Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 20162 inu nú á haustdögum. „Óraunhæf- ar fjárúthlutanir til grunnskóla og niðurskurður allt frá hruni leiða til skerðingar á lögbundinni þjónustu skólanna. Mörg sveitarfélög hafa forgangsraðað í þágu nemenda við gerð fjárhagsáætlana en önnur hafa á síðustu árum skorið niður fjár- magn til reksturs skólanna. Þetta virðist einkum eiga við nokkur af stærstu sveitarfélögunum,“ segir í ályktun sem Skólastjórafélagið hef- ur sent frá sér. „Má þar meðal ann- ars nefna að í höfuðborginni er að mati SÍ notað óraunhæft og úrelt reiknilíkan til að deila út fjármun- um til grunnskólanna. Þá hefur launakostnaður vegna sérkennslu og stuðnings við nemendur ekki verið bættur að fullu. Jafnframt er gerð krafa um að halli verði greidd- ur upp á næstu tveimur árum. Á þetta hafa skólastjórar ítrekað bent án þess að gerðar hafi verið úrbætur af hálfu borgarinnar. Mikilvægt er að nemendur njóti grunnþjónustu og að skólastjórum sé gert kleift að sinna lögbundinni þjónustu með raunhæfum fjárhagsáætlunum sem lúta að því að efla faglegt skólastarf með hagsmuni nemenda að leiðar- ljósi.“ mm Sumarið er senn á enda og tekur að hausta. Það er því ekki eftir neinu að bíða með að ganga frá ýmsum hlutum sem tilheyra sumrinu, svo sem tram- pólínum, léttum sumarhúsgögnum og öðrum lausamunum. Vonandi verður þó einhver bið á djúpu lægðunum og hægt að grilla í þokkalegu veðri nokkr- um sinnum í viðbót. Á fimmtudag verður suðaustan og austan 5-10 m/s en 8-13 við suðvestur- ströndina. Skýjað verður með köflum og lengst af þurrt norðan- og austan til en rigning um landið suðvestanvert og með austurströndinni um kvöldið. Hiti verður á bilinu 5 til 12 stig, hlýjast norð- an til. Á föstudag verður suðaustan 5-10 m/s en hægari vestlæg átt vestan til. Skýjað og lítilsháttar rigning í flestum landshlutum en lengst af þurrt á Norð- urlandi. Hiti breytist lítið. Á laugardag er útlit fyrir vestlæga átt, 3 - 10 m/s, hvasst á annesjum fyrir norðan. Skýjað með köflum og hiti 6 til 10 stig. Á sunnudag spáir vaxandi norðaustanátt með rign- ingu um landið austanvert en annars bjartviðri. Hlýnar heldur í veðri. Á mánu- dag er útlit fyrir áframhaldandi norða- nátt en suðlægari syðst um kvöldið. Víða dálítil rigning en úrkomulítið suð- austanlands. Milt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvaða landshluti þykir þér fal- legastur?“. Flestir svöruðu að Vesturland væri fallegasti landshlutinn eða 47% svarenda. Vestfirðir voru í öðru sæti með 22% og Norðurland í því þriðja með 10%. Austurland og Suðurland voru í fjórða sæti með 7% hver. 4% völdu miðhálendið en 2% svarenda gáfu höf- uðborgarsvæðinu sitt atkvæði. Einungis 1% lesenda telja Reykjanes vera falleg- asta landshlutann. Í næstu viku er spurt „Ferð þú í réttir?“ Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur óbil- andi trú á skógrækt á Íslandi og hefur gert hana að sínu lífsstarfi. Sigríður Júlía er Vestlendingur vikunnar en viðtal við hana má finna á miðopnu blaðsins. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Holræsabíll á ferðinni AKRANES: Holræsabíll frá Gámaþjónustu Vesturlands er á ferðinni alla þessa viku á Akranesi og í nágrenni. Í auglýsingum sem birtar voru í síðustu viku um ferðir bíls- ins var ranglega sagt að hann yrði á ferðinni í ágúst en hið rétta er að hægt er að fá þjón- ustu hans nú í þessari viku. Í auglýsingunum frá Gáma- þjónustunni segir að bíllinn sé sérútbúinn til að hreinsa út frárennslislagnir, klóak- og regnvatnslagnir og hægt sé að fá útprentuð stafræn gögn um ástand lagna. Þjón- usta er meðal annars veitt við frárennsliskerfi fráveitu- lagna, niðurfalla, brunna, fitugildra, olíuskilja, vegna trjáróta í lögnum og fleira. Hægt er að panta þjónustuna hjá Gámaþjónustu Vestur- lands í síma 435-0000. -grþ Átta óhöpp og flest án meiðsla VESTURLAND: Alls urðu átta umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi vikuna 6.-13. september. Hlutu nokkrir minniháttar meiðsli en ör- yggisbeltin og líknarbelg- ir komu í veg fyrir alvar- leg slys. Hörð aftanákeyrsla varð á Vesturlandsvegi ofan Borgarness þegar ekið var á kyrrstæðan fólksbíl sem var á leiðinni í vinstri beygju inn á Sólbakkann og kastaðist fólksbíllinn út af veginum. Ökumaður og farþegar voru í öryggisbeltum og sluppu með minniháttar meiðsli. Nokkrar aftanákeyrslur hafa orðið á þessum gatnamótum á liðnum árum og væri, að sögn lögreglu, bót ef vegur- inn væri breikkaður á þess- um stað og gert svokallað framhjáhlaup. Þá var nokk- uð harður árekstur í Reyk- holtsdal á mótum Borgar- fjarðarbrautar og Hálsasveit- arvegar á föstudaginn. Þar var bíl ekið í veg fyrir ann- an. Ökumaður annars bílsins kvartaði yfir eymslum í hné og var hann fluttur á sjúkra- hús til skoðunar. Tvennt var í hinum bílnum og sluppu án meiðsla. Bílarnir voru flutt- ir á brott með kranabíl. Er- lendir ökumenn á bílaleigu- bílum áttu hlut að máli í flestum þessum óhöppum, að sögn lögreglu. Einn öku- maður var tekinn fyrir ölv- un við akstur í vikunni. Loks vill lögregla benda á að við umferðaróhöpp, sérstaklega á gatnamótum, verða oft skemmdir á umferðarmerkj- um. „Nauðsynlegt er að til- kynna slíkt sem fyrst til lög- reglu eða starfsmanna Vega- gerðarinnar svo merkin séu lagfærð,“ segir lögregla. -mm Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins og sent niðurstöðurnar til umhverf- is- og auðlindaráðherra. Stofn- unin leggur til að ráðlögð rjúpna- veiði í haust verði 40 þúsund fugl- ar, en hún var 54 þúsund fuglar á síðasta ári. Stofnunin leggur mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirra viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar. „Við- koma rjúpunnar var metin með talningum í tveimur landshlutum síðsumars. Hlutfall unga reynd- ist vera 76% á Norðausturlandi og 77% á Suðvesturlandi. Rjúpn- astofninn er í lágmarki um vest- anvert landið en í niðursveiflu um landið austanvert. Reiknuð heildar- stærð varpstofns rjúpu vorið 2016 var metin 132 þúsund fuglar, en var 187 þúsund fuglar 2015. Fram- reiknuð stærð veiðistofns 2016 er 453 þúsund fuglar miðað við 620 þúsund fugla 2015. Þessir útreikn- ingar byggja á gögnum fyrir Norð- austurland og ofmeta stærð stofns- ins nær örugglega,“ segir í frétt Náttúrufræðistofnunar. „Miðað við niðurstöður rjúpna- talninga í Hrísey og á Kvískerj- um, sem ná allt aftur til ársins 1963, er árið 2016 á bilinu tuttug- asta til þrítugasta lakasta miðað við 100 ár. Rjúpnafjöldinn á þessu ári er vel undir meðallagi miðað við síðustu 50 ár. Umhverfis- og auð- lindaráðherra ákvað haustið 2013 að rjúpnaveiðitíminn yrði 12 dag- ar næstu þrjú ár, nema eitthvað óvænt kæmi upp á. Niðurstöður Náttúrufræðistofnunar sýna í sjálfu sér ekkert óvænt en stofninn er lít- ill. Stofnunin leggur til að fyrir- komulag veiða verði með óbreytt- um hætti á þessu ári. Útreikningar Náttúrufræðistofnunar á ráðlagðri veiði upp á 40 þúsund fugla miðast við að áhrif veiða séu ekki önnur en þau að veiðiafföll bætast að fullu við náttúruleg afföll.“ mm Mælir með að veiða megi 40 þúsund rjúpur Stjórn og formenn svæðafélaga Skólastjórafélags Íslands lýsa yfir þungum áhyggjum af fjárhags- stöðu margra grunnskóla í land- Lýsa þungum áhyggjum af fjárhagsstöðu grunnskóla „Ég vil að forusta Framsókn- arflokksins fái umboð með afgerandi hætti á flokks- þingi sem haldið verður 1. og 2. október næstkomandi í Reykjavík. Þess vegna tók ég þá ákvörðun að bjóða mig fram til formanns Framsókn- arflokksins og tryggja að í það minnsta fari fram kosning um forustuna,“ segir Sveinbjörn Eyjólfsson á Hvanneyri, for- stöðumaður Nautastöðvar BÍ á Hesti. Hann dregur ekki dul á að framboð hans sé öðrum þræði táknrænt. Ef Sigurð- ur Ingi Jóhannsson forsætis- ráðherra gefi kost á sér til for- mennsku í Framsóknarflokkn- um muni hann draga fram- boð sitt til baka. Á fundi mið- stjórnar flokksins á Akureyri um helgina gerði Sveinbjörn þessa ákvörðun sína opinbera. „Eiginlega var ég strax í vor að hugsa um að gera eitthvað þessu líkt því mér hefur fundist að þessi gamli flokkur minn ætti skilið að fá forustu sem allir gætu sætt sig við.“ Sveinbjörn segir að traust og trún- aður á Sigmundi Davíð Gunnlaugs- syni formanni sé laskað. „Þetta er flokkur sem á að hafa prýðilega málefnastöðu, en á sama tíma eru menn uppteknir í vonlausri bar- áttu að verja geymslu fjármuna á Tortóla. Flokkurinn nýtur af þess- um sökum ekki trausts og verður að vinna sig út úr því. Ég hef sagt á okkar fund- um að sagnfræðingar framtíðarinnar munu setja Sigmund á stall og þau verk sem hann hefur áorkað. En kjós- endur nútímans eru ekki að heillast og við þurfum að vinna þeirra traust á nýjan leik. Ég tel að við gerum það ekki með Sigmund Davíð í fararbroddi nema að hann fái veru- lega afgerandi umboð til þess að gegna áfram formennsku.“ Svein- björn segist treysta Sigurði Inga Jóhanns- syni til að leiða flokk- inn og ef hann býður sig fram gegn sitjandi formanni muni hann styðja að forsætisráðherrann verði jafnframt formaður Framsóknar- flokksins. „Það er nauðsynlegt að forustan fái sterkt umboð á flokks- þingi og menn gangi sameinaðir til kosninga.“ mm Sveinbjörn býður sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.