Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 37. tbl. 19. árg. 14. september 2016 - kr. 750 í lausasölu Gjaldeyrir.is er tímasparnaður fyrir alla Viðskiptavinir allra banka geta gripið með sér ferðagjaldeyrinn á Keflavíkurflugvelli Fæst án lyfseðils LYFIS SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI Fylgstu með okkur á Facebook NÝR N ÁMSV ÍSIR ER KO MINN ÚT Frumsýning á Sögulofti Landnámsseturs Íslands Föstudaginn 23. september kl. 20 Upplýsingar um fleiri sýningar á www.landnam.is/vidburdir Thors saga Jensen Guðmundur Andri Thorsson flytur sögu langafa síns LANDNÁMSSETur Íslands Þessi fallega gimbur var að snæðingi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði um liðna helgi ásamt móður og systur. Á matseðlinum var birki og lyng ásamt kjarnmiklu grasi. Ekki er loku fyrir það skotið að þessi stólpagripur verði settur á til lífs og verði fram- tíðar lambamóðir. Nú eða ekki. Ljósm. Guðbjörg Ólafsdóttir. Gangnamaður á Arnarvatnsheiði féll af hesti sínum síðastliðið föstu- dagskvöld og féll á höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn um kvöldið og flutti mann- inn til læknisskoðunar í Reykjavík. Hann reyndist óbrótinn en marinn og aumur eftir fallið. Leitarmaðurinn sem í hlut á heitir Hörður Guðmundsson og býr á Grímsstöðum í Reykholts- dal. Hann segir að hesturinn hafi skyndilega fallið og hafi hann flog- ið framfyrir hestinn og lent á höfð- inu á grjótharðri jörðinni. Vafa- lítið hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef hjálmsins hefði ekki notið við. „Hjálmurinn brotn- aði, slíkt var höggið. Líklega hefði það sama gerst við höfuðið ef það hefði lent óvarið í jörðinni,“ sagði Hörður. Hann var fljótur að ná sér eftir byltuna og var útskrifaður af spítala daginn eftir. Náði meira að segja að vera viðstaddur þeg- ar félagar hans úr göngum á Arn- arvatnsheiði ráku safnið í Fljót- stungurétt skömmu fyrir myrkur á laugardagskvöldið. mm Gangnamenn komu til byggða undir kvöld á laugardaginn. Nánast allir voru með hjálm á höfði. Ljósm. mm Reiðhjálmur hlífði höfðinu Hörður að morgni föstudags. Góður höfuðbúnaður getur reynst lífsnauðsynlegur. Hér heldur hann á hjálminum sem brotnaði við fallið. Ljósm. þá. Síðastliðinn mánudag hófst kennsla í lögreglufræði í fyrsta skipti við Há- skólann á Akureyri. Nám þetta bar brátt að því einungis fyrir tæpum þremur vikum ákvað Illugi Gunnars- son menntamálaráðherra að fela HA að taka að sér lögreglufræði á háskóla- stigi. Fjórir háskólar hér á landi keppt- ust um hituna. Nú hefja liðlega 150 nemendur nám og koma þeir víða af landinu. Meðal þeirra eru fjórir Vest- lendingar, sem einmitt sitja hér sam- an á mynd á fyrsta skóladegi síðastlið- inn mánudag. Þetta eru þau Hafþór Ingi Þorgrímsson, Björgvin Fjeldsted, Guðrún Hildur Hauksdóttir og Ás- geir Yngvi Ásgeirsson. Þeir þrír hafa allir starfað hjá Lögreglunni á Vestur- landi og mæta því hoknir af reynslu til háskólanámsins norðan heiða. Skessuhorn sló á þráðinn til Ás- geirs Yngva Ásgeirssonar að kvöldi fyrsta skóladags á Akureyri. Hann kveðst ætla að taka námið af fullum krafti, 30 einingar á önn og mun því ef allt gengur eftir útskrifast eftir tvö ár. Þau völdu öll að nálgast fræðin í fjarnámi sem byggist á nokkrum stað- lotum á Akureyri og síðan heimanámi og verkefnaskilum á netinu. „Þetta leggst alveg rosalega vel í mig að byrja í námi. Maður er orðinn þrítug- ur og þá lítur maður einhvern veginn á nám af meiri alvöru en þegar maður var yngri,“ segir Ásgeir Yngvi. Hann er menntaður húsasmiður en rekur ferðaþjónustu heima á Staðarhúsum í Borgarhreppi. „Þessi fyrsti dagur í skólanum var mjög skemmtilegur og áhugaverð- ur. Skólinn sjálfur er að máta sig inn í hlutverk sitt að kenna lögreglufræði á háskólastigi. „Við verðum núna í stað- lotu í nokkra daga og mætum næst í aðra slíka eftir mánuð. Ég reyndar fer svo heim og í leitir á Holtavörðu- heiðinni á fimmtudaginn [á morgun] eins og ég er vanur. Maður sleppir því nú ekki ef mögulegt er,“ segir Ás- geir Yngvi hress í bragði. Sjálfur rek- ur Ásgeir Yngvi ferðaþjónustu heima á Staðarhúsum. Hann segir ferða- þjónustuna hafa gengið vel í sumar og oft hafi verið fullbókað í gistinguna og stundum þurft að vísa fólki ann- að. „Sumarið var mjög fínt og von- andi verður eitthvað að gera áfram. Nú ef ekki verður maður að finna sér einhverja launaða vinnu samhliða náminu, það kemur bara í ljós,“ sagði Ásgeir Yngi háskólanemi í lögreglu- fræði. mm Hefja nám í lögreglufræði við HA Á fremsta bekk á fyrsta kennsludegi í nýju lögreglunámi á Akureyri mátti sjá kunnugleg vestlensk andlit. Frá vinstri er Hafþór Ingi Þorgrímsson sem rekur dekkjaverkstæði í Stykkishólmi, þá Björgvin Fjeldsted frá Ferjukoti, unnusta hans Guðrún Hildur Hauksdóttir úr Borgarnesi og Ásgeir Yngvi Ásgeirsson frá Staðarhúsum. Ljósm. ha.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.