Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Verkefni sálfræðinga að greina stöðuna Fjárhagsleg staða eldra fólks á Íslandi er vægast sagt afar bágborin. Þó einhverjir hafi það gott peningalega, hafa flestir það einungis þokkalegt, en allstór hópur á vart til hnífs og skeiðar. Þeir sem nú fara á eftirlaun hafa skert réttindi til lífeyrisgreiðslna úr almannasjóðum og eru marg- ir illa staddur, ekki síst ef þeir skulda enn húsnæðislán. Félagsskapurinn Grái herinn er skipaður eldri borgurum á höfuðborgarsvæðinu og líkleg- ur til að láta til sín taka. Í síðustu viku hélt þessi hópur fjölmennan fund á Austurvelli en var svo óheppinn, ef svo má segja, að hitta á að á sama tíma var kanadíska ungstirnið Justin Bieber að undirbúa tónleika í Kópavogi og fangaði svo gott sem alla athygli fjölmiðlafólks. Efni þessa útifundar náði því ekki eyrum almennings. Eldri borgarar þessa lands eru upp til hópa afskaplega friðsamt fólk. Þeir hafa ýmislegt látið yfir sig ganga og vilja eiga vinsamleg samskipti við hið opinbera. Þetta fólk fer hins vegar náðarsamlegast fram á að það njóti eðlilegra kjara á efri árum, eftir að starfsævinni lýkur, og þurfi ekki að búa við fjárhagslegt óöryggi. Þetta er fólkið sem átt hefur stóran þátt í að koma fjárhag landsins í það horf að líklega er Ísland ríkasta land í heimi, miðað við höfðatölu. Eldra fólk á því réttmæta kröfu á að geta vænst mannsæmandi eftirlauna úr Tryggingastofnun íslenska ríkisins og að sjálfsögðu óháð því sem viðkomandi hefur aflað í lífeyrissjóð. Þetta fólk hefur greitt skatta og skyldur alla tíð. Flestir sem nú eru að nálgast starfslokaaldur hafa greitt í lífeyrissjóði frá því sjóðirnir voru stofnaðir um 1970. Í kringum efnahagshrunið átti sér stað eignaupptöku fólks í gegnum fall krónunnar og voru þá sett á lög til að bjarga ríkiskassanum sem skerti greiðslur úr Tryggingastofnun ef fólk naut tekna úr lífeyrissjóðum. Þarna var náttúrlega um að ræða hreina og klára eignaupptöku að ræða og skerðingu á persónubundnum réttindum fólks. Síðasta kjörtímabil hafa hinir tveir fjórflokkarnir setið við völd og hafa þeir sömu stefnu. Hafa hvorki haft kjark né vilja til að koma þessu aftur í eðlilegt horf. Eiginlega er ekki annað hægt en að taka undir orð gamla eðalkratans Björgvins Guðmundssonar, sem barist hefur af einurð fyrir réttindamálum eldri borgara, en hann skrifaði nýverið: „Það er verk- efni sálfræðinga að rannsaka hvers vegna stjórnmálamenn og ráðamenn hér hafa neikvæða afstöðu til eldri borgara. Það getur hver maður séð, að kjör þeirra lífeyrisþega, sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum, eru óásættanleg,“ skrifaði Björgvin. Svo skemmtilega vill til að nú styttist í kosningar til Alþingis. Á nokkr- um framboðslistum virðast ætla að veljast fullorðnir einstaklingar sem ættu að geta sett sig í spor annarra eftirlaunaþega. Kannski þetta fólk taki upp málstað eldra fólks og leggi lóð á vogarskálina að enginn þurfi að ótt- ast fjárhag sinn við starfslok? Kannski sjá Steingrímur Joð og Össur eft- ir því hvernig þeir fóru með eldri borgara í sinni stjórnartíð og gefa þess vegna kost á sér til endurkjörs? En án aulagríns finnst mér að krafan eigi að vera skýr. Lögbinda á að lágmarksgreiðsla hvers og eins 67 ára og eldri, sem og öryrkja, úr al- mannasjóðum verði 300 þúsund krónur frá og með 1. janúar 2017. Fyrsta verk nýs þings ætti að vera að setja um slíkt sérstök neyðarlög, því varla er líklegt að samstaða náist um það fyrir þinglok miðað við hvernig sam- komulagið er á stjórnarheimilinu. Tekjur úr lífeyrissjóðum eiga síð- an að bætast ofan á tryggingabætur og ekki að skerða á neinn hátt aðr- ar greiðslur. Lífeyrissjóðirnir eru nefnilega ekki eign stjórnvalda, heldur okkar, fólksins í landinu. Magnús Magnússon. Leiðari Illa útleikin kind fannst skammt frá bænum Þverfelli í Lundarreykja- dal í síðustu viku. Birgir Hauks- son refaskytta og minkabani birti myndir á Facebook þar sem hann sýnir hversu illa kindin var útleik- in eftir tófu. „Þetta var rétt heima undir bæ á Þverfelli. Fannst vegna þess hversu stutt undan hræið var. Sami refur gæti því hæglega átt mörg svipuð fórnarlömb sem eng- inn veit af fyrr en bændur smala löndin,“ segir Birgir. Hann seg- ir engan möguleika vera á því að þarna hafi hundur verið á ferð. „Þeir fara aftan í kindur og rífa og tæta þar. Þetta eru aftur á móti dæmigerð vinnubrögð eftir refinn. Birgir gjörþekkir þetta tiltekna svæði og segir þetta árvisst vanda- mál í Borgarbyggð. „Þetta er á því svæði þar sem mér er skammtað- ur kvóti upp á 20 tófur árlega af Borgarbyggð. Já, það er fullt af tófu þarna eins og á flestum stöð- um þar sem lítið er veitt,“ segir hann. mm Dýrbítur heim við innsta bæ í Lundarreykjadal Slökkvilið Borgarbyggð- ar var á níunda tímanum síðastliðinn mánudags- morgun kallað út vegna elds í sumarhúsi við Hvítá, í landi Ferjukots í Borgarhreppi. Húsið er fyrrum samkomustað- ur hestamannafélags- ins Faxa á Faxaborg, en er nú í einkaeigu og hefur verið gert upp sem sumardvalarstaður. Það var mannlaust þeg- ar eldurinn kom upp og gerði vegfarandi slökkvi- liði viðvart. Slökkvistarf gekk greiðlega en rjúfa þurfti gat á mæni hússins til að komast að eldsupp- tökum. Eftir að reykræs- ingu lauk var ljóst að um nokkrar skemmdir var að ræða af eldi, reyk og vatni. Eldsupptök eru ókunn en lögregla rann- sakar tilurð brunans. mm Eldur kom upp í gamla samkomuhúsinu við Faxaborg Fréttatíminn birti í liðinni viku ítarlega frétt um slæman aðbún- að starfsfólks og mannfæð á Hót- el Framnesi í Grundarfirði. Þar er jafnframt grunur um að starfi út- lent vinnuafl, jafnvel hælisleitend- ur án atvinnuleyfa. Sigurkarl Bjart- ur Rúnarsson keypti Hótel Fram- nes í maí á þessu ári. Hann hef- ur legið undir ámæli fyrir að hafa hælisleitendur án atvinnuleyfis að störfum. Áður en Sigurkarl Bjart- ur keypti hótelið voru 17 starfs- menn og mjög góð nýting á hót- elinu. Strax eftir eigendaskiptin var byrjað að segja upp heimafólki og vönu starfsfólki en útlendingar ráðnir í störfin. Samkvæmt frétt Fréttatím- ans hafa lögregla, Verkalýðs- félag Snæfellinga og Alþýðusam- band Íslands farið í þrjár eftirlits- ferðir á hótelið í sumar. Er rekst- ur þess undir smásjá lögreglu og verkalýðsfélagsins en starfsmenn hafa lýst afar slæmum vinnuað- stæðum. Í síðustu viku voru aðeins þrír starfsmenn á 60 manna hót- elinu. Einn fráfarandi starfsmað- ur lýsir í viðtali við Fréttatímann miklu vinnuálagi og ómanneskju- legum aðstæðum sem bitni á þjón- ustu og hreinlæti á hótelinu. Við- komandi gafst upp og vakti athygli fjölmiðla á aðstæðum. „Við höf- um áhyggjur af hótelinu og að þar séu erlendir starfsmenn sem ekki þekki rétt sinn né launakjör. Þar ríkir algjör undirmönnun og við vitum að starfsmenn hafa leitað læknishjálpar vegna álags,“ sagði Guðbjörg Jónsdóttir hjá Verka- lýðsfélagi Snæfellinga í samtali við Fréttatímann. mm Hótelrekstur undir smásjá lögreglu og verkalýðsfélags

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.