Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 17 þau eru kurluð og notuð í fram- leiðsluna. „Síðan fer töluvert í arin- við og pitsakeðjurnar kaupa mikið. Aukinn fjöldi ferðamanna sem sæk- ir landið heim hefur meðal annars áhrif á hvernig gengur að selja eldi- við til pitsakeðjanna,“ segir Sigríð- ur og brosir. Rætt hefur verið meðal stjórn- enda Skógræktarinnar hvort það myndi borga sig að grisja meira hverju sinni og eiga þá til lager. „En það kostar auðvitað að eiga lager þannig að við höfum ekki séð okk- ur hag í því hingað til. Við höfum afgreitt pantanir þegar þær koma. En það þýðir auðvitað að við verð- um að vera tilbúin að fara að grisja þegar kaupendurnir óska eftir efni- við,“ segir Sigríður. Skipuleggja skóga með brunavarnir í huga Starf sviðsstjóra skógarauðlindasviðs felur m.a. í sér ábyrgð á rekstri þjóð- skóganna og yfirumsjón með veit- ingu framlaga til skógræktar á lög- býlum auk þess að vinna að sam- þættingu þessarra tveggja verkefna. Þá er öll dagleg stjórnun skógar- auðlindasviðs umfangsmikil, gerð rekstrar- og starfsáætlunar sviðsins, auk þess felur starfið í sér að við- halda góðu samstarfi við skógareig- endur. Hafa yfirumsjón með áætl- anagerð einstakra svæða, úttekt- um, framkvæmdum, samskiptum við verktaka og margt fleira. Hvað felst í áætlanagerð er til dæmis áætl- anir um ræktun nýskóga, umhirðu- áætlanir, grisjunaráætlanir og milli- bilsjöfnun. „Svo eru áætlanir um stíga- og slóðagerð mikilvægur þátt- ur, en þær eru oft gerðar jafnhliða ræktunaráætlunum í upphafi,“ seg- ir Sigríður og nefnir einnig bruna- varnir. „Við höfum verið að hvetja skógarbændur til að hugsa sinn skóg sem mörg hólf og tryggja aðgang að vatni. Skógareldar loga örsjald- an hér og eru þá oftast sinueldar þar sem sina á skógarbotninum er elds- maturinn,“ segir hún. Þá sjaldan að kviknar í skógi hérlendis segir Sig- ríður það oftast vera af mannavöld- um. „Það er oftast vegna þess að gá- leysislega er farið með eld. Besta ráð- ið er því forvarnir; að upplýsa fólk um hættuna sem getur skapast,“ seg- ir hún, því þrátt fyrir að skógareld- ar séu sjaldgæfir hérlendis er ástæða til að vera við öllu búin. Víða um land eru stórar sumarhúsabyggðir í þéttum kjarrskógi. Kæmi upp eld- ur á slíkum stöðum gæti það skap- að stórhættu. „Það fyrsta sem maður horfir til er hvort það sé hringakst- ur á sumarhúsasvæði. Ég hef furðað mig á því að það virðist oft ekki vera hugsað út í það, því þá eru meiri lík- ur á að hægt sé að komast af svæðinu ef eldur kviknar. Auk þess geta veg- ir tafið verulega útbreiðslu elds og því væri hægt að skipuleggja sum- arhúsabyggð í hólfum og nota veg- ina til að afmarka hólfin, sama á við þegar við skipuleggjum skóga,“ seg- ir Sigríður. Íslenskir skógar fjölbreyttir Skógar á Íslandi eru fjölbreyttir og mismunandi milli landshluta. Nátt- úrulegir birkiskógar og kjarrlendi þekja um 150 þúsund hektara lands en ræktaðir skógar um 40 þúsund hektara. Aðspurð um tegundaval segir Sigríður misjafnt hvaða teg- undir séu notaðar en það fari m.a. eftir gróðurhverfi, jarðvegsgerð og dýpt og veðurfari og því nokkuð breytilegt milli landshluta. Á Norð- ur- og Austurlandi er rússalerki til dæmis áberandi, en hér á suðvest- urhorni landsins eru sígrænu teg- undirnar meira áberandi. Á Vestur- landi er mikið af stafafuru og sitka- greni og á Suðurlandi er það sitka- greni, stafafura og alaskaösp,“ seg- ir hún. „En svo er heilmikill breyti- leiki líka innan svæða, bara í skóg- um innan Vesturlands. Það er þó- nokkur munur á skógum í sunnan- verðum Borgarfirði og Hvalfirði en uppi í Borgarfjarðardölum, til dæm- is,“ bætir hún við. Sigríður segir að heilmikið rann- sóknarstarf sé unnið innan skóg- ræktargreinarinnar á hverju ári. „Við erum alltaf að prófa okkur áfram með aðrar tegundir, kvæmi og klóna eða ræktunaraðferðir með það að markmiði að fá meiri og betri skóga. Til þess þarf meðal annars að stunda erfðafræði- og kynbótarannsóknir,“ segir hún. En hvað á hún við með betri skógum? „Betri skógar eru þeir sem gefa mikinn vöxt og minni af- föll. Hérlendis sjáum við stundum allt niður í 60-70 prósent af því sem er gróðursett lifa fyrsta veturinn. Þar geta ýmsir þættir haft áhrif t.d. gæði plantna, kvæmaval, veðurfar, gæði gróðursetninga o.s.frv. Þetta er að sjálfsögðu breytilegt milli ára en við viljum sjá þetta hlutfall hækka, og því stundum við rannsóknir og öfl- ugt gæðastarf,“ segir Sigríður Júlía. Stöðugt fleiri heimsækja skógana En Sigríður hefur einnig mál á sinni könnu sem kunna að koma einhverjum á óvart, að minnsta kosti blaðamanni sem ekki vissi betur, nefnilega móttaka ferða- manna, bæði erlendra og íslenskra. Skógræktin rekur nefnilega tjald- stæði víða um land, til dæmis í Hallormsstaðaskógi og Vaglaskógi. „Þar er tekjulind fyrir skógana en henni fylgir auðvitað að tjaldstæð- unum þarf að halda við til að fólk vilji koma þangað,“ segir hún. „En skógarnir eru töluvert mikið nýtt- ir af ferðamönnum. Mín tilfinning er sú að fólk sé að kunna alltaf bet- ur og betur að meta skógana okkar og að skógar séu eftirsóknarverðir staðir til að sækja heim. Mér finnst ég merkja að fólk sé farið að heim- sækja skógana í meira mæli en áður, til dæmis til að tína sveppi eða bara til útivistar,“ bætir hún við að lok- um. kgk Á Brákarhátíð í Borgarnesi í fyrrasumar var frú Vigdís Finnbogadóttir heiðursgestur og gróðursetti við það tilefni þrjú tré. Þarna má m.a. sjá Kolfinnu Jóhannesdóttur þáverandi sveitarstjóra, Sigríði Júlíu og Vigdísi ásamt börnum sem aðstoðuðu við verkið. Ljósm. arg. Nemendafélag Menntaskóla Borg- arfjarðar fór í nýnemaferð síðast- liðinn miðvikudag. Lagt var af stað strax eftir skóla og var ferðinni heitið í Brautartungu í Lundar- reykjadal. Þegar komið var á stað- inn komu nemendur sér vel fyrir og gerðu sig klára í leiki sem stóðu yfir til kl. 19:30. Þá var grillað ofan í mannskapinn og eftir matinn var haldið sundlaugarpartý sem stóð yfir fram eftir öllu og nokkuð víst að lítið var sofið þessa nótt. Morg- uninn eftir var ræs um klukkan sjö. Þá var gengið frá og félagsheimilið þrifið og svo haldið af stað í skól- ann. Það fóru 55 nemendur í ferð- ina sem voru misþreyttir þegar þeir mættu í hafragrautinn í mennta- skólanum um klukkan 9:30, þeg- ar skólastarf hófst, en gefið var frí í fyrsta tíma vegna ferðarinnar. Stjórn NMB Nýnemaferð Menntaskóla Borgarfjarðar Kátir strákar úr MB. Busarnir voru merktir sérstaklega. Tveir nýnemar eða „busar“.Grillaðir voru hamborgarar ofan í mannskapinn. Nemendur fóru í leiki þegar komið var í Lundarreykjadalinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.