Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 15
SPEGLAR
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Ólafsvík 2016
Bifreiðaskoðun verður við
Fiskiðjuna Bylgjuna, Bankastræti 1
Miðvikudaginn 21. september
Fimmtudaginn 22. september
Föstudaginn 23. september
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
ATH. Allar stærðir ökutækja skoðaðar
Upplýsingar í síma 863-0710
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Opnuð verður ylströnd í fjörunni við
Englendingavík, ef hugmyndir Ein-
ars Valdimarssonar, veitingamanns í
Englendingavík og Margrétar Rósu
Einarsdóttur eiganda ganga eft-
ir. Leyfisumsókn fyrir ylströndinni
liggur nú á borði byggðaráðs Borg-
arbyggðar en málið var tekið fyrir á
fundi 1. september síðastliðinn. Yl-
ströndin er bara ein af mörgum hug-
myndum Einars og Margrétar Rósu
til að laða að fleiri ferðamenn og fá
þá til að dvelja lengur á svæðinu.
Hugmyndina að ylströndinni seg-
ir Einar hafa kviknað með borðum
sem sett voru í fjöruna. „Þetta byrj-
aði þannig að við tókum okkur til
og settum borð í fjöruna fyrir fólk
að tylla sér við, fjölskyldur að setj-
ast og snæða eða bara njóta þess að
vera á staðnum, sem er akkúrat það
sem við viljum,“ segir hann. „Það
er svo gaman þegar fólk getur not-
ið þessarar náttúruperlu með okkur.
Englendingavík er einstakur staður
og mér er farið að líða þannig, þó
það hljómi kannski skringilega, að
mér sé treyst fyrir henni; þessari vík,
náttúru og umhverfi,“ segir Einar.
Ferðafólk þarf
afþreyingu
Hvort verði af hugmyndum um yl-
strönd í Englendingavík kveðst
hann auðvitað ekki geta sagt til um,
en fyrsta skrefið sé að sækja um leyfi.
Fáist það verði hægt að fá arkitekta
og hönnuði til að útfæra hugmynd-
ina. Hann segir að ylströndina einn-
ig hugsaða sem afþreyingarmögu-
leika fyrir ferðafólk. „Túrismi er
auðvitað þannig að það þarf afþrey-
ingu, fólk þarf að hafa eitthvað að
gera. Hér í Borgarnesi höfum við
til dæmis Landnámssetrið og Sam-
göngusafnið og fleiri söfn, sem og
einnig strandlengjuna þar sem fólk
getur gengið um og fleira. En við
þurfum að hugsa málin lengra,“ seg-
ir hann og bætir við að það sama eigi
við víðast hvar á landinu. „Fólk kem-
ur, gistir og borðar og ef það hefur
eitthvað að gera þá kemur fleira fólk
og dvelur lengur. Almennt vantar
fleiri afþreyingarmöguleika og við
þurfum að huga að fleiru hér á landi
en náttúru og veitinga- og gististöð-
um,“ segir hann. „Við þekkjum þetta
sjálf þegar við förum til útlanda. Við
viljum slaka á og skoða okkur um.
Þar hefur náttúran mikið að segja
en við þurfum líka annars konar af-
þreyingu,“ bætir hann við.
Draga fram andlit í
klettunum
Einar segir vert að kanna hvort ekki
megi bjóða fólki upp á fuglaskoð-
un og vísar til hugmyndar sem send
var stjórnendum sveitarfélagsins um
uppsetningu vefmyndavélar í Litlu-
Brákarey. „Ef til vill mætti líka setja
upp spjöld með upplýsingum um og
myndum af þeim fuglum sem gest-
ir gætu átt von á að sjá með berum
augum.“
Einnig kynntu Einar og Mar-
grét Rósa hugmyndir um að fá lista-
mann eða listamenn til að ýkja nátt-
úrulegar mannamyndir í klettunum
við neðra pakkhúsið, sem og að lýsa
upp klettana og hluta göngustígsins
við Englendingavík. „Hugmyndin
um að draga fram andlit í klettunum
finnst mér eiginlega skemmtileg-
ust,“ segir hann og bætir því við að
ljósin sem lýsa myndu upp klettana
yrðu þannig að ekki hlytist neinn
ami af. „Þau yrðu þannig að hægt
væri að slökkva á þeim með einum
rofa, til dæmis ef fólk vill sjá norð-
urljósin,“ segir Einar.
Þá er enn ótalið að þau hafa ósk-
að leyfis til að koma fyrir gömlum
báti á steinbryggjuna til minning-
ar um gamla verslunarhætti. „Við
brúna í Stóru-Brákarey liggur fal-
legur gamall bátur, hvítur og rauður
með siglutré. Bátinn á Pétur Geirs-
son og konan mín spurði hann ein-
hvern tímann af hverju báturinn
lægi þarna. „Til að útlendingarn-
ir hafi eitthvað til að taka mynd af,“
svaraði hann og mér þykir hann hafa
nokkuð til síns máls því það verður
að vera afþreying á staðnum,“ seg-
ir Einar. „Útlendingar eru nefni-
lega hrifnir af Borgarnesi. Hér sjá
þeir miðpunkt til að dvelja á með-
an þeir fara í dagsferðir á Þingvelli,
út á Snæfellsnes eða upp í Húsafell
áður en þeir halda norður í land eða
á Vestfirðina. Borgarnes er miklu
meiri miðstöð en við áttum okkur
á,“ segir hann.
En þrátt fyrir ýmsar hugmyndir
um uppbyggingu í Borgarnesi tekur
Einar fram að margt gott hafi ver-
ið gert undanfarið. „Nú er til dæm-
is kominn æðislegur göngustíg-
ur í Englendingavík, sem Borgar-
byggð lét gera með styrk úr Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða og á
heiður skilinn fyrir það. Nú er bara
að halda áfram,“ segir Einar Valdi-
marsson.
kgk
Ylströnd í Englendingavík
og andlit í klettum
Einar Valdimarsson, veitingamaður í Englendingavík. Ljósm. úr safni.
Horft í átt að Englendingavík í Borgarnesi. Ljósm. fengin af facebook-síðu Englendingavíkur.
Svunta
www.smaprent.is
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is