Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 11 Útboð Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í verkið: Grundartangahöfn, Tangabakki, 2. áfangi Hækkun hafnarbakka 2016 Verkið felst m.a. í að steypa ofan á núverandi kantbita, frágangur kants, fjarlægja malbik, hækka yfirborð bakkasvæðis, leggja fráveitulagnir, og malbika bakka. Helstu magntölur eru : Fyllingar 2.800 m³ Regnvatnslagnir 270 m Steypa 230 m³ Malbik 5.000 m² Verklok eru í tveim áföngum: Steypa, kantfrágangur, lagnir og jarðvinna: 15. desember 2016. Malbikun og renna : 15. maí 2017. Útboðsgögn verða afhent án gjalds á stafrænu formi með að senda beiðni með nafni bjóðanda, símanúmer og nafni tengiliðs á netfangið utbod.akranes@mannvit.is. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Faxaflóahafna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, 27. september 2016 kl. 11:00. Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á ertt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg, tilnningaleg, hugræn og félagsleg. Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að draga úr vanlíðan sem fylgir sorginni og nna leiðir til að auka jákvæð bjargráð í erðum aðstæðum. Lögð verður áhersla á fræðslu og leiðir til að vinna með sorgina, heildræna nálgun, slökun og hugleiðslu. Að auki verður boðið upp á hælega hreyngu og útivist í fallegu umhver. Innifalið er gisting, hollur og góður matur, aðgangur að líkamsrækt, sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi. Umsjón er í höndum Bryndísar Einarsdóttur sálfræðings ásamt hópi fagfólks Heilsustofnunar. Verð á mann: 145.000 kr. (137.500 í tvíbýli) Sorgin og líð Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi og eru að vinna úr sorg sinni 2.-9. október Grænumörk 10 - Hveragerði - heilsustofnun.is Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða heilsa@heilsustofnun.is Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Breiðfirskir eyjabændur sóttu um helgina fé í Elliðaey og Bíldsey og fluttu á land í Stykkishólmi. Féð gengur sjálfala úti í eyjunum og er rígvænt eftir veruna þar í sumar. Meðfylgjandi myndir tók Sumar- liði Ásgeirsson þegar komið var að landi. mm Eyjabændur sóttu féð Grunnskóli Snæfellsbæjar tók að venju þátt í Norræna skólahlaupinu á dögunum. Markmið með hlaupi þessu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega til að stuðla að betri líðan og heilsu. Hlaupið er haldið í 33. skipti á þessu ári en á síðasta ári hlupu um 15.000 grunn- skólanemendur frá um 63 skólum hér á landi. Nemendur í 1. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar gengu saman upp á íþróttavöll á Hellissandi þar sem þeir hlupu. Allir nemendur tóku þátt og stóðu sig vel. Að hlaupi loknu gengu krakkarnir aftur í skól- ann þar sem eftir þeim biðu ávaxta- spjót sem útbúin höfðu verið handa þeim á meðan á hlaupinu stóð. þa Norræna skólahlaupið stuðlar að betri líðan Haustþing Kennarafélags Vest- urlands var haldið í Grunnskóla Grundarfjarðar síðastliðinn föstu- dag. Alls voru um tvöhundruð kenn- arar skráðir á þingið, auk stjórn- enda margra skóla á öllu Vestur- landi, allt frá Akranesi til Reykhóla. Þingið byggðist upp á ýmiss kon- ar fræðslu fyrir kennara. Haldnir voru fyrirlestrar og kynningar fyr- ir hádegi og eftir hádegi voru hald- in fjölbreytt námskeið, málstofur og fyrirlestur. Gátu kennarar meðal annars kynnt sér bókagerð, hvern- ig nýta má spjaldtölvur og Lego til kennslu í stærðfræði, forritun, Art þjálfun og margt fleira. Deginum lauk með kvöldverði og skemmtun, þar sem Samúel Þorsteinsson var veislustjóri. grþ Kennaraþing Vesturlands haldið í Grundarfirði Fjölmenni var á haustþingi Kennarafélags Vesturlands í Grundarfirði. Ljósm. Bergmann Guðmundsson. Kennarar gátu kynnt sér ýmislegt á þinginu, þar á meðal sögugerð með Lego. Ljósm. Nanna María Elfarsdóttir. Fjölmargar kynningar voru á þinginu. Ljósm. Sigurður Gísli Guðjónsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.