Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 201614 Grundarfjarðarbær í samvinnu við Búnaðarfélag Eyrarsveitar stend- ur nú að byggingu nýrrar fjárréttar í landi Hrafnkelsstaða í Kolgrafa- firði. Nýja réttin leysir hina fornu Grundarrétt af en hún hefur ekki verið nothæf síðustu ár og því hefur verið réttað í fjárhúsunum á Hömr- um. Það hefur verið gert í neyð enda engin nothæf rétt á svæðinu fyrr en núna. Áður fyrr var rétt í Hrafnkelsstaðabotni en það eru að minnsta kosti 35 ár síðan rétt- in var notuð síðast. Það eru þó leif- ar af henni nær hlíðinni en sú rétt var steinhlaðin. Það var tilhlökk- un í bændum, sem unnu við smíð- ina í sjálfboðavinnu, að reka féð niður í Kolgrafafjörð enda aðgengi gott fyrir kindur og menn. Grund- arfjarðarbær er með tvo menn og einn verktaka að störfum og svo eru margir sjálfboðaliðar sem koma að smíðinni enda stutt til rétta. Rétt- að verður í fyrsta skipti í nýju rétt- inni laugardaginn 17. september. Ekki var komið staðfest nafn á rétt- ina ennþá en menn voru þó á því að Hrafnkelsstaðarétt væri viðeigandi. tfk Síðar í septembermánuði verð- ur frumflutt sýning í Landnáms- setri Íslands um athafnamanninn og frumkvöðulinn Thor Jensen. Það er rithöfundurinn Guðmund- ur Andri Thorsson sem mun segja sögu Thors, en Thor Jensen var langafi Guðmundar Andra. Thor Jensen hét fullu nafni Thor Philip Axel Jensen. Hann var danskur at- hafnamaður sem fluttist til Íslands fjórtán ára gamall og varð þjóð- þekktur fyrir mikil umsvif sín hér á landi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Meðal þess sem Thor gerði var að stofna útgerðarfélagið Kveldúlf hf., sem var það stærsta á Íslandi á milli- stríðsárunum. Thor stofnaði eig- in verslun sem hann nefndi Gotha- ab - verzlunina og varð á skömmum tíma ríkasti maður Íslands. Hann hannaði og byggði Korpúlfsstaði í Reykjavík og hannaði og lét smíða fyrsta togara Íslendinga, Jón forseta. Hann hafði frumkvæði af stofnun Eimskipafélags Íslands og byggði hið sögufræga einbýlishús við Frí- kirkjuveg 11 í Reykjavík. Thor var einnig fyrsti kaupmaðurinn í Búð- arkletti, elsta húsi Borgarness. Í því sögufræga húsi er veitingahús Land- námsseturs Íslands. Byggði pakkhúsið „Undanfarin ár hafa verið sýndir hjá okkur einleikir eða sögustund- ir, þar sem leikari eða rithöfundur gerir sýningu um ákveðið efni. Nú mun Guðmundur Andri Thors- son segja okkur sögu Thors Jens- en, langafa síns. Þetta er feikilega spennandi,“ segir Kjartan Ragnars- son í Landnámssetri Íslands í sam- tali við Skessuhorn. Fyrstu ár sín á Íslandi bjó Thor Jensen á Borðeyri þar sem hann lærði til kaupmanns. „Á þeim tíma var verið að byggja fyrsta húsið í Borgarnesi. Kaupmað- urinn á staðnum fór á hausinn og var Thor falið að annast reksturinn í Borgarnesi. Hann er því fyrsti kaup- maðurinn í húsinu sem veitingahús Landnámsseturs er í. Hann fær svo leyfi til að byggja pakkhús 1884 og það er húsið sem Söguloftið er í. Þetta er fyrsta stórframkvæmd þessa manns og sagan hans er sögð í því húsi,“ segir Kjartan. Að sögn Kjart- ans hafði Thor miklar tengingar við Vesturland, sem héldust löngu eft- ir að hann fluttist til Reykjavíkur. „Hann skýrir útgáfufélag sitt Kveld- úlf og togara sína Skallagrím, Egil Skallagrímsson og Thorólf Skalla- grímsson. Eftir að hann var löngu fluttur úr Borgarnesi hafði hann frumkvæði að því að brúin út í Brák- arey var gerð og lagði stóran pening í að kirkjan í Borgarnesi yrði byggð. Hann var alltaf að hugsa um fram- kvæmdir í Borgarnesi, þó hann væri löngu fluttur í burtu.“ Aðsóknarsprengja á Sögulofti Að sögn Kjartans hafa rúmlega 20 einstaklingar sett upp sýningar í Sögulofti á undanförnum árum. Má þar nefna Egil Ólafsson, Benedikt Erlingsson, Einar Kárason, Stein- unni Jóhannesdóttur og Þórarinn Eldjárn. Hann segir góða aðsókn hafa verið á allar sýningarnar. „Það hefur verið aðsóknarsprengja, allt hefur gengið vel hjá okkur á Sögu- loftinu. Margir koma úr Reykjavík, fólk sem fær sér að borða og fer svo á sýningu og jafnframt hefur leik- húsið okkar verið mikið sótt af Vest- lendingum.“ Kjartan segir Guð- mund Andra nú bætast í hóp þeirra sem setja muni upp sýningu í Sögu- lofti og segja þar sögu. „Guðmund- ur Andri Thorsson er núna einhver viðurkenndasti og rómaðasti rit- höfundur Íslands. Í fyrra gaf hann til að mynda út þessa fallegu bók um föður sinn, Thor Vilhjálmsson sem var dóttursonur Thors Jensen. Hann er þekktur fyrir að vera góður og skemmtilegur penni, er greina- höfundur, ritstjóri og hefur skrifað nokkrar bækur sjálfur,“ segir Kjart- an. Byggir á frásögn Thors sjálfs „Ég rek sögu Thors frá því að hann er ungur piltur í Kaupmannahöfn og kemur svo hingað 14 ára gam- all og allslaus. Ég byggi á ýmsum heimildum, mest á bók um ævi- minningar Thors Jensen sem kom út fyrir allmörgum árum. Sú bók var skrifuð af Valtý Stefánssyni fyrr- um ritstjóra Morgunblaðsins og hann skráði hana eftir Thor Jens- en. Ég byggi þetta því að miklu leyti á frásögn Thors sjálfs,“ segir Guð- mundur Andri Thorsson í samtali við Skessuhorn. Er þetta í fyrsta sinn sem saga Thors Jensen er sögð með þessum hætti. „Það má kannski nefna að þetta er um leið svona at- vinnusaga okkar allra, hann var svo mikill frumkvöðull í svo mörgu. Bæði í sjávarútvegi, landbúnaði og í verslun. Svo var hann mikill smiður, af smiðum kominn og var eiginlega fyrst og fremst smiður,“ segir Guð- mundur Andri. Guðmundur Andri segir frá því að áður hafi rithöfundar komið á Söguloftið og sagt frá bókum sem þeir hafi skrifað. Þá séu þeir að rekja skáldsögu sem þegar hefur verið skrifuð. „Kjartan fékk þá hugmynd að fyrst kæmi frásögnin á Söguloft- inu og síðan kæmi skáldsaga. Ég myndi því byrja á því að segja frá efninu þarna á loftinu og eftir það myndi ég kannski skrifa skáldsögu upp úr því. Stellingin er dálítið sú að ég er að hugsa um að setja þetta þannig fram að ég sé að ímynda mér að ég sé að skrifa skáldsögu og síð- an deila með fólki hvernig ég myndi vilja hafa þá sögu um Thor Jensen.“ Thors saga Jensen verður frum- sýnd föstudaginn 23. september næstkomandi, þar sem Guðmundur Andri segir frá litríkum og umdeild- um langafa sínum á Sögulofti Land- námsseturs. grþ Ný rétt rís í Hrafnkelsstaðabotni Kristján Kristjánsson verktaki og Eyþór Garðarsson bæjarstarfsmaður eru hér að bora fyrir staurum í réttinni. Guðrún Lilja Arnórsdóttir, bóndi á Eiði, er hér að skenkja súpu fyrir duglega verkamenn og Hallur Pálsson, bóndi á Naustum og formaður Búnaðarfélags Eyrarsveitar, er að sjálfsögðu mættur í hressingu. Það var gott að fá hressingu eftir erfiðisvinnu. Séð yfir land Hrafnkelsstaða í Kolgrafafirði. Thors saga Jensen sögð á Sögulofti Landnámsseturs Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur mun segja sögu langafa síns, Thors Jensen, á Sögulofti Landnámsseturs í vetur. Söguloftið er í gamla pakkhúsinu sem Thor byggði 1884. Thor Jensen kom til Íslands 14 ára gamall og allslaus. Hann var mikill frumkvöðull á öllum sviðum atvinnu- lífsins og varð síðar ríkasti maður Íslands. Lengst til vinstri er íbúðarhús Jóns frá Bæ, Kaupangur frá 1878. Því næst er verslunin (nú Landnámssetrið) og til hægri við hana er pakkhús Thors Jensens frá 1887. Ljósm. úr safni Héraðsskalasafns Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.