Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 201630
Hvað er mikilvægast að
hafa með í nesti í leitum?
Spurning
vikunnar
(Spurt hér og þar á Vesturlandi)
Á sunnudaginn fór Akranesmeist-
aramót Sundfélags Akraness fram á
Jaðarsbökkum. Þetta er fyrsta mót
tímabilsins og tóku 34 krakkar þátt
á mótinu. Keppendur voru 11 ára
og eldri. Akranesmeistarar urðu
þau Ágúst Júlíusson og Una Lára
Lárusdóttir en þau áttu stigahæstu
sundin á mótinu. Akranesmeistar-
ar í aldursflokkum urðu Ágúst og
Una Lára í flokki 15 ára og eldri,
í flokki 13-14 ára urðu Akranes-
meistarar þau Enriqe Snær Llorens
og Ásgerður Jing Laufeyjardótt-
ir og í flokki 11-12 ára Alex Benja-
mín Bjarnason og Ragnheiður Kar-
en Ólafsdóttir.
mm/hf
Akranesmeistaramót í sundi
Akranesmeistararnir. Ljósm. Jón Hilmarsson
Undanfarin misseri hefur ver-
ið unnið að því að koma upp vef-
myndavél við golfvöllinn Garðavöll
á Akranesi. Með tilkomu hennar
geta kylfingar kynnt sér aðstæður á
fyrsta teig vallarins hvenær sem er,
hvar sem þeir eru staddir. Aðgang-
ur að vefmyndavélinni er á heima-
síðu Golfklúbbsins Leynis, www.
leynir.is. Ofarlega til hægri á síð-
unni er hægt að smella á flipann
„vefmyndavél“ og þá birtist mynd
af fyrsta teig á hverjum tíma.
Myndavélin mun í framtíðinni
einnig nýtast til að fylgjast með um-
ferð um völlinn og við hvers kyns
vallargæslu á Garðavelli. „Golf-
klúbburinn Leynir vonar að þetta
verði félagsmönnum og öðrum
kylfingum til gagns og góðra nota
í framtíðinni,“ segir í frétt á heima-
síðu klúbbsins. kgk
Vefmyndavél komið
fyrir á Garðavelli
Horft yfir
fyrsta teig
Garðavallar
á Akranesi
síðastliðinn
föstudag.
Skjáskot af
vef GL.
Laugardaginn 3. september syntu
þrettán krakkar úr Sundfélagi Akra-
ness hið árlega Faxaflóasund. Synt
var frá Reykjavík til Akraness, sam-
tals 21 kílómetra og skiptust krakk-
arnir á að synda. Meðaltími hvers
og eins ofan í sjónum er 15 til 30
mínútur og er þá skipt og næsti tek-
ur við. Þegar Langisandur nálgast
stökkva allir ofan í og synda í land.
Faxaflóasundið er árlegur viðburð-
ur og er áheitasund. Krakkarnir
voru búnir að safna áheitum, bæði
í fyrirtækjum og hjá einstaklingum
og eru styrkirnir nýttir í að greiða
kostnað við æfingabúðir.
„Faxaflóahafnir sigla með okk-
ur undir góðri stjórn Júlíusar Víðis
Guðnasonar en hann var að koma
með okkur í ellefta skipti. Björgun-
arsveitin Brák í Borgarnesi var einn-
ig með í för og sigldu félagar í henni
á gúmmíbát við hliðina á krökk-
unum á meðan þeir voru í sjón-
um. Óhætt er að segja að krakkarn-
ir hafi staðið sig afar vel. Þau voru
dugleg að synda og stemningin í
bátnum var góð. Við viljum þakka
öllum sem styrktu krakkana, Júlla
skipstjóra og björgunarsveitinni úr
Borgarnesi fyrir stuðninginn,“ seg-
ir Harpa Hrönn Finnbogadóttir hjá
Sundfélagi Akraness. grþ
Faxaflóasund frá Reykjavík til Akraness
Hópurinn sem synti Faxaflóasundið.
Þegar hópurinn nálgaðist
Langasand stukku allir ofan í
og syntu í land.
Háskólinn á Bifröst réði nýver-
ið tvo nýja starfsmenn. Valgerð-
ur Þ.E. Guðjónsdóttir hefur ver-
ið ráðin til starfa sem verkefna-
stjóri kennslu. Hún hóf störf í
byrjun ágúst og tók við af Höllu
Tinnu Arnardóttur. Verkefnastjóri
kennslu hefur m.a. umsjón með
gerð kennsluáætlana og stunda-
skráa. Framkvæmd kennslumats
er á könnu verkefnastjórans ásamt
kennslufræðilegri ráðgjöf svo og
skipulagning vinnuhelga og nám-
skeiðsframboðs.
Þá var Jóhannes Baldvin Pét-
ursson nýverið ráðinn starfsmaður
á nýtt svið annarrar menntastarf-
semi. Hann er ráðinn í 50% starf
og mun fyrst í stað hafa umsjón
með námskeiðum sem eru í gangi
hverju sinni.
-fréttatikynning
Tveir nýir starfsmenn við
Háskólann á Bifröst
Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir. Jóhannes Baldvin Pétursson.
Nýverið var haldinn seinni hluti ry-
der golfmóts milli vinabæjaklúbb-
anna Vestarrs úr Grundarfirði og
Mostra í Stykkishólmi. Leikið var
á Víkurvelli í Stykkishólmi og voru
spilaðar þrjár umferðir. Í fyrstu um-
ferð var leikið Texas scramble, önn-
ur umferðin var leikin með green-
some fyrirkomulagi og sú þriðja var
maður á mann. Glæsilegar veitingar
voru í boði allan daginn og endaði
dagurinn á góðri kjötmáltíð. Golf-
klúbburinn Mostri bar sigur úr být-
um og verður því farandbikarinn í
vörslu Hólmara fram á næsta vor.
sk
Vestarr og Mostri
mættust á vinabæjarmóti
Hér afhendir Garðar Svansson liðsstjóri Björgvini Ragnarssyni bikarinn góða.
Kristján Gauti Karlsson á
Kambi:
„Súkkulaði og banani.“
Ingimundur Jónsson í
Deildartungu:
„Góða skapið og nóg af næringu
í föstu og fljótandi formi.“
Davíð Sigurðsson í Miðgarði:
„Vel feitar lambakótelettur,
steiktar í raspi. Ekki spurning.
Svo er ágætt að hafa súkkulaði.“
Gísi Þórðarson í Mýrdal:
„Kótelettur og koníakstár.“
Sindri Sigurgeirsson,
Bakkakoti:
„Sviðasulta er best og svo er gott
að hafa Kókómjólk og Kók til að
svala sér á.“