki mik- ill hasar á þeim báti,“ segir Gummi og brosir. „En það er svo sem ágætt að breyta aðeins til,“ bætir hann við. Það var svo í maí á þessu ári að skip- stjórnarstaðan á Farsæl SH 30 losn- ar og var Guðmundur ráðinn skip- stjóri þar. „Mér líkar það afskaplega vel og ég er mjög ánægður hér,“ seg- ir Gummi. Hann er bjartsýnn fyrir nýju kvótaári og horfir björtum aug- um til framtíðar. „Vissulega mætti auka aðeins við kvótann en maður er svo sem ekkert að kvarta,“ segir hann að lokum. tfk Bjartsýnn á nýju kvótaári Hér er Guðmundur að taka við verðlaunum fyrir fyrsta sætið í brettahlaupi á sjómannadaginn. Mynd úr einkasafni tekin í sumar um borð í Farsæl. Hjá Hraðfrystihúsinu á Hellis- sandi starfa 85 manns, bæði á sjó og í landi. Ólafur Rögnvalds- son framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Hellissands segir fyrir- tækið hafa þurft að leigja til sín kvóta á hverju ári. Hann segist þó bera smá ugg í brjósti hvern- ig öllu muni reiða af. „Það er alltaf að verða erfiðara að leigja til sín kvóta, sem sífellt færist á færri hendur. Svo er sífellt verið að angra þá einstaklinga sem eru í útgerð og sauma að þeim á kostn- að stóru aðilanna. Almenningur í landinu lítur á hagnað og arðsemi hjá stóru fyrirtækjunum og heim- færir á minni fyrirtækin sem eiga mörg hver erfitt fyrir. Hér á Snæ- fellsnesi er einn stærsti útgerðar- staður á landinu hvað varðar litl- ar og meðalstórar útgerðir,“ seg- ir Ólafur. Hann segir nýafstaðið kvótaár hafa verið ágætt. „Þetta hefur allt verið við það sama og maður vonar að það verði svipað áfram. En auðvitað vonast maður til þess að veiðiheimildirnar verði auknar svo að menn þurfi ekki að leigja til sín svona mikinn kvóta eins og verið hefur. Við höfum tekið á okkur skelli í veiðiheim- ildum á undanförnum árum.“ Mikið tekjutap Ólafur segir sölumál fyrirtækisins vera í föstum skorðum og að sölu- horfur séu sæmilegar. Allur fiskur fyrirtækisins er seldur ferskur, að mestu til Bretlands. Það er því frek- ar þungt hljóðið í framkvæmda- stjóranum eftir fall sterlingspunds- ins í sumar. „Sterlingspundið hefur lækkað um 25%. Það hefur gríðar- leg áhrif á reksturinn hjá litlu fyr- irtæki sem þessu. En hitt er ann- að mál að við höfum séð hæðir og lægðir í sjávarútveginum í gegn- um tíðina og ég hef séð þetta allt áður. Þetta er bara brimskafl sem við þurfum að fara í gegnum en það getur tekið tvö til þrjú ár fyr- ir pundið að jafna sig,“ segir Ólaf- ur. Hann segir ekki koma til greina að selja fiskinn inn á annan markað. „Við höfum selt megnið af þessu til Bretlands og höfum byggt upp við- skiptasambönd þar sem við þurfum að viðhalda. En það ber að hafa í huga að þetta er mikið tekjutap fyr- ir okkur, að missa fjórðung af tekj- unum. Framlegðin er bara horf- in. Maður er því ekki sá allra kát- asti í dag,“ segir Ólafur alvarlegur. Hann bætir því við að ekkert annað sé í boði en að horfa fram á veginn og berjast í gegnum storminn. „Að öðrum kosti gleypa þessir stóru okkur. Það má ekki gleyma því að sjávarútvegur hefur gengið vel síð- ustu ár og það ber að þakka. Það hafa oft verið blikur í sjávarútvegi áður og það þýðir ekkert að gefast upp.“ grþ Fall sterlingspundsins hefur gríðarleg áhrif Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands er hér til hægri, ásamt Ragnari Konráðssyni um borð í Örvari SH 777. Starfsmenn Hraðfrystihússins eru hér að raða flökum á færiband til frystingar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.