Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201620 Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir á stórum hluta opins svæðis á Reyk- hólum í grennd við dvalar- og hjúkr- unarheimilisið Barmahlíð, eins og áður hefur verið greint frá í Skessu- horni. Jarðvinnu er lokið fyrir knatt- spyrnuvöll milli skólans og dval- arheimilisins, steyptir hafa verið göngustígar og gert torg þangað sem minnismerkið um Jón Thorodd- sen hefur verið fært. Framkvæmd- um er hvergi nærri lokið og mun ekki ljúka á þessu ári. Nú hefur Vina- félag Barmahlíðar gefið tíu bekki sem komið hefur verið fyrir með- fram gönguleiðinni. Nokkrir bekkj- anna eru við Barmahlíð en aðrir eru víðs vegar við göngustígana. Bekk- irnir voru smíðaðir af Sveini Ragn- arssyni á Svarfhóli og eru úr Síber- íulerki, sem ekki á að fúna þó ekki sé borið á það viðarvörn, heldur gránar það og dökknar þegar það veðrast. kgk Vinafélag Barmahlíðar gefur tíu bekki Minnismerkið um Jón Thoroddsen komið á nýjan stað og hér má auk þess sjá tvo af tíu nýjum bekkjum sem Vinafélagið gaf. Ljósm. reykholar.is Framkvæmdir eru hafnar við upp- byggingu aðkomu að Svöðufossi á Snæfellsnesi. Þar á að lagfæra veg- inn og steypa bílaplan. Eru fram- kvæmdirnar fyrsti áfangi uppbygg- ingar á áningarstað fyrir ferða- menn á þessu svæði. Í mars á þessu ári hlaut Snæfellsbær úthlut- að 26,9 milljónum króna til fram- kvæmdanna, sem var hæsti styrkur- inn af þeim ellefu sem beint var til uppbyggingar ferðamannastaða á Vesturlandi. grþ / Ljósm. Snæfellsbær. Framkvæmt við Svöðufoss Byrjað var að þreskja korn í Ásgarði í Reykholtsdal föstudaginn 2. sept- ember. Að sögn Magnúsar Eggerts- sonar bónda hefur hann aldrei náð að hefja kornskurð svo snemma, en hann hefur stundað kornrækt samfleytt frá 1996. Sumarið í fyrra var afleitt til kornyrkju og kvaðst Magnús nánast hafa verið ákveðinn að hætta þessum tilraunum með kornrækt. „Það var eiginlega Jón- atan Hermannsson jarðræktarfræð- ingur sem taldi mig á að sá korni í vor. Hann sagði að finna mætti vís- bendingar um að sumarið í ár yrði gott og las það úr sjávarhita og loft- straumum og reiknaði það vafalaust út á vísindalegan hátt. Hann sagði að góð sumur kæmu með ákveðnu millibili. Allavega hafði Jónatan rétt fyrir sér og útlitið núna er bara býsna gott,“ sagði Magnús. Bóndinn í Ásgarði byrjaði að þreskja byggakur með tveggja raða korni af kvæmi sem nefnist Kría. Á sléttum heima við bæ átti hann sex raða bygg, hafra og rúg sem hann sagði að þyrfti lengri sprettutíma, en myndi gefa betri uppskeru en Krían. Magnús sáði í vor í um 30 hektara af korni og segir að korn- ið verði veruleg búbót fyrir kúabú- ið í Ásgarði. Gunnar Bjarnason á Hurðarbaki hefur þurrkaðstöðu fyrir kornið og segir Magnús að hann geti þreskt tvo fulla sturtu- vagna í einu til að fylla í þurrkaðs- töðuna á Hurðarbaki. Þurrkunar- tíminn fer síðan eftir rakastigi og getur tekið frá einum sólarhring og upp í þrjá. Þetta verði því tekið eftir hendinni næstu daga en kornskurð- urinn fari þó eftir tíðarfari. En það er ekki einungis korn- ið sem er verðmætt því mikil eftir- spurn er eftir hálmi. Magnús notar hluta þess hálms sem til fellur undir kýrnar en aðrir bændur kaupi tals- vert af honum og þá er Nautastöðin á Hesti fastur viðskiptavinur. Útlit- ið í kornræktinni er því býsna gott í ár og mikillar uppskeru að vænta. mm Kornþresking með allra fyrsta móti Magnús í Ásgarði ekur hér þreskivélinni eftir akri á bökkum Reykjadalsár, en handan árinnar rennur Deildartunguhverinn í hana. Korninu dælt yfir í sturtuvagninn. Magnús Eggertsson bóndi. Sex raða bygg gefur meiri uppskeru en Krían en þarf lengri sprettutíma, líkt og hafrarnir og rúgurinn sem Magnús ræktar einnig. Horft til norðurs yfir jörðina Ásgarð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.