Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201630
„Ætlar þú á Justin Bieber
tónleikana?“ (Verða fimmtudag og
föstudag í Kórnum í Kópavogi).
Spurning
vikunnar
(Spurt í FVA á Akranesi)
Brynjar Mar Guðmundsson:
„Nei, mér finnst hann leiðinleg-
ur. Ég er miklu meira fyrir me-
tal.“
Á sunnudag voru fjóra skútur við
bryggju í Ólafsvík. Að sögn Pét-
urs Bogasonar hafnarvarðar hefur
verið mikil aukning í komu skúta í
sumar og einnig hafa nokkrar svo-
kallaður ofursnekkjur legið utan
við höfnina. Guðmundur Ívars-
son hafnarvörður á Arnarstapa tók
í sama streng og Pétur og sagði að
aukningin væri töluverð á Stapan-
um, líklega um 100% frá því á síð-
asta ári. Guðmundur segir að sum-
ar skúturnar séu það stórar að þær
komast ekki inn í höfnina á Arnar-
stapa og farþegar því verið ferjaðir
á léttabátum í land.
Fréttaritari hitti Guðberg Grétar
Birkisson eiganda skútanna Esju og
Evru og sagði hann að siglt hefði
verið í sumar í ferðir frá Reykja-
vík að Arnarstapa, til Ólafsvíkur,
Grundarfjarðar, Stykkishólms og
endað í Flatey. „Þetta er fyrsta sum-
arið sem ég er með þessa starfsemi
og það er rífandi gangur í sigling-
um af þessu tagi. Við tökum allt að
tíu farþega í ferð en eina viku tek-
ur að sigla þessa leið með stoppum
á báðum leiðum. Farþegar koma
allsstaðar frá. Í þessum túr sem er
í gangi núna eru Rússar en það er
allur gangur á frá hvaða löndum
farþegar eru,“ segir Guðbergur. Að
spurður um hugsanlega sjóveiki hjá
farþegum svarar Guðbergur því til
að sumir verði vissulega sjóveik-
ir, en flestir samt komist hjá því að
kasta upp út yfir borðstokkinn.
af
Mikil aukning í skútusiglingum við Snæfellsnes
Það er ekki oft að sjáist fjórar skútur í
höfninni í Ólafsvík í einu.
Kátir Rússar koma að landi í Ólafsvík.
Þessi ofursnekkja lá fyrir
ankeri út af Arnarstapa.
Dagana 24.-26. ágúst síðast-
liðinn dvaldi unglingaskólinn
NÚ í óvissuferð að Hvanneyri
í Borgarfirði.
Þegar rútan stöðvaði fyrir utan
Gamla skóla á Hvanneyri rétt fyrir
hádegi sama dag, kom í ljós að eng-
inn í hópnum hafði hugmynd um
hvar hann var staddur að öðru leyti
en að við værum úti í sveit. Ragn-
ar Frank Kristjánsson, lektor við
Landbúnaðarháskóla Íslands, tók á
móti hópnum og fór stuttlega yfir
sögu Hvanneyrar eftir að hafa boð-
ið hópinn velkominn. Megin til-
gangur óvissuferðarinnar var að fá
nemendur og starfsmenn NÚ til að
kynnast betur innbyrðis og þétta
hópinn.
Á Hvanneyri er í einu orði sagt
frábær aðstaða fyrir minni og stærri
hópa sem hafa í hyggju að fara út
fyrir borgarmörkin, verja tíma sam-
an, efla samkennd og hóphugs-
un. Helsti kostur Hvanneyrar er
að staðurinn er einungis í 70 mín-
útna akstri frá Reykjavík, örstutt er
í helstu þjónustu auk þess að þar er
einstök saga og náttúra. Gist var í
gamla skólanum sem hélt mjög vel
utan um tæplega 40 manna hóp.
Íþróttahúsið á Hvanneyri er frá
1911 og þar er ólýsanlegt andrúms-
loft. Mjög stutt er í stóra og smáa
grasbala, leiksvæði, battavöll og
stóran knattspyrnuvöll sem hægt er
að nýta á marga vegu. Sveitaloftið,
náttúran og samveran mótar ein-
staka upplifun fyrir alla og sérstak-
lega fyrir nútíma borgarbarn. Það
má segja að dvöl á Hvanneyri sé
ein risastór kennslustund í náttúru-
fræði, sögu og landafræði Íslands.
NÚ gefur sig út fyrir það að vera
“tækni” skóli þar sem 90% af öllu
kennsluefni er rafrænt og nánast
enginn pappír til staðar. Það var
því í hróplegri andstöðu við stefnu
skólans að gista í einu af elstu skóla-
húsnæðum landsins án allra raf-
tækja og internets. Lagt var upp
með tæknilausa ferð svo nemendur
væru alltaf í NÚ-inu og myndi ein-
beita sér að því að kynnast sjálfum
sér og skólafélögunum.
Aðstaðan að Hvanneyri til úti-
kennslu af ýmsum toga er til fyr-
irmyndar og það nýttu starfsmenn
NÚ sér til hins ítrasta. Hópavinn-
an í ferðinni fór að mestu leyti fram
utandyra þar sem veðurfar var með
eindæmum gott alla ferðina. Hóp-
urinn kynnti sér landbúnaðarsögu
Íslands og leit í heimsókn í há-
tæknifjósið sem vakti mikla athygli.
Ragnar Frank leiddi hópinn í sann-
leikann um helstu örnefni Hvann-
eyrar í skemmtilegri gönguferð um
jörðina. Hið svokallaða Skjólbelti
hitti beint í mark hjá hópnum enda
einstakur staður til margskonar úti-
leikja, skemmtana og útiveru.
Þar sem eldunaraðstaða er af
skornum skammti í gamla skólan-
um fór hópurinn í morgunmat og
hádegismat í mötuneyti Landbún-
aðarháskólans þar sem við fengum
frábæran mat alla dagana.
Toppurinn á ferðinni var án efa
varðeldurinn sem kveiktur var í
Skjólbeltinu í þar til gerðu indjána-
tjaldi. Mikil stemning myndaðist í
hópnum og var sungið og spilað á
gítar fram á kvöld.
Við fórum af stað með 34 einstak-
linga en komum heim með lið sem
er í skýjunum með einstaka upplif-
un. Undirritaður skorar á sveitar-
stjórn Borgarbyggðar að gera betur
í því að kynna þetta einstaka svæði
svo fleiri geti fengið að njóta.
NÚ er nýjasti grunnskóli lands-
ins fyrir unglinga í 8.-10. bekk sem
vilja samþætta nám og íþróttaiðkun.
Í NÚ eru 34 nemendur, 21 drengur
og 13 stúlkur. Starfsmenn við skól-
ann eru þrír auk tveggja stunda-
kennara og námsráðgjafa. NÚ er
sjálfstætt starfandi grunnskóli sem
skapar sér sérstöðu með því að
leggja áherslu á íþróttir, vendinám
og sjálfræði nemenda.
Takk fyrir okkur,
Gísli Rúnar Guðmundsson
Skólastjóri NÚ
Unglingaskólinn NÚ í óvissuferð á Hvanneyri
Nánar um grunnskólann NÚ á slóðinni www.framsynmenntun.is
Vildís Þrá Jónsdóttir:
„Nei, ég hef ekki tíma.“
Ragnheiður Árnadóttir:
„Já, ég ætla.“
Kristín Lóa Einarsdóttir og
Ingibjörg Brynjólfsdóttir:
„Já, við ætlum að fara.“
Kristján Snær Halldórsson og
Björgvin Óskar Ásgeirsson:
„Já, við erum að fara. Bieber er
góður.“
Jóhanna Nína Karlsdóttir:
„Nei, ég er svo upptekin að ég
get það ekki. En mig langar.“