Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 201618 Í blíðunni við höfnina í Grundar- firði síðastliðinn miðvikudag var Tómas Freyr Kristjánsson frétta- ritari Skessuhorns á ferðinni með myndavélina. Sér hann þá sel sem syndir makindalega þvert yfir höfnina. Þegar hann var stadd- ur bakborðsmegin við Helga SH, sem liggur við bryggju, stingur hann sér skyndilega á kaf og upp- sker afar sterk viðbrögð makríl- torfu sem þar lónaði. Meðfylgj- andi er mynd af því augnabliki. Engum sögum fer af veiðinni en vafalítið hefur selurinn náð ein- um eða tveimur í þessari mögn- uðu sveiflu. mm/ Ljósm. tfk. Hástökkvarar vikunnar Sannkallað Bieber-æði greip um sig í síðustu viku þegar poppgoðið Justin Bieber steig á svið í Kórnum í Kópa- vogi dagana 8. og 9. september. Alls sáu um 37.000 manns söngvarann á sviði. Ungir Vestlendingar létu sig ekki vanta á svæðið. Nokkrir hress- ir krakkar af Akranesi sögðu Skessu- horni af því hvernig var að sjá átrún- aðargoðið með eigin augum á fyrri tónleikum hans, fimmtudaginn 8. september. „Hjartað sló og sló“ Þau fjölmenntu saman á tónleikana, voru sex saman í hóp. Rakel Katrín Sindradóttir, Pétur Jóhannes Ósk- arsson, Ragheiður Gunnarsdóttir, Alex Tristan Sigurjónsson, Elvira Agla Gunnarsdóttir og Björk Dav- íðsdóttir. Öll eru þau ellefu ára og því voru mæður þeirra líka með í för. Á Hamborgarafabrikkunni, þar sem ferðin byrjaði, mátti heyra tón- list Bieber hljóma úr hátölurunum og má því segja að krakkarnir hafi verið vel heitir þegar komið var á tónleikana sjálfa. Þegar Bieber sjálfur var farinn að þenja raddböndin varð mikill til- finningahiti meðal krakkanna. Rak- el Katrín segir að hún hafi verið aðdáandi söngvarans síðan hún var í leikskóla. „Ég trúði þessu varla, ég hélt þetta væri draumur. Mér fannst rosalega gaman að fara. Hjartað mitt sló og sló og sló. Þetta var eiginlega bara það besta sem ég hef upplifað,“ segir hún um reynslu sína af tónleik- unum. Merkt í bak og fyrir Ragnheiður segir að hún hafi hlakk- að til síðan í janúar til að fara á tón- leikana. Hún viðurkennir líka fús- lega að nokkur tár hafi fallið þegar Justin Bieber steig á svið. Strákarnir tveir, Alex Tristan og Pétur Jóhann- es, segja tilfinningarnar ekki hafa borið þá ofurliði líkt og stelpurnar. Pétur segir þó að hann hafi hrópað og öskrað hluta af tónleikunum. Krakkarnir létu þó ekki nægja að hlusta bara á tónlistina, heldur keyptu þau plaggöt og annan varn- ing merktan söngvaranum og öskr- uðu sig nær hás af æsingi og eftir- væntingu. „Ég er búin að hengja plaggatið upp á hurðina mína,“ seg- ir Elvira Agla. „Ég þurfti ekki að kaupa neitt. Ég á allt,“ skaut Ragn- heiður inn í. Þau bera með sér að vera miklir aðdáendur söngvarans, enda merkt honum í bak og fyrir. Þau hafi þó ekki verið aðgangshörð- ustu aðdáendurnir. „Það eru svona unglingsstelpur sem algjörlega elska Justin Bieber. Þær ruddust fram fyr- ir okkur,“ segir Elvira Agla. Vaknaði grátandi Krakkarnir skemmtu sér stórvel á tónleikunum og greinilegt er af svör- um þeirra að ungstirnið Bieber hafði skilið eftir góðar minningar og ef ekki góðar þá eftirminnilegar. „Það leið yfir einhverja á tónleikunum. Við sáum það reyndar ekki en vinur minn sá það,“ segir Pétur Jóhannes. Þau hafi komist nokkuð nálægt svið- inu og hafi því getað séð goðsögnina með eigin augum. Útlit hans kom þeim ekkert á óvart, hann var bara alveg eins og þau bjuggust við. Daginn eftir segir Rakel Katrín að hún hafi vaknað grátandi, svo sterk hafi löngunin eftir því að fara á seinni tónleikana verið. Þau segja líka öll að þau hefðu gjarnan viljað sjá Bieber lenda á Reykjavíkurflugvelli, en skól- inn hafi þvælst fyrir þeim og þau því ekki getað mætt. klj „Ég hélt þetta væri bara draumur“ F.h: Elvira Agla Gunnarsdóttir, Alex Tristan Sigurjónsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Pétur Jóhannes Óskarsson og Rakel Katrín Sindradóttir. Hafrún Alla Gunnarsdóttir stendur fremst. Á myndina vantar Björku Davíðsdóttur, sem var með í ferðinni. Ljósm. klj. Björk Davíðsdóttir, Elvira Agla Gunnarsdóttir, Pétur Jóhannes Óskarsson, Alex Tristan Sigurjónsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Rakel Katrín Sindradóttir á tónleikunum. Ljósm. úr einkasafni. Nýverið tók Reykjavik Excursions – Kynnisferðir í notkun tveggja hæða rútu af gerðinni VDL Fut- ura FDD2. Þetta er ekki aðeins fyrsta slíka rútan hér á landi held- ur í allri Norður-Evrópu. Rútan er 92 sæta og var engu til sparað. Sæt- in eru íburðarmikil með stillanleg- um höfuðpúðum og USB hleðslu- tengi er við hvert sæti og þráðlaust Internet. „Það er sama hvar setið er í rútunni, þægindin eru í fyrirrúmi sem gefur farþegum færi á að njóta útsýnisins eins vel og kostur er á. Á neðri hæð rútunnar eru borð sem hægt er að sitja við en fremstu sæti efri hæðar eru ef til vill eftirsókna- verðustu sætin, þar sem úr þeim ber að líta einstakt útsýni,“ segir Ein- ar Bárðarson markaðsstjóri Kynn- isferða. Fyrir utan kaupin á þessari glæsi- legu tveggja hæða rútu, keypti fyr- irtækið nýlega fjörtíu nýja almenn- ingsvagna og tæplega 30 nýjar hóp- bifreiðar. Þetta eru umfangmestu hópbifreiðakaup og innflutningur sem félagið hefur farið í frá upp- hafi. mm Mikill lúxus í nýrri 92 manna rútu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.