Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 201616 Skógræktin, ný skógræktarstofn- un, varð til 1. júlí síðastliðinn við sameiningu Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga, Héraðs- og Austurlandsskóga og Suðurlandsskóga ásamt því að um- sjón með Hekluskógum fluttist með inn í nýju stofnunina. Sigríð- ur Júlía Brynleifsdóttir í Borgar- nesi er sviðsstjóri skógarauðlinda- sviðs Skógræktarinnar. Hún segir að nú standi yfir tímabil breytinga, þar sem verið er að innleiða sam- eininguna. „Sameiningin átti sér formlega stað 1. júlí en bókhaldsár- ið er klárað á gömlu fjárlaganúmer- unum allra sex stofnananna. Það var bara einfaldara að klára fjárlagaárið þannig og vera á byrjunarreit á ára- mótum, frekar en að breyta á miðju ári,“ segir Sigríður. „En við erum farin að segja; „Skógræktin góðan daginn,“ þegar við svörum í símann og svona,“ bætir hún við og brosir. Hæstánægð að fá þetta starf Aðspurð hvers vegna hún sóttist eftir stöðunni stendur ekki á svör- um. „Skógar eru mitt líf og yndi og sá starfsvettvangur sem ég hef valið mér. Sérstaklega efldist ég í þeirri afstöðu minni þegar ég starf- aði hjá Vesturlandsskógum, en þar hlaut ég dýrmæta reynslu sem framkvæmdarstjóri í þrjú ár,“ seg- ir Sigríður. Þegar lá fyrir að sam- eina skyldi landshlutaverkefnin og Skógrækt ríkisins í eina stofnun var hún því staðráðin í að starfa áfram á vettvangi skógræktar á Íslandi. Hún sat í stýrihópi sem undirbjó sameininguna og varð strax heilluð af sameiningarhugmyndunum. „Ég sá fyrir mér að hægt yrði að vinna miklu markvissara að öllum mál- um. Þarna voru sex stofnanir sam- einaðar í eina og það þýðir að við höfum miklu meiri slagkraft,“ seg- ir hún. Þegar sameining hafði ver- ið ákveðin sótti hún um tvær stöður hjá nýju stofnuninni; stöðu sviðs- stjóra auðlindasviðs annars veg- ar og samhæfingarsviðs hins vegar. Hún kveðst hæstánægð að hafa ver- ið ráðin til auðlindasviðsins. „Þetta er ótrúlega spennandi. Þar sem ég hef miklar skoðanir á því hvern- ig hlutirnir eigi að vera kom aldrei annað til greina en að reyna að fá starf hjá nýju stofnuninni. Á síðasta ári öðlaðist ég góða reynslu við að fara í gegnum umsóknarferli varð- andi stöðu skógræktarstjóra sem þá var auglýst. Ég fór tvisvar í viðtal í tengslum við það sem skerpti enn frekar framtíðarsýn mína. Þegar ég fékk stöðu sviðsstjóra auðlindasviðs varð ég mjög ánægð og tel mig heppna að hafa fengið hana. Ég hef mestan áhuga á framkvæmdaþætt- inum og að vinna við það sem teng- ist uppbyggingu á skógarauðlind- inni,“ segir hún. Framleiðum afurðir „Skógrækt snýst um að framleiða ýmsar afurðir. Algengast er að fólk sjái fyrir sér planka og borðvið en þegar horft er á stóru myndina þá er um 85% af öllu timbri sem til fellur í heiminum það sem kallað er iðnviður, til að mynda kurl, papp- ír, viður til vinnslu á vefnaðarvöru og bragðefna; vanilla til matvæla- framleiðslu er til dæmis unnin úr trjám. Vinnsla á etanóli úr timbri er einnig stunduð en ég fór einmitt í heimsókn nú á dögunum í verk- smiðju í Noregi sem er háþróuð á þessu sviði. Auk þess er mun al- gengara að valið sé timbur til bygg- inga vegna umhverfissjónarmiða, en í Noregi er um þessari mundir unnið að átaksverkefni í að mark- aðssetja timbur enn frekar í bygg- ingarbransanum,“ bætir hún við. Alin upp í skógi Áhugi Sigríðar á skógrækt er ekki ný- tilkominn. Hún hefur lifað og hrærst í skógi frá unga aldri. „Ég ólst upp í skógi,“ segir hún og brosir; „bjó í Vaglaskógi frá því ég var fimm ára og þar til ég var níu ára. Fyrsta ung- lingavinnan mín var þar líka. Skógur hefur því einhvern veginn alltaf ver- ið sjálfsagður hluti af minni tilveru. Síðan eftir að ég fór í meistaranám í Noregi varð ég enn einbeittari í því að við skyldum byggja upp skógar- auðlind hér heima. Það er auðvitað verið að hugsa marga áratugi fram í tímann í skógrækt og alltaf aðrir en við sem fáum á njóta góðs af því sem gert er núna. „Besti tíminn til að gróðursetja tré var í gær,“ er stund- um sagt innan geirans, en mér þykja allir fasar skógræktar heillandi, hver á sinn hátt,“ segir hún. Pitsakeðjur kaupa mikinn arinvið Sigríður segir skógrækt á Íslandi í raun vera unga grein. Íslenskir skóg- ar eru ekki sambærilegir við skóga erlendis að stærð en hér eru mikl- ir möguleikar því hér getur skógur vaxið og það vel. En mikilvægt er að afla þekkingar til að geta nýtt hana í framtíðinni. „Þó skógrækt á Íslandi vinni ekki með miklar stærðir, eins og þekkist erlendis frá, þá er mik- ilvægt að vera skrefinu á undan og læra. Við erum í raun í lærdómsfasa,“ segir hún. „Við höfum til dæmis yf- irfært þekkingu á því hvernig best sé að grisja skóga. Það gerðum við með því að afla reynslu og tækja til þess, hvernig eigi að standa að flutning- um á trjánum og fleira,“ segir hún. Allt sem fellur til við grisjun skóga á Íslandi er að sögn Sigríðar nýtt með einum eða öðrum hætti. Samn- ingur er í gildi milli Skógræktarinn- ar og Elkem á Grundartanga um ákveðið magn iðnviðar. Trjánum er ekið á iðnaðarsvæði Elkem þar sem „Skógar eru líf mitt og yndi“ Rætt við Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur nýjan sviðsstjóra hjá Skógræktinni Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri auðlindasviðs hjá Skógræktinni. Daníelslundur við Svignaskarð í Borgarfirði. Ljósm. úr safni. Verið að grisja í Daníelslundi síðasta vetur. Allt sem fellur til við grisjun skóga er að sögn Sigríðar nýtt með einum eða öðrum hætti. Ljósm. úr safni. Skógar hafa breytt miklu í landslaginu á síðustu árum. Á þessari loftmynd, sem tekin var í síðustu viku, er horft í austur yfir Reykholt í Borgarfirði. Vel sést hvernig skógur umlykur staðinn og skapar skjól fyrir ríkjandi norðanáttinni. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.