Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skagamenn mættu botnliði Þróttar í Pepsi deild karla í knattspyrnu á sunnudag. Leik- ið var í Reykjavík. Fyrri leik liðanna snemma sumars lauk með 1-0 sigri Þróttar. Skaga- menn náðu ekki að hefna fyrir tapið á sunnudag því aft- ur vann Þróttur, að þessu sinni með þremur mörk- um gegn einu. Heimaliðið hefur nú möguleika á að bjarga sér frá falli en Skagamenn töpuðu mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti. Þróttarar byrjuðu vel en varnar- leikur Skagamanna var ekki sann- færandi. Þeim gekk mun betur á hinum enda vallarins, léku vel sín á milli og sköpuðu sér prýðileg mark- tækifæri. Fyrir vikið var leikur- inn mjög opinn og hraður. Bæði lið hefðu getað skorað fyrsta korterið og máttu varnarmenn liðanna hafa sig alla við. Eitthvað varð undan að láta og voru það Þróttarar sem skor- uðu fyrsta mark leiksins á 25. mín- útu. Christian Sorensen fékk bolt- ann í teignum, kom sér í skotstöðu og smellti boltanum efst í vinstra hornið. Árni Snær var með fingur- gómana á boltanum en náði ekki að verja og Þróttur kominn yfir. Skagamenn efldust við mótlætið og fengu fjögur stórgóð marktæki- færi næstu tíu mínúturnar en öll fóru þau forgörðum. Þróttarar komust síðan aftur inn í leikinn, liðin skipt- ust á að sækja og bæði hefðu getað bætt við til loka fyrri hálfleiks. Það sama var uppi á teningnum eftir leikhléið. Skagamenn fengu gott færi strax í upphafi eftir að Garðar Gunnlaugsson fór illa með varnarmann Þróttar. Skot hans fór hins vegar hársbreidd yfir markið. Þróttarar geystust fram í sókn sem endaði með því að Brynjar Jónsson kom boltanum í netið og botnlið- ið komið með tveggja marka for- ystu. Virtist markið gefa Þróttur- um byr undir báða vængi en Skaga- menn fengu mjög gott færi þegar skot Garðars af markteig var meist- aralega varið. Þegar tíu mínútur lifðu leikst fékk Þróttur skyndisókn sem endaði með marki. Dion Acoff stakk varn- armenn ÍA af og æddi fram kant- inn. Hann lagði boltann á Vilhjálm Pálmason sem var hinn rólegasti, sendi boltann á Brynjar sem kom á ferðinni og lagði hann í fjærhornið framhjá Árna Snæ í markinu. Stað- an 3-0 og sigur Þróttar svo gott sem tryggður. Skagamenn náðu rétt að klóra í bakkann á 87. mínútu með marki Jóns Vilhelms Ákasonar eftir fyrirgjöf Þórðar Þorsteins Þórðar- sonar en þar við sat. Lokatölur 3-1, Þrótti í vil. Skagamenn eru eftir leik sunnu- dagsins með 28 stig í fimmta sæti deildarinnar, þremur stigum á eft- ir liðunum í 2.-4. sæti og eygja enn möguleika á Evrópusæti þegar fjór- ar umferðir eru eftir. Næst mæta þeir erkifjendunum í KR á morg- un, fimmtudaginn 15. september, á Akranesvelli. kgk Skagamenn töpuðu fyrir botnliði Þróttar Víkingur Ó. og Grindavík mætt- ust öðru sinni í átta liða úrslitum úr- slitakeppni 1. deildar kvenna í knatt- spyrnu á miðvikudag. Fyrri leiknum, sem leikinn var í Ólafsvík, lauk með fjögurra marka sigri gestanna og var á brattann að sækja fyrir Víkingskon- ur fyrir aðra viðureign liðanna. Loka- tölur á miðvikudag urðu þær sömu og í fyrri leiknum, Grindavík sigraði með fjórum mörkum gegn engu. Grindavík komst yfir eftir 17 mín- útna leik með marki Marjani Hing- Glover og Lauren Brennan jók for- skot heimaliðsins þegar hálftími var liðinn. Hún var síðan aftur á ferðinni á 61. mínútu leiksins þegar hún kom Grindvíkingum í 3-0. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Helga Guð- rún Kristinsdóttir síðan fjórða og síð- asta mark leiksins og tryggði Grind- víkingum öruggan 4-0 sigur og sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Grindvíkingar voru sterkara lið vall- arins allan leikinn. Áttu hvorki fleiri né færri en 27 marktilraunir, þar af 12 á markið en Víkingur aðeins tvær. Þátttöku Víkings Ó. í 1. deild kvenna í knattspyrnu er því lokið að sinni. Þær mega hins vegar vel við una því þetta er aðeins fimmta sum- arið frá því fyrst var sent lið til keppni í Íslandsmóti kvenna undir merkjum Víkings Ólafsvíkur. Liðið hefur tek- ið stöðugum framförum síðan þá og bætt sig ár frá ári. kgk/ Ljósm. úr safni. Garðar Gunnlaugsson var óheppinn að skora ekki gegn botnliði Þróttar á sunnudag. Skagamenn töpuðu leiknum með þremur mörkum gegn einu. Ljósm. úr safni. Víkingur Ó. hefur lokið keppni í 1. deild kvenna Eftir 3-1 tap gegn toppliði Stjörn- unnar á þriðjudaginn í síðustu viku var komið að ÍA að heimsækja Val í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu. Leikið var á Hlíðarenda síðastlið- inn föstudag. ÍA var fyrir leikinn á botni deildarinnar og hefði með sigri hleypt mikilli spennu í fallbar- áttuna. En það varð ekki því Valur hafði sigur með tveimur mörkum gegn engu í miklum baráttuleik. Valskonur byrjuðu af mikl- um krafti og komust yfir strax á 7. mínútu leiksins þegar Mist Edv- ardsdóttir lét vaða á markið rétt utan vítateigs. Boltinn söng í net- inu og Valur kominn yfir. Aðeins fimm mínútum síðar fengu Vals- konur aukaspyrnu rétt innan við miðju. Ásta Vigdís í marki ÍA var ekki nægilega vel staðsett og það nýtti Dóra María Lárusdóttir sér og skoraði annað mark Vals. Staðan því 2-0 eftir aðeins korters leik og róðurinn orðinn þungur fyrir ÍA. Eftir seinna markið fóru Skaga- konur að taka við sér og komast betur inn í leikinn. Besta færi fyrri hálfleiks fengu þær eftir góða sókn þar sem þær komust fimm á móti þremur varnarmönnum. Maren Leósdóttir gaf boltann fyrir á Rac- hel Owens en skot hennar var beint á markmanninn. Staðan í hálfleik því óbreytt, 2-0 fyrir Val. Skagakonur komu ákveðnari til síðari hálfleiks. Mikil barátta var í leiknum en færin létu bíða eftir sér. Þegar færin síðan komu voru það Skagakonur sem áttu þau. Megan Dunnigan var nálægt því að minnka muninn eftir rúmlega klukkustundarleik þegar hún sendi boltann í stöngina. Á 69. mín- útu fengu Skagakonur síðan auka- spyrnu rétt utan vítateigs. Jaclyn Pourcel átti fast skot beint á mark- mann Vals sem kýldi boltann frá en beint á Hrefnu Þuríði Leifsdóttur sem kom honum í netið. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku á köflum síðustu 20 mínútur leiks- ins tókst ÍA ekki að gera sér mat úr þeim marktækifærum sem þó sköp- uðust. Fleiri mörk voru því ekki skoruð í leiknum sem lauk með sigri Vals, 2-1. Skagakonur eru því enn á botni deildarinnar með átta stig þegar tveir leikir eru eftir af mótinu. Þær eygja þó enn veika von um að bjarga sér frá falli. Fjögur stig eru í næstu tvö lið fyrir ofan og fimm í sjöunda sætið. Þær þurfa því að vinna báða leikina sem eftir eru og treysta á að öðrum liðum fatist flugið. ÍA leik- ur næst laugardaginn 24. septem- ber þegar liðið mætir Breiðabliki í Kópavogi. kgk Slæm byrjun varð Skagakonum að falli Hrefna Þuríður Leifsdóttir í baráttunni fyrr í sumar. Hún skoraði mark ÍA í 2-1 tapi liðsins gegn Val á föstudag. Ljósm. gbh. Víkingur Ó. mætti Fylki í Pepsi deild karla í knattspyrnu á sunnu- dag. Búast mátti við hörkuleik í Árbæ Reykjavíkur þar sem bæði lið bítast um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingar voru í 9. sæti, tveimur stigum fyrir ofan Fylki í næstneðsta sæti. Þegar lokaflautan gall var niðurstaðan sú að heima- liðið hafði sigur með tveimur mörkum gegn einu. Nokkur harka var í leiknum og bæði lið mætt til að berjast. Leikurinn tók hins veg- ar óvænta stefnu þegar Fylkismenn komust yfir með ótrúlegu marki eftir skyndisókn strax á 8. mínútu. Víkingur átti hornspyrnu sem var skölluð frá. Emir Dokara hugðist ná boltanum en tókst ekki. Bolt- inn barst á Alvaro Calleja og Emir kominn langt út úr sinni varn- arstöðu. Alvaro var á sínum eig- in vallarhelmingi þegar hann fékk boltann en hljóp upp allan völl og kláraði færið vel. Víkingur var sterkara lið vall- arins það sem eftir lifði fyrri hálf- leiks. Þeir stjórnuðu gangi leiksins en náðu ekki að skapa sér nein al- vöru marktækifæri. Það var helst að þeir næðu að ógna marki Fylk- is með langskotum og föstum leik- atriðum. Víkingur hélt áfram að þjarma að heimaliðinu í upphafi síðari hálfleiks og var nálægt því að jafna þegar Kenan Turudja átti skot rétt framhjá eftir skyndisókn. Á 63. mínútu fengu Fylkismenn hins vegar víti þegar Kramar Denis braut á Alvaro Calleja. Arnar Bragi Bergsson steig á punktinn og skor- aði af miklu öryggi og kom Fylki í 2-0. Virtist sem leikmönnum Vík- ings væri brugðið og botninn datt úr leiknum næsta korterið eða svo. Þeim fannst illa farið með sig á 76. mínútu þegar dæmd var auka- spyrna fyrir brot á Pape Mamadou Faye en Víkingar heimtuðu víti. Þeir höfðu ef til vill nokkuð til síns máls því brotið virtist hafa átt sér stað töluvert fyrir innan víta- teigslínuna. Upphófust þá fjörug- ar lokamínútur. Christian Libe- rato varði stórkostlega skot af löngu færi og á 83. mínútu minnk- aði Pape muninn fyrir Víking með skoti í teignum eftir fyrirgjöf Al- freðs Más Hjaltalín. Christian varði aftur glæsilega þegar Fylkismenn sluppu einir í gegn og í uppbótartíma vildu Vík- ingar aftur víti þegar boltinn fór í hönd varnarmanns. Dómarinn dæmdi hins vegar ekkert og allt ætlaði að verða vitlaust. Þorsteinn Már fékk gula spjaldið og Dzevad Saric, aðstoðarþjálfari Víkings, var sendur upp í stúku. Á lokamínútu uppbótartímans fengu heimamenn hins vegar vítaspyrnu þegar Emir braut á sóknarmanni Fylkis sem var sloppinn einn í gegn. Emir fékk auk þess að líta rauða spjald- ið. Arnar Bragi fór aftur á punkt- inn en að þessu sinni gerði Christi- an sér lítið fyrir og varði vítaspyrn- una frábærlega alveg út við stöng. En þar við sat og 2-1 sigur Fylk- ismanna staðreynd. Víkingar sitja því enn 9. sæti deildarinnar með 19 stig, nú tveimur stigum bet- ur en Fylkir sem enn er í fallsæti. Næst leikur Víkingur Ó. á morg- un, fimmtudaginn 15. september, þegar liðið fær Víking R. í heim- sókn til Ólafsvíkur. kgk/ Ljósm. þa. Vildu tvær vítaspyrnur en fengu hvoruga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.