Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201618 Skagakonan Eva Laufey Kjar- an Hermannsdóttir hefur ver- ið einn af vinsælustu matar- bloggurum landsins um árabil. Fyrir þremur árum gaf hún út matreiðslubókina Matargleði Evu og fylgdi bókinni eftir með sjónvarpsþáttum á Stöð 2. Hún vinnur nú að útgáfu annarrar bókar og mun stýra nýjum þætti á Stöð 2 í vetur, í samstarfi við Guðmund Bene- diktsson sjónvarpsmann og fyrrum fótboltakempu. Blaða- maður Skessuhorns sett- ist niður með Evu Laufeyju og spjallaði við hana um líf og störf matarbloggarans og sjónvarpskokksins. Byrjaði að elda sem barn Eva Laufey er fædd og uppalin á Akranesi. Hún fékk snemma áhuga á matreiðslu og var farin að elda á unga aldri. „Mér þótti alltaf gott að borða og fékk snemma áhuga á mat. Mamma var líka dugleg að láta okkur hjálpa sér í eldhúsinu og kenndi okk- ur að smakka allt, þannig að ég lærði fljótt af henni,“ segir Eva Laufey í samtali við Skessuhorn. Eva Lauf- ey hefur ekki lært matreiðslu en hef- ur verið dugleg að prófa sig áfram í eldhúsinu. Hún segist hafa lært mest af móður sinni og ömmu. „Mamma er matráður í eldhúsi og ég hef lært mikið af henni.“ Af erlendum fyrir- myndum nefnir hún sjónvarpskokk- ana Jamie Oliver og Nigellu. „Af þeim íslensku hefur Rikka vinkona mín reynst mér hvað best. Hún leik- stýrði mér í fyrstu þáttaröðinni minni á Stöð 2. Ég er ekki viss um að allir væru reiðubúnir að opna svona faðm sinn og hjálpa eins og hún hefur gert. Ég er henni ótrúlega þakklát,“ segir Eva. Viðburðaríkt ár Eftir nokkur ár í höfuðborginni er Eva nýflutt aftur á Skagann, ásamt eiginmanninum Haraldi Haralds- syni og tveggja ára dóttur þeirra, Ingibjörg Rósu. Hjónin keyra bæði til Reykjavíkur til að sækja vinnu en þau eru ánægð með að vera kom- in aftur heim. „Fólkið okkar er hér og við viljum ala dóttur okkar upp í þessu umhverfi,“ segir hún. Það má segja að 2016 sé viðburðarríkt ár í lífi Evu, bæði vinnulega séð og persónu- lega. Ásamt því að hafa selt íbúð sína í Reykjavík og keypt sér hús á Akra- nesi, þá giftu þau sig 23. júlí síðast- liðinn í Akraneskirkju. „Við ákváð- um bara að gera þetta allt í einu,“ segir hún og brosir. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að brúðkaups- tertuna bakaði Eva sjálf. „Súkkulaði- kaka er í uppáhaldi hjá okkur báðum og það lá því beinast við að hún yrði fyrir valinu. Ég bakaði því dökka og mjúka súkkulaðiköku, sem var smurð með dökkri súkkulaðisósu. Á milli var súkkulaðimús og svo var hún þakin hvítu súkkulaði,“ útskýr- ir Eva. Eldar einfaldan mat Aðspurð hvort hún sé hrifnari af mat- argerð eða bakstri segir Eva að henni þyki hvort tveggja skemmtilegt. „En baksturinn trónir þó á toppnum,“ bætir hún við. Bókin sem Eva Lauf- ey vinnur nú að er kökubók og kem- ur hún út í október. „Þarna verða allar uppáhalds uppskriftirnar mín- ar komnar í eina bók.“ Eva er mikill matgæðingur og sér einnig um elda- mennskuna heima fyrir. „Ég elda venjulega einfaldan mat. Mér finnst alveg gaman að horfa á fólk sem fer nýjar og flóknar leiðir í matreiðslu en það er ekki fyrir mig. Ég legg frek- ar áherslu á að aðrir geti haft tæki- færi til að elda og baka það sem ég geri.“ Sjálf segist hún vera hrifnust af ítölskum mat og lambakjöti. „Ég er mjög hrifin af öllum ítölskum mat. Gott pasta og gott rauðvín er alveg í sérflokki,“ segir hún. Þegar hún er spurð að því hvort ekki sé erfitt að fá hugmyndir að því hvað á að vera í matinn, hvort sem það er heima eða í þáttagerðinni, segir Eva: „Það koma alveg dagar sem ég veit ekk- ert hvað ég á að elda. En ég er dug- leg að sækja mér innblástur. Það geri ég með því að fara út að borða, sér- staklega ef ég er erlendis. Ég skoða líka mikið á netinu, bæði myndbönd og uppskriftir.“ Klúðrar eins og aðrir Þrátt fyrir að vera listakokkur og góður bakari segir Eva að það ger- ist margoft að eitthvað mistakist í eldhúsinu. „Kökurnar falla stundum eða bragðast ekki vel. Stundum líta þær illa út en bragðast samt vel, það er þó skárra. En það er verst ef eitt- hvað svona gerist þegar maður á von á gestum,“ segir hún brosandi. Mis- tökin geta einnig átt sér stað í sjón- varpinu. Þó að oftast líti allt vel út á skjánum hefur stundum ýmislegt gengið á við tökur. „Ég hef til dæmis skorið mig við tökur og það blæddi hressilega. Ég þurfti því að vera með plástur það sem eftir var af degin- um. Það kemur ýmislegt fyrir, ég er enginn sérfræðingur og klúðra al- veg eins og allir aðrir.“ Blaðamaður Skessuhorns er einnig forvitinn að vita hvað verður um matinn sem eld- aður er í sjónvarpinu. „Við og töku- mennirnir borðum yfirleitt matinn. Þetta er samt ekkert alltaf spennandi, stundum er maturinn orðinn kaldur og búinn að standa lengi á borðinu. En við reynum að nýta allt, ég þoli ekki að henda mat - það er bara ekki í boði,“ segir hún. Sóttist eftir tækifærum Eva Laufey byrjaði að blogga fyr- ir fimm árum. Það var þá sem bolt- inn fór að rúlla. „Ég byrjaði að blogga um ekki neitt, þannig lag- að. Ég fikraði mig áfram og setti inn eina og eina matarmynd. Þetta vatt svo bara upp á sig og þróaðist í þessa átt. Þetta gerðist bara.“ Í framhald- inu fékk Eva Laufey tækifæri til þess að birta kökuuppskrift í Gestgjaf- anum. „Þá fann ég að þetta var eitt- hvað sem ég vildi gera meira af. En í þessu verður maður að sækjast eftir því sjálfur. Ég nýtti mér tengslanet- ið mitt og var dugleg að senda pósta. Sýndi því áhuga að fá að birta upp- skrift í blöðum,“ útskýrir hún. Eft- ir þetta fékk Eva Laufey tækifæri til þess að vera lausapenni hjá Gest- gjafanum. Það má segja að þar hafi hún stigið sín fyrstu skref í fjölmiðl- um. „Mér fannst þetta æðislegt. Svo stækkar bloggið og ég var bara far- in að vera alveg í þessu,“ segir hún. Matreiðslubókin Matargleði Evu kom út fyrir þremur árum. Í fram- haldi af því fékk Eva sitt fyrsta tæki- færi til að koma fram sem sjónvarps- kokkur á Stöð 3. „Ég sóttist eftir tækifærum og ákvað að prófa þetta. Í kjölfarið fékk ég þætti á Stöð 2 og ég er þarna enn, ásamt því að hafa verið með innslög í Íslandi í dag, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún. Sjö- unda þáttaröðin af Matargleði Evu fer í loftið núna í haust, að meðtal- inni þeirri sem sýnd var á Stöð 3. Nýr þáttur í haust Eins og fyrr segir mun Eva Lauf- ey einnig stýra nýjum þætti sem fer í loftið í lok október. Sá þáttur heitir Ísskápastríð og verður með allt öðru sniði en Matargleði Evu. „Ísskápastríð er matreiðsluþáttur þar sem fólk keppir í matreiðslu. Við Gummi Ben stýrum þættinum og verðum liðsstjórar. Við fáum tvo gesti í hverjum þætti og fáum ann- an hvorn í okkar lið. Sex ísskápar eru í boði, keppendur velja sér einn þeirra og þurfa að elda forrétt, að- alrétt og eftirrétt úr því sem er í ís- skápnum. Svo eru alls konar tromp í leiknum og ýmislegt skemmtilegt sem kemur á óvart. Það er til dæmis hægt að stela hráefni frá keppinaut og banna keppinaut að nota heim- ilistæki,“ útskýrir Eva. Hún segir hugmyndina koma frá Loga Berg- mann Eiðssyni. „Þetta er í raun blanda af mörgum þáttum og verð- ur léttur þáttur, spjall og gaman.“ Eva Laufey er spennt fyrir kom- andi verkefnum. Tökur á þættinum hefjast nú í september og í október kemur nýja bókin út. „Það er ótrú- lega gaman að hafa fundið það sem mig langar til að gera. Ég hlakka mikið til að fara í Ísskápastríð, það er svona annað platform á því sem ég hef verið að gera og ég er ótrú- lega spennt.“ grþ Allar uppáhalds kökurnar í einni bók Fjölmiðlakonan Eva Laufey gefur út sína aðra bók í haust Eva Laufey í eldhúsinu sínu á Akranesi. Tökur á matarþætti. „Við og tökumennirnir borðum yfirleitt matinn. Þetta er samt ekkert alltaf spennandi, stundum er maturinn orðinn kaldur og búinn að standa lengi á borðinu. En við reynum að nýta allt, ég þoli ekki að henda mat - það er bara ekki í boði,“ segir hún. Brúðkaupið var í sumar. Hér eru Eva Laufey, Haraldur og dóttirin Ingibjörg Rósa. Brúðartertuna gerði Eva Laufey sjálf. Súkkulaðiterta hjúpuð ljósu súkkulaði, skreytt með blómum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.