Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 15 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 1239. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæði• sflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn 10. september kl. 10.30. Björt f• ramtíð á Smáraflöt 1, mánudaginn 12. september kl. 20.00. Samf• ylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 10. september kl. 11.00. Bæjarstjórnarfundur ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Ágreiningur er uppi milli landeig- anda á Indriðastöðum í Skorradal og félags sumarhúsaeigenda á jörðinni um neysluvatnsveitu. Málið hefur nokkurn aðdraganda. Eftir banka- hrun varð þáverandi eigandi Indr- iðastaða gjaldþrota og leysti Lands- bankinn eignina til sín upp í veð. Bankinn seldi síðan núverandi eig- anda, Dana að nafni Henrik Falster Hansen, árið 2013. Hansen kaup- ir jörðina með þinglýstum kvöðum og réttindum sem eigninni fylgdu. Á Indriðastöðum eru á annað hundrað sumarhús. Taka flest þeirra neyslu- vatn úr lind ofan við bæinn, en hluti nýrra húsa á jörðinni hefur fengið vatn úr borholu sem er í landi Mó- fellsstaða. Eigandi Indriðastaða hef- ur greitt landleigu fyrir borholu og mannvirki og kostað dælingu neyslu- vatns, fyrir um 70 þúsund krónur á mánuði. Sumarhúsalóðirnar á Indr- iðastöðum eru eignarlóðir og fær því núverandi eigandi engar leigu- eða vatnstekjur af þeim. Ekki hefur náðst samkomulag um greiðslu kostnaðar við rekstur vatnsveitunnar og hefur eigandinn því hætt dælingu eftir að upp úr viðræðum milli hans og sum- arhúsaeigenda slitnaði. Ingi Tryggvason er lögfræðingur landeigandans. Hann segir að málið sé í raun einfalt. „Það hefur ekki tek- ist samkomulag milli eigenda Indr- iðastaða og félags sumarhúsaeigenda á jörðinni um rekstur vatnsveitunn- ar. Þá hefur vatnsveitan ekki held- ur rekstrarleyfi. Landeigendur geta ekki látið það viðgangast lengur að þarna sé verið að dæla vatni úr bor- holu án þess að til þess séu tilskilin leyfi og þá geta landeigendur held- ur ekki sætt sig við að láta m.a. land undir veitumannvirki án þess að nokkur greiðsla komi í staðinn.“ Anna B Olsen er formaður félags sumarhúsaeigenda í landi Indriða- staða. Hún segir málið í pattstöðu og nú sé hluti sumarhúsa á jörðinni án neysluvatns eftir að dælingu úr bor- holunni var hætt 20. ágúst síðastlið- inn. „Við höfum reynt að leita sátta og fá niðurstöðu í málið, en án ár- angurs. Nýr eigandi Indriðastaða telur sig ekki bundinn af samning- um um vatnsöflun og fer fram á háar upphæðir frá sumarhúsaeigendum til að mæta kostnaði við rekstur veit- unnar. Ég hef leitað til fulltrúa sýslu- manns sem telur sig ekki geta beitt sér í málinu. Þá hef ég gert bæði slökkviliðsstjóra og fulltrúa Heil- brigðiseftirlits Vesturlands viðvart um stöðuna. Málið er nú í hönd- um lögfræðinga beggja málsaðila og í raun eru engar viðræður í gangi. Á meðan er hluti sumarhúsanna án neysluvatns,“ sagði Anna í samtali við Skessuhorn. Engin lausn meðan ekki er ræðst við Svo virðist sem leita megi orsakar fyrir þeirri stöðu sem upp er kom- in að þegar Landsbankinn seldi nú- verandi eigendum jörðina var ekki tekið fram að kaupandi tæki yfir þinglýstar kvaðir sem snerta sum- arhúsalóðirnar. Nýjum eiganda jarðarinnar er því ekki skylt að af- henda neysluvatn, þar sem ekki er getið um þær skyldur hans í þing- lýstum skjölum jarðarinnar þótt e.t.v. sé getið um þær í samning- um um sumarhúsalóðir. Málið lykt- ar því af lögfræðilegri handvömm. Lausn málsins felst væntanlega í að stofnað verði félag um vatnsveitu í landi Indriðastaða. Sú lausn er hins vegar ekki í sjónmáli á meðan máls- aðilar ræðast ekki við. mm Deilt um neysluvatnsmál í landi Indriðastaða Nýverið var nýtt sjónvarp sett upp í matsalnum á Dvalarheim- ilinu í Stykkishólmi. Sjónvarpið var keypt fyrir peninga sem komu úr flöskusjóði dvalarheimilis- ins. Það er Árný Margrét Guð- mundsdóttir, fyrrum starfsmað- ur á dvalarheimilinu, sem heldur utan um sjóðinn og hefur gert til margra ára eða allt frá því sjóður- inn var stofnaður árið 1991. Árný starfaði á dvalarheimilinu í 30 ár en hún hætti árið 2013, þeg- ar hún náði sjötugsaldri. „Ég hélt utan um þetta á meðan ég vann þarna og hef haldið því áfram,“ segir Árný. Hún segir Stykkishólms- búa duglega að styrkja sjóðinn. „Það eru auðvitað kassar uppfrá sem allir setja í en svo eru bæj- arbúar að setja þetta á tröppurn- ar hjá mér. Það koma alltaf flösk- ur, bæjarbúar hafa verið svo dug- legir og þeir eiga þakkir skild- ar fyrir það,“ segir hún. Aðspurð um hvort sjóðurinn hafi nýst vel til innkaupa segir hún: „Ætli það Sjónvarp keypt fyrir flöskusjóðinn Árný Guðmundsdóttir heldur utan um flöskusjóðinn. Hér er hún við sjónvarpið nýja. Ljósm. Dvalarheimilið í Stykkishólmi. séu ekki að verða tæp 300 þúsund sem ég er búin að kaupa fyrir. Þar má nefna tvo nuddstóla, spegil, tvö börð, dagatal úr tré og núna þetta sjónvarp í matsalinn. Það er búið að kaupa ýmislegt, ég man það ekki allt saman. Við reyn- um að kaupa það sem vantar og það vantaði sjónvarp núna,“ segir Árný kát að endingu. grþ Grunnskóli Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjadeild auglýsir eftir matreiðslumanni/matráði tímabundið vegna afleysinga í mötuneyti skólans. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Reynsla af rekstri mötuneytis er æskileg og færni í mannlegum samskiptum mikilvæg. Frekari upplýsingar gefur Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 847-9262 eða Ingibjörg Adda Konráðs- dóttir deildarstjóri í síma 840-1520 einnig má senda fyrirspurn á netföngin ingibjorg.inga@gbf.is og ingibjorg.adda.konradsdottir@gbf.is Laust starf í Grunnskóla Borgarfjarðar SK ES SU H O R N 2 01 6 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin BelladonnaStærðir 38-58 Nýjar vörur í hverri viku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.